Gæði eða geymsla? 2010
Ráðstefna um starfshætti tómstundaheimila (dægradvalar, lengdrar viðveru, frístundaheimila)
Ráðstefna um starfshætti tómstundaheimila (skóladagvista, dægradvalar, frístundar, lengdrar viðveru, frístundaheimila o.fl.) var haldin föstudaginn 9. apríl í húsnæði Menntavísindasviðs Háskóla Íslands, Skriðu, kl. 10.00-12.30 og 13.15-15.15.
Dagskrá, skjámyndir og niðurstöður málstofa
10.00 -12.30 Erindi
- Setning: Helgi Grímsson, formaður Samtaka áhugafólks um skólaþróun.
- Ávarp: Jón Torfi Jónasson, forseti Menntavísindasviðs Háskóla Íslands.
- Dagvistun grunnskólabarna í fortíð og nútíð: Kolbrún Þ. Pálsdóttir, doktorsnemi við Menntavísindasvið HÍ.
- Framboð og starf tómstundaheimila: Valgerður Freyja Ágústsdóttir, sérfræðingur á hag– og upplýsingasviði Sambands íslenskra sveitarfélaga.
- Tómstundaheimilin frá sjónarhóli foreldra: Bryndís Haraldsdóttir, Heimili og skóla.
11:00-11:15 Kaffihlé – Skráning á málstofur
11.15-12.30 Af vettvangi
- Ragnheiður Gísladóttir, verkefnastjóri: Innra skipulag á frístundaheimilinu Vík í Reykjavík
- Anna María Snorradóttir, forstöðumaður Frístundar í Lundarskóla: Starf frístundar á Akureyri
- Margrét Halldórsdóttir, íþrótta-og tómstundafulltrúi: Starf dægradvalar á Ísafirði
- Eygló Rúnarsdóttir, formaður FFF: Kynning á Félagi fagfólks í frítímaþjónustu
- Þóra Melsted, deildarstjóri barnastarfs ÍTR í Gufunesbæ: Horft til framtíðar
12.30-13.15 Hádegishlé
13.15-14.15 Málstofur:
- Menntun starfsmanna: umsjón, Árni Guðmundsson aðjúnkt HÍ og Gísli Árni Ragnarsson, aðstoðarframkvæmdastjóri ÍTR
- Samstarf frístundaheimila og skóla: umsjón, Þorvaldur Guðjónsson, verkefnastjóri frístundaheimilisins Sólbúar og Guðbjörg Þórisdóttir, skólastjóri Breiðagerðisskóla
- Stefnumótun og stjórnun: umsjón, Helgi Grímsson, formaður samtaka áhugafólks um skólaþróun
- Skipulag á innra starfi: umsjón, Ragnheiður Gísladóttir verkefnastjóri hjá ÍTR
- Tómstundir fyrir öll börn: umsjón, Gerður Aagot Árnadóttir, formaður Þroskahjálpar
14.30-15.15 Pallborð og samantekt
- Árni Guðmundsson, Menntavísindasvið HÍ
- Valgerður Freyja Ágústsdóttir, stjórnmálafræðingur Samband íslenskra sveitarfélaga
- Bryndís Haraldsdóttir, formaður Heimilis og skóla
- Kolbrún Þ. Pálsdóttir, Menntavísindasvið HÍ
- Þóra Melsted, deildarstjóri barnastarfs ÍTR
- Eygló Rúnarsdóttir, formaður Félags fagfólks í frítímaþjónustu
Stjórnandi pallborðs: Ingvar Sigurgeirsson, prófessor við Menntavísindasvið HÍ
Ráðstefnan var haldin í samstarfi Samtaka áhugafólks um skólaþróun, Menntavísindasviðs HÍ, Íþrótta- og tómstundasviðs Reykjavíkurborgar, Sambands íslenskra sveitarfélaga og Heimilis og skóla. Ráðstefnustjóri var Árni Guðmundsson.
Kynningarveggspjald: https://notendur.hi.is/ingvars//SAS/Gaedi_eda_geymsla.pdf