Hvað má læra af rannsóknum á skólastarfi? – 2011 |
Samtök áhugafólks um skólaþróun og Rannsóknarstofa um þróun skólastarfs við Háskóla Íslands héldu ráðstefnu í húsakynnum Menntavísindasviðs við Stakkahlíð (Skriðu) 18.–19. nóvember 2011 undir yfirskriftinni
Hvað má læra af rannsóknum á skólastarfi? Ráðstefnustjórar: Steinunn Gestsdóttir dósent í þroskasálfræði og formaður Rannsóknarráðs Menntavísindasviðs HÍ og Gunnhildur Óskarsdóttir dósent í kennslufræði og náttúrufræðimenntun við Menntavísindasvið HÍ. Dagskrá Föstudagur 18. nóvember kl. 14.00–17.00 Amalía Björnsdóttir, Anna Kristín Sigurðardóttir, Börkur Hansen, Gerður G. Óskarsdóttir, Ingvar Sigurgeirsson, Kristín Jónsdóttir og Rúnar Sigþórsson: Starfshættir í grunnskólum í upphafi 21. aldar: Rannsóknarniðurstöður: Nám nemenda, þátttaka þeirra og rödd — Kennsluaðferðir — Námsumhverfi — Samstarf og samskipti — Forysta stjórnenda — Þátttaka foreldra — Viðhorf nemenda, foreldra, kennara og annars starfsfólks Málshefjendur kynntu fyrstu niðurstöður rannsóknarinnar Starfshættir í grunnskólum 2009–2011 sem er ein umfangsmesta rannsókn sem gerð hefur verið á grunnskólum hér á landi. Rannsóknin, sem er ætlað að gefa yfirsýn yfir núverandi starfshætti í íslenskum grunnskólum, náði til 20 grunnskóla og byggðist m.a. á yfirgripsmiklum spurningakönnunum, vettvangsathugunum og viðtölum sem náðu til nemenda, foreldra, kennara, stjórnenda og annars starfsfólks. Í rannsókninni var m.a. aflað upplýsinga um námsumhverfi, kennsluaðferðir, foreldrasamstarf, viðfangsefni og rödd nemenda, stjórnunarhætti, samskipti og viðhorf nemenda, foreldra og starfsmanna. Skjámyndir:
Laugardagur 19. nóvember kl. 9.30–13.00kristín Kristín Karlsdóttir lektor við Kennaradeild Háskóla Íslands: Hvað má læra af rannsóknum í leikskólum? Jón Torfi Jónasson prófessor og forseti Menntavísindasviðs Háskóla Íslands: Hvað og hvernig má læra af rannsóknum á starfi framhaldsskóla? Að loknum erindum, kl. 11.30-13.00, voru málstofur þar sem þátttakendur og rannsakendur ræddu saman um hvernig megi nætti rannsóknarniðurstöður: Hvað væri gagnlegt, umdeilt eða forvitnilegt og – síðast en ekki síst – hvort rannsóknir hefðu áhrif á þróun skólastarfs. Í málstofum um leik- og framhaldsskóla voru einnig kynntar fleiri rannsóknir. 1. Málstofa um rannsóknir á leikskólastigi (11.30-13.00) Hrönn Pálmadóttir lektor við Kennaradeild Háskóla Íslands: Yngstu leikskólabörnin – félagsleg samskipti og tengsl Í rannsókninni er varpað ljósi á upplifun leikskólabarna á aldrinum eins til þriggja ára, af félagslegum samskiptum og tengslum í leik. Jafnframt hvernig leikskólakennarar túlka og bregðast við samskiptum barnanna. Gagna var aflað með þátttökuathugunum og voru myndbandsupptökur meginaðferðin en auk þeirra voru skrifaðar vettvangsnótur og tekin viðtöl við leikskólakennara. Arna H. Jónsdóttir lektor við Kennaradeild Háskóla Íslands: Faglegt hlutverk og forysta leikskólakennara Hvernig sjá leikskólakennarar og stjórnendur, annað starfsfólk, foreldrar og fulltrúar rekstraraðila faglegt hlutverk og forystu leikskólakennara? Kynntur verður hluti niðurstaðna úr rannsókn í einu sveitarfélagi þar sem gögnum var safnað með rýnihópaviðtölum síðla árs 2009. Um suma þætti voru hagsmunaaðilar sammála en aðrir kölluðu á togstreitu og spennu. Gerð var grein fyrir þessum þáttum og hvaða áhrif þeir hefðu á faglega sjálfsmynd leikskólakennaranna. Kristín Norðdahl og Gunnhildur Óskarsdóttir lektorar við Kennnaradeild Háskóla Íslands: Gildi starfendarannsókna í leikskólastarfi Fjallað um starfendarannsóknir í leik- og grunnskólum með hliðsjón af verkefni sem nefnt er Á sömu leið sem beinist öðru fremur að því að mynda samfellu í námi barna milli leik- og grunnskóla. Málshefjendur byggðu á eigin reynslu af verkefnum af þessu tagi. Málstofustjóri: Lilja Kristjánsdóttir aðstoðarleikskólastjóri 2. Málstofur um rannsóknir á grunnskólastigi (11.30-13.00) 2.1. Hvað má læra af starfsháttarannsókninni um kennslu- og námsmatsaðferðir? 