Læsi er lykill

Þann 14. ágúst 2015 stóðu Samtök áhugafólks um skólaþróun fyrir ráðstefnu í Háskólabíó og Hagaskóla. Þemað var LÆSI ER LYKILL með áherslu á læsi og lesskilning á öllum aldursstigum, námssviðum og námsgreinum.

Þessir aðilar styrktu ráðstefnuna:

Háskóli Íslands – Hverfisráð Vesturbæjar – Mennta- og menningarmálaráðuneytið –  Skóla og frístundasvið Reykjavíkur – Skólastofan slf, rannsóknir og ráðgjöf.

Starfsfólk Hagaskóla átti frumkvæði að ráðstefnunni og tók virkan þátt í undirbúningi hennar og framkvæmd.

Dagskráin byggðist á aðalfyrirlestri, stuttum fyrirlestrum, kynningum, málstofum, vinnustofum og sýningum.

Ráðstefnustjóri: Brynja Baldursdóttir aðstoðarskólastjóri Hagaskóla.

Árdegisdagskrá var í Háskólabíó og hófst, kl. 9.00 með setningu Helga Grímssonar, formanns Samtaka áhugafólks um skólaþróun og aðalfyrirlestri Gerd Fredheim (sjá um hana hér). Gerd er norskur fræðimaður og rithöfundur og nefndi hún erindi sitt: Læsning i alle fag (Lestur í öllum námsgreinum).

Á eftir erindi Fredheim voru fjórir stuttir fyrirlestrar um leiðir til að efla læsi og lesskilning:

  • Gylfi Jón Gylfason fyrrv. fræðslustjóri í Reykjanesbæ ræddi hvernig lagður var grunnur að bættum lestrarárangri í skólum bæjarins

    Skjámyndir Gylfa Jóns, sjá hér

  • Fríða Bjarney Jónsdóttir verkefnastjóri hjá skóla- og frístundasviði Reykjavíkur fjallaði um þróun bernskulæsis og galdurinn við að kveikja áhuga allra barna á tungumálinu. Hún nefndi erindi sitt: Lesið í leik – mál og læsi leikskólabarna

    Skjámyndir (PP) Fríðu, sjá hér

  • Guðmundur Engilbertsson lektor við Háskólann á Akureyri fjallaði um leiðir til að efla lestur og lesskilning og nefndi erindi sitt Læsi og nám: Orð í tíma töluð!

    Skjámyndir Guðmundar, sjá hér

  • Ómar Magnússon aðstoðarskólastjóri í Hagaskóla sagði frá þróunarverkefni í skólanu sem beinist að eflingu læsis og þróun kennsluhátta í öllum námsgreinum (sjá nánar um verkefnið hér).

    Skjámyndir Ómars, sjá hér

Eftir hádegi (frá kl. 13.00-16.00) voru vinnustofur, málstofur, sýningar og kynningar af ýmsu tagi í Hagaskóla (nánari lýsingu er að finna hér). Hver þátttakandi gat valið að sitja tvær málstofur / vinnustofur. 

Eftirfarandi var á dagskrá:

1. Ingibjörg Auðunsdóttir sérfræðingur við Miðstöð skólarþóunar kynnir verkefnið Fágæti og furðuverk. Staður og tími: Salur, fyrri lota, 13.00-14.10  

2. Gerd Fredheim rithöfundur: Læsning i alle fag. Staður og tími: Stofa 21, fyrri lota, 13.00-14.10

3. Myndlæsi og menningarlæsi. Staður og tími: Stofa 23, fyrri lota, 13.00-14.10

  • Gunndís Ýr Finnbogadóttir, myndlistarmaður, deildarfulltrúa og aðjúnkt við Listkennsludeild Listaháskóla Íslands: Sjónræn samskipti: myndlæsi og myndlist Hvað þýðir það að lesa myndir og að hverju getur slíkt læsi gefið okkur aðgang?
  • Ásdís Spanó, myndlistarmaður, kennari í Tækniskólanum og verkefnastjóri myndlistardeild Listaháskóla Íslands fjallar um hvernig læsi á eigin menningu og annarra hefur áhrif á sjónræn samskipti og getu einstaklingsins til þess að lesa myndir

