Málörvun, læsi og fjöltyngi í fjölmenningarlegum skólum

14. apríl 2016 var haldin í Gerðubergi ráðstefna um farsælt skóla- og frístundastarf með fjölbreyttum barna- og nemendahópum í leik-, grunn- og framhaldsskólum. Megináhersla var á málörvun, læsi og fjöltyngi. Á ráðstefnunni voru kynntar niðurstöður rannsóknar um árangursríkt skólastarf með nemendum af erlendum uppruna í leik-, grunn, og framhaldsskólum á Norðurlöndunum:

Learning Spaces for Inclusion and Social Justice: Success Stories from Immigrant Students and School Communities in Four Nordic Countries.

Einnig voru kynningar á öðrum rannsóknum og þróunarverkefnum í skólum á Íslandi um árangursríkt skólastarf með fjölbreyttum hópum barna og nemenda þar sem áhersla er lögð á eflingu tungumála. Sjá hér.

Aðalfyrirlesarar á ráðstefnunni: Jim Cummins prófessor, University of Toronto, og Hanna Ragnarsdóttir prófessor, Menntavísindasviði Háskóla Íslands.

Jim Cummins nefndi fyrirlestur sinn Creating Learning Spaces for Inclusion and Social Justice: Reflections on Nordic and International Experiences. Sjá nánar um hann hér.

Hanna kallaði sinn fyrirlestur Farsælt skólastarf með ungum innflytjendum. Sjá um hann hér

Ráðstefnan var sérstaklega ætluð kennurum og starfsfólki á öllum skólastigum og starfsfólki í frístundastarfi en aðrir áhugasamir eru einnig velkomnir.

Að ráðstefnunni stóðu íslenski rannsóknarhópurinn í Learning Spaces verkefninu og Samtök áhugafólks um skólaþróun.

Ráðstefnan var að meginhluta á íslensku.

Keynote

Creating Learning Spaces for Inclusion and Social Justice: Reflections on Nordic and International Experiences

Jim Cummins

University of Toronto

The presentation will focus on three levels of policy implementation in the education of students from immigrant backgrounds: structural/societal, structural/educational, and interpersonal levels. Policies and practices at each level influence the nature of the learning spaces that immigrant-background students experience.

Structural/societal factors reflect societal policies and social realities over which educators have minimal control such as patterns of housing/school segregation or historical patterns of discrimination/racism. Structural/educational factors include aspects of the organization of schooling such as curriculum standards and textbooks, assessment/accountability provisions, ability grouping policies, and language-of-instruction mandates. Although educators within schools typically do not have direct influence over these policy mandates and school organizational structures, they do have the power, both individually and collectively, to resist or attempt to reduce the negative effects of policies and structures that they see as detrimental to their students’ academic progress. Interpersonal factors reflect the ways in which identities are negotiated directly in the interactions between teachers and students in schools. As an example, consider the very different messages communicated to immigrant-background students in a school that prohibits any use of students’ home languages in the classrooms or playground compared to a school that acknowledges students’ multilingualism as an intellectual and personal accomplishment.

Concrete examples of how educators in North America and Europe have shaped the learning spaces experienced by immigrant-background students in positive ways will be discussed. The presentation will conclude by presenting evidence-based action plans for promoting inclusion and social justice in schools characterized by linguistic and cultural diversity.

Fyrirlestur Hönnu Ragnarsdóttur
Farsælt skólastarf með ungum innflytjendum

Á Norðurlöndunum hefur fjölbreytileiki fólks hvað varðar m.a. uppruna, móðurmál, trúarbrögð og félags- og efnahagslega stöðu farið vaxandi undanfarin ár. Sem dæmi um þetta má nefna að á Íslandi hefur börnum með annað móðurmál en íslensku fjölgað jafnt og þétt á síðustu árum og eru þau nú um 11% allra leikskólabarna og 7,6% allra nemenda í grunnskólum. Vaxandi margbreytileiki nemenda- og kennarahópa í skólum gefur tækifæri til endurskoðunar og þróunar nýrra áherslna.