2.2. Nám, starfsandi og rödd nemenda 2.3. Námsumhverfi 21. aldar Rætt var um niðurstöður rannsóknarinnar Starfshættir í grunnskólum hvað varðar skólabyggingar og umhverfi í skólastofum. Meðal þess sem fjallað var um var viðhorf nemenda til námsumhverfisins, undirbúningur og hönnun skólabygginga, skipulag í skólastofum og einkenni nýrra skólabygginga. Umsjón: Anna Kristín Sigurðardóttir deildarforseti Kennaradeildar HÍ, Árný Inga Pálsdóttir skólastjóri Víkurskóla (og meistaranemi við HÍ) og Helgi Grímsson skólastjóri Sjálandsskóla í Garðabæ (og meistaranemi við HÍ). 2.4. Forysta og þróun í skólastarfi Á málstofunni var farið yfir helstu niðurstöður um sýn kennara á stjórnunarleg atriði í skólastarfi. Einnig voru kynntar fyrstu niðurstöður úr viðtölum við skólastjórnendur um leiðsögn við kennara um nám, kennslu og skólaþróun. Í málstofunni ræddu þátttakendur hvaða ályktanir mætti draga af niðurstöðunum og hvaða þýðingu þær hafi fyrir þróun skólastarfs. Umsjón: Börkur Hansen prófessor við HÍ og Steinunn Helga Lárusdóttir lektor við HÍ. 2.5. Upplýsingatækni í íslensku grunnskólastarfi Niðurstöður voru kynntar úr Starfsháttarannsókninni um nýtingu upplýsingatækninnar í námi og kennslu, á skólasöfnum og við stjórnun í þátttökuskólunum. Kynntar voru niðurstöður úr könnunum meðal nemenda og kennara, úr vettvangsathugunum í skólastofum og úr viðtölum við kennara. Einnig var greint frá niðurstöðum tveggja meistaraprófsverkefna. Bergþóra Þórhallsdóttir rannsakaði áhrif upplýsingatækni og rafrænnar stjórnsýslu á starf skólastjóra og Bryndís Ásta Böðvarsdóttir skoðaði notkun Mentors og innleiðingu á nýrri einingu í því kerfi. Enn fremur var sagt frá áhugaverðu frumkvöðlastarfi á unglingastigi sem fól í sér notkun Facebook. Skjámyndir
2.6. Viðhorf til skólastarfs – sjónarmið foreldra, nemenda, kennara og annars starfsfólks skóla Til umræðu var hlutdeild foreldra í skólastarfi og samanburður á viðhorfum foreldra og kennara. Gætir togstreitu? Einnig voru rædd nokkur álitamál og sjónarmið þeirra hópa sem rannsóknin nær til, m.a. um áherslur í skólastarfi og þau landslög að allir nemendur eigi rétt á að stunda nám í almennum grunnskóla, án aðgreiningar. Umsjón: Kristín Jónsdóttir lektor við HÍ og Amalía Björnsdóttir dósent við HÍ 3. Málstofa um rannsóknir á framhaldsskólanum (11.30-13.00) Gerður G. Óskarsdóttir forstöðumaður Rannsóknarstofu um þróun skólastarfs, HÍ: Innlit í kennslustofur í framhaldsskólum Sagt frá niðurstöðum rannsóknar á starfsháttum á fyrsta ári í níu framhaldsskólum (13 skóladagar, alls 60 klst). Lýst var flokkun kennsluhátta og sérstaklega dregið fram að hvaða marki nemendur virðast hafa áhrif á nám sitt, framgang þess og skipulag svo og ábyrgð þeirra á námi sínu. Guðrún Ragnarsdóttir, kennslustjóri bóknámsgreina Borgarholtsskóla: Starfsumhverfi framhaldsskólakennara með hliðsjón af lokaeinkunnum grunnskólanemenda! Guðrún rýndi í megindlega rannsókn sína um líðan og starfsumhverfi framhaldsskólakennara sem hún framkvæmdi á vorönn 2008 (N=901) og aftur á vorönn 2010 (N=892) og leitaðist við að svara spurningunni: Er starfsumhverfi og viðhorf framhaldsskólakennara annað í þeim skólum sem geta valið inn grunnskólanemendur á grunvelli hárra bóknámseinkunna heldur en í þeim sem ekki hafa jafnmikið val um nemendur? Kristjana Stella Blöndal, lektor við Félags- og mannvísindadeild HÍ: Góðum nemendum gengur oftast vel en hvað með hina? Mikil samfella virðist á milli námsgengis nemenda í grunnskóla og síðar í framhaldsskóla og í háskóla. Þeim nemendum sem gengur hvað best við lok grunnskóla gengur áfram vel í framhaldsskóla og í háskóla. Þeir fara beinu bóknámsbrautina í gegnum skólakerfið. Á hinn bóginn er ótrúlega stór hópur nemenda sem er í kringum meðallag við lok grunnskóla sem við getum mjög lítið spáð fyrir um. Sömuleiðis kemur á óvart það tiltölulega háa hlutfall nemenda sem skilaði hvað lökustum árangri sem samt virðist pluma sig í kerfinu. Hvaða lærdóm má draga af þessum niðurstöðum fyrir skólastarf? Málstofustjóri: Kristján Ari Arasson framhaldsskólakennari Skráningu á ráðstefnuna er lokið. Um 260 skráðu sig til þátttöku Ráðstefnugjald var kr. 3.000.- fyrir félagsmenn, en kr. 4000.- fyrir utanfélagsmenn. Hægt var að sækja ráðstefnuna aðeins annan daginn (hálft gjald). Ráðstefnugjald mátti greiða með því að leggja greiðslu inn á þennan reikning: 0323–26–002277, kt. 451205-0720 og senda tilkynningu um greiðslu á þetta netfang: ingvars@hi.is. |