Ársþingið 2007: Mikilvægi hreyfingar og leikja í skólastarfi

Ársþing Samtaka áhugafólks um skólaþróun 2007 var haldið dagana 9.–10. nóvember og var helgað mikilvægi hreyfingar og leikja í skóla- og uppeldisstarfi.

Þingið var haldið í Íþróttafræðasetri Kennaraháskóla Íslands á Laugarvatni.

Ráðstefnustjórar: Ann Helen Odberg forstöðumaður íþrótta- og heilsubrautar Kennaraháskólans og Kári Jónsson lektor við íþrótta- og heilsubraut.

Inngangserindi:

Kristján Þór Magnússon lýðheilsufræðingur fjallaði um rannsóknir á hreyfingu, þreki og lífsstíl skólabarna á Íslandi en Kristján Þór fékkst á þessum tíma við yfirgripsmiklar rannsóknir á þessu efni. Skjámyndir Kristjáns: http://starfsfolk.khi.is/ingvar/SAS/Leikir/Kristjanthor.pdf

Guðrún Sólveig leikskólastjóri í leikskólanum Rauðhóli í Reykjavík flytur erindi sem hún nefndi Lært með börnum: Hugmyndir barnsins eru verkefni dagsins.

Hildur Karen Aðalsteinsdóttir kennari við Grundaskóla og Garðasel á Akranesi sagði frá hreyfistundum í leik- og grunnskólum sem leið til að auka hreyfingu skólabarna en þessi aðferð hefur vakið mikla athygli. Skjámyndir Hildar: http://starfsfolk.khi.is/ingvar/SAS/Leikir/Hildur/Hreyfistund.ppt 

Dr. Robert Faulkner tónlistarkennari við Hafralækjarskóla og post-doctoral research fellow við Háskólann í Perth í Vestur Ástralíu flutti erindi sem hann nefndi Stop playing around so that we can learn something?

Kl. 17.00 var leikjadagskrá undir stjórn Janusar Guðlaugssonar, Jóhönnu Karlsdóttur og Kára Jónssonar. Gögn úr leikjadagskránni:
Skjámyndir: http://starfsfolk.khi.is/ingvar/SAS/Leikir/Samvinnuleikir.ppt
Nafnaleikurinn: http://starfsfolk.khi.is/ingvar/SAS/Leikir/NAFNALEITIN%20II.xls

Kl. 18.00 var aðalfundur samtakanna.

Kl. 20.00 var hátíðarkvöldverður og kvöldvaka að hætti Samtaka áhugafólks um skólaþróun þar sem veitingahúsið Lindin sá um villibráðarveislu. Veislustjóri var Sigurgeir H. Friðþjófsson.

Matseðill: 1. Grafið lamb með villtri sinnepssósu, salati og nýbökuði brauði. 2. Grillsteiktur hjörtur og mjólkukálfur með villisveppasósu, innbökuðum kartöflum og léttsteikt grænmeti. 3. Besta súkkúlaðimousse í heimi!

Laugardaginn 10. nóvember voru leik- og hreyfismiðjur (örnámskeið) og málstofur þar sem boðið varr upp á fjölbreytta dagskrá:

1. Ása Helga Ragnarsdóttir, kennari við Háteigsskóla og aðjúnkt við Kennaraháskóla Íslands: Leiklist gefur marga möguleika
Ása kynnti í smiðjum sínum fjölbreyttar aðferðir þar sem leiklist er notuð sem námskveikja og kennsluaðferð. Smiðjurnar voru með mismunandi áherslum eftir aldri nemenda.
Gögn frá Ásu: http://starfsfolk.khi.is/ingvar/SAS/Leikir/Asa/Kennsluadferdir_leiklistar.doc

2. Birna Hugrún Bjarnadóttir, Klara Sigurmundadóttir og María Ásmundsdóttir, kennarar við Vatnsendaskóla: „Var ég að læra stærðfræði?”
Að flétta nám inn í leik er gagnleg kennsluaðferð í stærðfræði. Í þessari smiðju var spilað og leikið með stærðfræðinám í huga því flestum finnst gaman að spila og leika sér. Kennsluaðferðin er góð til að efla rökhugsun nemenda, viðhalda áhuga þeirra á viðfangsefninu, dýpka skiling þeirra og skapa jákvæð viðhorf til stærðfræðinnar.

