Ársþing Samtakanna var haldið í Ingunnarskóla í Reykjavík 17.-18. nóvember 2006
Þingið hófst föstudaginn 17. nóvember með skráningu kl. 13.30.
Aðalfyrirlesari fyrri daginn var Gerður G. Óskarsdóttir. Erindi hennar bar heitið Draumurinn um lýðræðisskóla
Að loknu aðalerindi skiptust fulltrúar fyrstu þriggja skólastiganna á skoðunum um lýðræði og áhrif í skólastarfi:
(Ath. að hlekkir hér á eftir eru óuppfærðir)
- Lýðræði í leikskólastarfi – Ragnheiður Kristinsdóttir foreldri við Leikskólann Mýri.
- Lýðræði í grunnskólastarfi – Helgi Grímsson skólastjóri Sjálandsskóla
- Lýðræði í framhaldsskólastarfi – Guðrún Sóley Gestsdóttir nemandi við Menntaskólann í Reykjavík
Seinni dagurinn hófst kl. 9.30 á samræðu stjórnmálamannanna Illuga Gunnarssonar og Katrínar Jakobsdóttur þar sem þau veltu fyrir sér ýmsum hliðum á hugmyndum um lýðræði í skólum!
Þá voru málstofur þar sem kynnt voru þróunarverkefni í skólum sem tengdust þema þingsins, auk þess voru málstofur þar sem fram fór umræða um ýmsar hliðar lýðræðis í skólastarfi.
- Anna Bára Pétursdóttir leikskólastjóri: Foreldrasamstarf á leikskólanum Jöklaborg
- Ellert Borgar Þorvaldsson skólastjóri: Ábyrgð og áhrif nemenda og foreldra í Ártúnsskóla
- Elín Thorarensen: Gengið í takt inn í framtíðina: Framtíðarsýn samtakanna Heimilis og skóla
- Arnór Benónýsson kennari við Framhaldsskólann Laugum: Sveigjanlegt námsumhverfi – Nemandinn í forgrunni (þróunarverkefni)
- Guðlaug Erla Gunnarsdóttir aðstoðarskólastjóri, Hildur Karlsdóttir kennari, Magni Hjálmarsson sérkennari og Sveinbjörn Markús Njálsson skólastjóri: Innleiðing lýðræðislegra starfshátta í Álftanesskóla út frá aðferðum Uppeldis til ábyrgðar
- Guðmundur Páll Ásgeirsson námstjóri við Iðnskólann í Rvík (skjámyndir sem Guðmundur studdist við), Hjalti Jón Sveinsson skólameistari VMA, Ingibjörg Auðunsdóttir kennsluráðgjafi við HA og formaður foreldrafélags VMA (skjámyndir Ingibjargar), Sindri Snær Einarsson nemandi við Iðnskólann í Rvík og fulltrúar frá Hagsmunaráði íslenskra framhaldsskólanema ræða um lýðræði og áhrif nemenda og foreldra í framhaldsskólum.
- Guðrún Bjarnadóttir aðjúnkt KHÍ: Leikskólastarf: Sjónarhorn barns
- Ingibjörg Kristleifsdóttir leikskólastjóri Leikskólanum Klömbrum: Kenndu þeim að hugsa!
- Ingibjörg Rafnar, umboðsmaður barna: Börn og lýðræði
- Ingunn Ríkharðsdóttir leikskólastjóri Garðaseli, Akranesi: Áhrif margra verða til góðs. Sagt frá starfinu í Leikskólanum Garðaseli á Akranesi
- Karl Frímannsson skólastjóri Hrafnagilsskóla og Hafsteinn Karlsson skólastjóri: „Skrautlýðræði grunnskólans?” Vangaveltur um lýðræði, valddreifingu og heimspeki
- Kristín Mar aðstoðarleikskólastjóri, Tinna Sigurðardóttir deildarstjóri og Unnur Jónsdóttir leikskólastjóri Leikskólanum Mýri: Foreldrarekinn leikskóli
- Lilja M. Jónsdóttir lektor KHÍ: „Það sem okkur langar að vita er …” Lýðræðislegir starfshættir – hvernig geta þeir verið?
- Margrét Eiríksdóttir og Sigrún Björnsdóttir grunnskólakennarar: Nemendalýðræði í Vogaskóla
- Margrét Pála Ólafsdóttir framkv.stjóri Hjallastefnunnar og Matthías Matthíasson þróunarstjóri: Tilraunir Hjallastefnunnar til námsmats þar sem félagsstyrkur og einstaklingshæfni er metið til jafns við lestur og stærðfræði
- Sesselja Hauksdóttir leikskólafulltrúi: Lýðræði í Leikskólum Kópavogs. Sagt frá þróunarverkefni þar sem leitast var við að efla lýðræði barnanna í leikskólanum
- Sesselja Snævarr deildarsérfræðingur í menntamálaráðuneytinu: Borgaravitund og lýðræði í skólastarf
- Sigrún Aðalbjarnardóttir prófessor HÍ: „Við vinnum með samfélag okkar í skólastofunni og teygjum þá vinnu út í samfélagið”: Að rækta borgaravitund nemenda
- Sjöfn Guðmundsdóttir formaður Félags lífsleiknikennara: Lífsleikni og lýðræði
- Stefán Jökulsson lektor við Kennaraháskóla Íslands stýrir umræðum um efnið: Lýðræði í skólastarfi: Hver eru og ættu að vera áhrif nemenda, foreldra og starfsfólks? Hversu langt er æskilegt eða hægt að ganga?
- Steinunn Bergmann, formaður foreldraráðs Hofsstaðaskóla: Lýðræðislegt skólastarf í Garðabæ
- Valgerður Halldórsdóttir félags- og námsráðgjafi MS: Jólaföndur í framhaldsskóla!? Um þróunarverkefnið Foreldranet.
- Þóroddur Helgason skólastjóri Grunnskóla Reyðarfjarðar: Samspil nemenda og starfsfólks í mótun lýðræðislegra starfshátta
Ráðstefnustjórar voru þau Ólafur H. Jóhannsson (KHÍ) og Sesselja Snævarr (Menntamálaráðuneytinu).
Nánar um dagskrá: Sjá á þessari slóð: https://notendur.hi.is/ingvars/Skolathroun/Dagskra_arsthings.doc
Þ |