4. Birte Harksen, fagstjóri, Heilsuleikskólanum Urðarhóli, Sara Grímsdóttir, söngkona og GeirÞrúður Guðmundsdóttir, umsjónarkennari í Sjálandsskóla: Að efla læsi gegnum dans, tónlist, leiki og takt. Staður og tími: Stofa 2, fyrri lota, 13.00-14.10 / endurtekið á sama stað í seinni lotu kl. 14.30-15.40

5. Sköpun, ritun og lestur. Staður og tími: Salur, seinni lota, 14.30-15.40

  • Hjalti Halldórsson og Hrafnhildur Georgsdóttir, kennarar í Salaskóla, kynna verkefnið Skrifum saman 
  • Ása Helga Ragnarsdóttir, aðjúnkt við Kennaradeild Háskóla Íslands segir frá verkefni sem hún nefnir Að opna dyrnar fyrir læsi

6. Drekaklúbbur og fleiri leiðir til að efla áhuga á lestri. Staður og tími: Stofa 26, fyrri lota, 13.00-14.10

  • Vignir Ljósálfur Jónsson, bókasafnkennari í Laugarnesskóla: Drekameistari af 3. gráðu (verkefni til að glæða lestraráhuga)
  • Svanhildur Kr. Sverrisdóttir kennslufræðingur: Sköpunargleði og skáldsögur

7. Lestur í leikskólanum. Staður og tími: Stofa 6, fyrri lota, 13.00-14.10 endurtekið í seinni lotu á sama stað kl. 14.30-15.40

  • Bryndís Guðlaugsdóttir og Þórdís Birna Eyjólfsdóttir, leikskólanum Tjarnarási, Sólveig Reynisdóttir, Hraunvallaskóla og Alda Agnes Sveinsdóttir leikskólastjóri, leikskólanum Stekkjarási: Leikur að læsi
  • Hallfríður Snorradóttir, leikskólakennari, Garðaborg: Læsi í daglegu starfi 
  • Kristín Eiríksdóttir, leikskólastjóri, Heilsuleikskólanum Árbæ: Árangursríkt læsi í leikskólum Árborgar

8. Ásdís Hallgrímsdóttir kennari: Kynning á PALS (e. Peer-Assisted Learning  Strategies). Staður og tími: Stofa 25, fyrri lota, 13.00-14.10

9. María Sophusdóttir, verkefnastjóri í náttúrufræði í Melaskóla: Hugur og hönd – læsi í náttúrufræði.  Staður og tími: Stofa 19, fyrri lota, 13.00-14.10  

10. Svava Pétursdóttir, nýdoktor við HÍ, og Tryggvi Thayer, verkefnisstjóri MenntaMiðju: Málstofa um upplýsingalæsi. Staður og tími: Stofa 25, seinni lota, 14.30-15.40

11. Rósa Harðardóttir, skólasafnskennari við Langholtsskóla og stjórn Félags fagfólks á skólasöfnum: Skólasöfn – grunnstoðir læsis í skólum. Staður og tími: Stofa 26, seinni lota, 14.30-15.40

12. Kennarar í Hagaskóla kynna verkefni um læsi í öllum námsgreinum á unglingastigi. Staður og tími: Bókasafn, fyrri lota, 13.00-14.10 / endurtekið á sama stað í seinni lotu kl. 14.30-15.40

13. Marteinn Sigurgeirsson kennsluráðgjafi: Ljósmyndin sem kveikja að sögu og ljóði. Staður og tími: Stofa 19, seinni lota, 14.30-15.40

14. Guðmundur Engilbertsson, lektor við HA: Yndislestur og spennandi myndasögur. Staður og tími: Stofa 18, fyrri lota, 13.00-14.10

15. Anh Dao Katrín Tran doktorsnemi við Menntavísindasvið og Sigríður Ólafsdóttir kennari og doktorsnemi: Tvítyngi og læsi: Nám ungmenna af erlendum uppruna í íslenskum skólum frá tveim sjónarhornum. Staður og tími: Stofa 3, fyrri lota, 13.00-14.10 / endurtekið í seinni lotu á sama stað kl. 14.30-15.40

16. Drífa Gunnarsdóttir íslenskukennari á unglingastigi og deildarstjóri eldra stigs, Njarðvíkurskóla: Lestur og lesskilningur á unglingastigi. Staður og tími: Stofa 4, fyrri lota, 13.00-14.10 / endurtekið í seinni lotu á sama stað kl. 14.30-15.40