3. Björn Gunnlaugsson, kennari við Norðlingaskóla: Tungumálakennsla – leikur einn?
Hvort sem er á byrjendastigi eða í háskóla bendir ýmislegt til þess að nám eigi sér stað á árangursríkan hátt þegar nemandinn leikur sér. Nýleg könnun leiddi í ljós að margir kennarar hafa notað einfalda leiki með góðum árangri – sérstaklega í byrjendakennslu – en fáir nýtt sér þá á efri skólastigum. Hvernig stendur á því og hvernig er hægt að innleiða leiki í kennslu eldri nemenda? Björn var kennari í Norðlingaskóla.

4. Elva Önundardóttir, leikskólakennari við Brákaborg og stundakennari við Kennaraháskóla Íslands: Leikir með einingakubbum

Kynntir verða möguleikar á að nota einingakubba (Unit blocks) Caroline Pratt í námi með ungum börnum. Gerð verður grein fyrir hugmyndafræðinni sem byggt er á og þátttakendum gefst kostur á að prófa að byggja úr kubbunum. Einnig verður kynnt viðbótarefni sem börnum stendur til boða og hefur það markmið að auðga hlutverkaleiki þeirra.

5. Haukur Arason og Kristín Norðdahl, lektorar við Kennaraháskóla Íslands: Vísindaleikir með ungum börnum
Kynnt verða verkefni fyrir yngri börn sem kallast Vísindaleikir. Vísindaleikir eru frá sjónarhóli barnsins leikir en má einnig líta á sem tilraunir og athuganir á sviði eðlisfræða. Markmið Vísindaleikja er að börnin læri eðlisfræði jafnframt því sem slíkir leikir stuðli að almennum þroska. Sagt verður frá reynslu af þessum leikjum í leikskólastarfi og þátttakendur fá að skoða og leika með efniviðinn sem verkefnin byggja á.

Skýrsla Hauks og Kristínar: Vísindaleikir – þróunarverkefni um eðlisfræðikennslu í leikskólum:
http://rannsokn.khi.is/upplysingavefur/pdf/leik2004/V%C3%ADsindaleikir%20sk%C3%BDrsla%204.1.06.pdf

6. Helena Rut Sigurðardóttir og Anna Steinunn Villalobos, kennarar við leikskólann Reynisholt: Jógaleikir og slökun með ungum börnum.
Í smiðjunni verður þátttakendum annars vegar kynnt á hvern hátt má vinna með jóga í gegnum leiki og hins vegar hvernig nýta má markvissa snertingu og snertileiki til að stuðla að ró og slökun í leikskólastarfi. Sýnt verður myndband úr leikskólanum Reynisholti og námsgögn kynnt auk þess sem þátttakendur verða leiddir í gegnum leiki og æfingar.

7. Helgi Grímsson, skólastjóri Sjálandsskóla: Leikir sem efla hópa
Allir kennarar vita hve áríðandi er að byggja upp góðan bekkjaranda. Helgi hefur á undanförnum árum safnað leikjum sem henta vel í þessu skyni. Helgi mun kynna úrval þessar leikja sem henta elstu árgöngum leikskólans og öllum grunnskólanemum. Leikirnir hans Helga: http://starfsfolk.khi.is/ingvar/SAS/Leikir/Leikirsemefla.doc

8. Hildur Karen Aðalsteinsdóttir, kennari við Grundaskóla á Akranesi: Skipulag hreyfistunda í leik- og grunnskólum Farið verður yfir uppbyggingu hreyfistunda og hvernig þær eru framkvæmdar. Sýnd verða dæmi frá Grundaskóla og leikskólanum Garðaseli á Akranesi. Þátttakendur munu einnig taka þátt í verklegum æfingum. Gögn frá Hildi: Skráningarblað  – Matsblað

