Hegðun og samskipti í skólastarfi – 2009

Ársþingið var haldið í Sjálandsskóla 6. og 7. nóvember. Fjallað var um árangursríkar leiðir til að
fyrirbyggja eða taka á agavanda og eineltismálum og bæta samskipti og skólabrag. Um 170 manns sóttu
þingið.

Fyrri daginn kynntu átta aðilar verkefni sem tengdust þema þingsins: Aldís Yngvadóttir ritstjóri hjá Námsgagnastofnun gaf yfirlit um námsefni sem stofnunin hefur gefið út og tengist viðfangsefnum
þingsins. Bjarni Bjarnason verkefnisstjóri kynnti ART verkefnið á Suðurlandi. Guðrún Oddsdóttir
sálfræðingur fjallaði um hugræna atferlismeðferð. Guðlaug Erla Gunnarsdóttir skólastjóri kynnti
uppbyggingarstefnuna Uppeldi til ábyrgðar. Halldóra Magnúsdóttir aðstoðarskólastjóri sagði frá Bright
Start verkefninu. Margrét Sigmarsdóttir sálfræðingur greindi frá SMT – skólafærni fyrir leik –
og grunnskóla. Sigrún Aðalbjarnardóttir prófessor kynnti verkefnið Hlúð að félags
– og tilfinningaþroska. Loks fjallaði Sveinbjörn Kristjánsson verkefnisstjóri hjá Lýðheilsustöð um heilsueflandi skóla.

Seinni daginn gafst þinggestum möguleiki á að kynnast þessum verkefnum nánar
og þinginu lauk með sameiginlegum umræðum og aðalfundi Samtakanna.