Þann 14. ágúst 2008 efndu Samtök áhugafólks um skólaþróun til námstefnu um leiðir til að efla lesskilning.
Námstefnan, sem ætluð var kennurum og öðru skólafólki á öllum skólastigum, var haldin í Víðistaðaskóla í Hafnarfirði. Námstefnan var endurtekin (með breyttri dagskrá) á Akureyri 6. september í samvinnu við Skólaþróunarsvið Háskólans á Akureyri.
Auk fjölbreyttra fyrrlestra fjölluðu kennarar af öllum skólastigum um aðferðir og viðfangsefni sem henta til að efla lesskilning.