17. Jenný Gunnbjörnsdóttir og Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir sérfræðingar á Miðstöð skólaþróunar við Háskólann á Akureyr og Guðný Þóra Friðriksdóttir, deildarstjóri námsvers og Gísli Rúnar Konráðsson fagstjóri í íslensku í Garðaskóla: Læsi til náms – kynning á þróunarstarfi. Staður og tími: Stofa 18, seinni lota, 14.30-15.40

18. Ingvar Sigurgeirsson, prófessor við Kennaradeild Háskóla Íslands: Samræður til að efla orðaforða. Staður og tími: Stofa 8, fyrri lota, 13.00-14.10 / endurtekið í seinni lotu á sama stað kl. 14.30-15.40

19. Markviss lestrarstefna.

Staður og tími: Stofa 7, fyrri lota, 13.00-14.10 / endurtekið í seinni lotu á sama stað kl. 14.30-15.40

  • Auður Björgvinsdóttir verkefnisstjóri í Álftanesskóla: Leit að læsisstefnu
  • Þórdís H. Ólafsdóttir, kennsluráðgjafi hjá skólaþjónustu Árborgar: Nýjar áherslur í vinnu með læsi í grunnskólum Árborgar

20. Íris Róbertsdóttir kennari við Grunnskóla Vestmannaeyja: Stærðfræðilæsi: Hugtökin lifna við – af borði á gólf! Staður og tími: Stofa 24, fyrri lota, 13.00-14.10 / endurtekið í seinni lotu á sama stað kl. 14.30-15.40

21. Sigrún K. Ragnarsdóttir og Þóra Haraldsdóttir umsjónarkennarar á yngsta stigi í Kársnesskóla, Kópavogi kynna samþætt verkefni sem tengir saman Byrjendalæsi og söguaðferðina (e. story line). Staður og tími: Stofa 21, seinni lota, 14.30-15.40

Aðrar kynningar:

  • Kennarar við leikskólann Tjarnarsel kynna handbókina Orðaspjall. Að efla orðaforða og hlustunarskilning barna með bóklestri (sjá hér). Bókin var unnin í samvinnu við Rannsóknarstofu um þroska, mál og læsi við Menntavísindasvið Háskóla Íslands. Í bókinni er ítarlega sagt frá aðferðinni, gefin dæmi úr starfinu í Tjarnarseli og Hrafnhildur Ragnarsdóttir fjallar um málþroska á leikskólaárunum og mikilvægi hans fyrir alhliða þroska barna og velgengni í skóla.
  • Sérkennslusamlagið (samtök fjögurra sérkennara sem gefa út eigið námsefni) kynna handbækur og nemendabækur sem nýtast vel í byrjendakennslu, lestrar- og sérkennslu. Jafnframt eru kynntar lestrarbækur ætlaðar nemendum á efri stigum grunnskóla og í framhaldsskóla. Námsefnið er grundvallað á margra ára reynslu höfunda af kennslu nemenda sem standa höllum fæti í lestrarnámi.

Gerd Fredheim: Læsning í alla fag

Hvis man forstår det man læser, så bliver det i ens hjerne. Men hvis man ikke forstår hva man læser, så går det bare ind i den ene ende af hjernen og swoosh riktig hurtig ud af den anden ende.

Jake Schefler, 7. klasse
Elisabeth Arnbak. FAGLIG LÆSNING
– fra læseproces til læreproces

HVEM har ansvar for å undervise slik at eleven forstår det han leser i fagene, og HVORDAN bør det undervises for at mest mulig kunnskap skal blive i elevens hjerne?

Foredraget vi ta utgangspunkt i de tekstutfordringer barn og unge møter gjennom PISA-undersøkelsen, i sin skolehverdag og samfunnet for øvrig. Hvilken lesekompetanse behøver elevene for å forstå og hente ut informasjon fra disse tekstene? Spørsmålet vil bli belyst via forskningens fokus på betydningen av systematisk undervisning i læringsstrategier og leseforståelse – i alle fag og på alle klassetrinn.

Foredraget er klasseromsnært og det vil bli vist eleveksempler fra ulike trinn og fag.