Lýðræði í skólastarfi – áhrif nemenda, foreldra, starfsfólks, annarra

Ársþing Samtakanna var haldið í Ingunnarskóla í Reykjavík 17.-18. nóvember 2006

Þingið hófst föstudaginn 17. nóvember með skráningu kl. 13.30.

Aðalfyrirlesari fyrri daginn var Gerður G. Óskarsdóttir. Erindi hennar bar heitið Draumurinn um lýðræðisskóla

Að loknu aðalerindi skiptust fulltrúar fyrstu þriggja skólastiganna á skoðunum um lýðræði og áhrif í skólastarfi:

(Ath. að hlekkir hér á eftir eru óuppfærðir)

Seinni dagurinn hófst kl. 9.30 á samræðu stjórnmálamannanna Illuga Gunnarssonar og Katrínar Jakobsdóttur þar sem þau veltu fyrir sér ýmsum hliðum á  hugmyndum um lýðræði í skólum!

Þá voru málstofur þar sem kynnt voru þróunarverkefni í skólum sem tengdust þema þingsins, auk þess voru málstofur þar sem fram fór umræða um ýmsar hliðar lýðræðis í skólastarfi.

Ráðstefnustjórar voru þau Ólafur H. Jóhannsson (KHÍ) og Sesselja Snævarr (Menntamálaráðuneytinu).

Nánar um dagskrá: Sjá á þessari slóð: https://notendur.hi.is/ingvars/Skolathroun/Dagskra_arsthings.doc

Þ