9. Ingvar Sigurgeirsson, prófessor við Kennaraháskóla Íslands: Fjölbreyttir leikir sem þroska hugann!
Ingvar er mikill áhugamaður um notkun leikja í skólastarfi, ekki síst leikja sem nemendur læra og þroskast af. Hann er einnig upphafsmaður Leikjabankans/Leikjavefsins (www.leikjavefurinn.is). Í smiðjunni kynnti Ingvar leiki sem reyna á hugsun.
Glærur Ingvars: http://starfsfolk.khi.is/ingvar/SAS/Leikir/IS.ppt
Námskeið um leiki sem kennsluaðferð: http://starfsfolk.khi.is/ingvar/namskeid/Leikir/index.htm

10. Kristín Valsdóttir: Söng- og hreyfileikir

Kristín, sem er aðjúnkt við Kennaraháskóla Íslands, kynnti fjölbreytta söng- og hreyfileiki frá ýmsum löndum. Eins og í öðrum smiðjum var gert ráð fyrir virkri þátttöku! Gögn frá Kristínu: http://starfsfolk.khi.is/ingvar/SAS/Leikir/KV.pdf

11. Kynningar á áhugaverðum skólaþróunarverkefnum þar sem leikir og hreyfing eru í öndvegi:

Jóhanna G. Einarsdóttir er íþróttakennari og Maríanna Ragnarsdóttir kennari við Lundarskóla: Siggi var úti … Hreyfing, útivist og leikir í 1.–10. bekk í Lundarskóla á Akureyri
Sagt verður frá þróun útiskólaverkefnis sem breyttist úr því að vera nám á vettvangi í að verða hreyfing, leikir og útivera. Sýnd verða dæmi um afmörkuð verkefni einstakra árganga og verkefni sem allur skólinn tekur þátt í. Skjámyndir: http://starfsfolk.khi.is/ingvar/SAS/Leikir/Lundarskoli.pdf 

Helena Katrín Hjaltadóttir og Berglind Þyrí Finnbogadóttir kennarar við Salaskóla, kynna fjölgreindaleikana í Salaskóla, hugmyndafræði og skipulag.

Leikarnir standa yfir í tvo daga og þá keppa nemendur í aldursblönduðum hópum í fjörutíu keppnisgreinum sem reyna á ólíka hæfileika. Sem dæmi um keppnisgreinar má nefna stígvélaspark, krosssaum, það var lagið, kaðlaklifur, limbó, SMS-þraut og púsluspil.
Skjámyndir: http://starfsfolk.khi.is/ingvar/SAS/Leikir/Hildur/Hreyfistund.ppt 

Kl. 15.00 stjórnaði Karl Ágúst Úlfsson leikari og Spaugstofustjóri lokadagskrá!
Gögn frá Karli: Nýju heilræðavísurnar, sjá á þessari slóð: http://starfsfolk.khi.is/ingvar/SAS/Leikir/nyjar_heilraedavisur.doc

Ráðstefnugjald: Kr. 5000.- fyrir félagsmenn, kr. 7000.- fyrir utanfélagsmenn. Innifalið í gjaldi: Ráðstefnugögn, aðgangur að öllum viðburðum, kaffi, báða dagana, og morgunverður og hádegismatur á laugardeginum.

Hátíðarkvöldverður (ekki innifalið í í ráðstefnugjaldi): Kr. 4000.- (villibráðarveisla í veitingahúsinu Lindinni).

Hægt var að skrá sig aðeins annan daginn: Föstudagurinn, kr. 2000.- fyrir félagsmenn og kr. 3000.- fyrir utanfélagsmenn; laugardagurinn, kr. 3000.- fyrir félagsmenn og kr. 4000.- fyrir utanfélagsmenn.