Í erindinu verður fjallað um rannsókn sem gerð var árin 2013-2015 og sem ber heitið Learning Spaces for Inclusion and Social Justice: Success Stories from Immigrant Students and School Communities in Four Nordic Countries. Íslenska heitið er Námsrými menntunar án aðgreiningar og félagslegs réttlætis: Sögur um velgengni nemenda af erlendum uppruna og skóla á fjórum Norðurlöndum. Meginmarkmið verkefnisins var að öðlast skilning á reynslu nemenda af erlendum uppruna í leik-, grunn- og framhaldsskólum í Finnlandi, á Íslandi, í Noregi og Svíþjóð sem átt hafa náms- og félagslegri velgengni að fagna og að kanna hvernig félagslegt réttlæti birtist í skólastarfi og öðru námsrými sem byggir á margbreytileika og hefur jafnrétti að leiðarljósi. Rannsóknin náði til 27 skóla í löndunum fjórum. Fjallað verður í stuttu máli um umgjörð verkefnisins á Norðurlöndunum, fræðilegan bakgrunn, aðdraganda verkefnisins og meginniðurstöður frá öllum skólastigunum. Niðurstöðurnar leiða í ljós fjölda áhugaverðra þátta í skólastarfi í löndunum fjórum. Ýmsir þættir eru áþekkir milli landanna og innan þeirra, en einnig er að finna marga ólíka fleti á skólastarfinu. Loks verður fjallað í stuttu máli um hvernig nýta má niðurstöður rannsóknarinnar í þróun skóla á Norðurlöndunum.

Málstofudagskrá – sjá nánar um einstakar málstofur undir töflunni

Málstofur 13-14.30
Leikskólar

A-salur

Íris Guðrún Sigurðardóttir og Vilborg Guðný Valgeirsdóttir. Leikskólanum Vallarseli: Þróunarverkefni /Máltaka tvítyngdra barna og fjölmenning í leikskólanum Vallarseli

Nichole Leigh Mosty, Leikskólanum Ösp: Leikskólasamfélag fyrir alla

Ingibjörg Jónsdóttir og Þórunn Katla Tómasdóttir, Leikskólanum Gefnarborg: Brú milli tungumála

 

Grunnskólar

G-salur

Elísa Kristmannsdóttir og Ólöf Aðalheiður Elíasdóttir, Grunnskóla Vestmannaeyja: Lesum við sama borð

Joanna Ewa Dominiczak, Trappa ehf / Grunnskóli Vesturbyggðar: Íslenska sem annað mál. Fjarkennsla í Vesturbyggð-þróunarverkefni

Ása Helga Ragnarsdóttir og Hafdís Guðjónsdóttir, Menntavísindasviði Háskóla Íslands: Efling sjálfsmyndar og félagsfærni nýbúa í gegnum leiklist

 

Grunnskólar
SÍSL – verkefnið
B-salur
Hulda Karen Daníelsdóttir, Þjónustumiðstöð Miðborgar og Hlíða: Kynning á SÍSL verkefninuKatrín Ósk Þorbergsdóttir og Ísar Logi Sigurþórsson, Brúarskóla í Reykjavík: Klárlega uppáhalds tímarnir okkarKristín Svanhildur Ólafsdóttir, Varmárskóla í Mosfellsbæ og Ásdís Hallgrímsdóttir, Ölduselsskóla í Reykjavík: K-PALS og PALS fyrir 2.-6. bekk eru hagnýt verkfæri í skóla án aðgreiningar

Borghildur Sigurðardóttir, Réttarholtsskóla í Reykjavík: „Sól rís sól sest“

 

  Leikskólar

Lágholt

Rebekka Jónsdóttir, Leikskólanum Múlaborg: Fjölmenning í leikskólanum Múlaborg

Saga Stephensen, Leikskólandum Miðborg: Töfrandi tungumál

Drífa Þórarinsdóttir, leikskólarnir Krílakoti og Kátakoti á Dalvík: LAP ( Linguistically appropriate practice)

 

 

 

Málstofur 15-16.00
Leikskólar

A-salur

 

Gyða Guðmundsdóttir og Sigurlaug Vigdís Einarsdóttir, Leikskólanum Holt: Börn eru fyrst og fremst börn, svo kemur allt annað

 

Aðalheiður Stefánsdóttir, Leikskólanum Reynisholti: Að lesa og leika list er góð

 

 

Framhaldsskólar

G-salur

Guðlaug Kjartansdóttir, Tækniskólanum – skóla atvinnulífsins: Nýbúabraut Tækniskólans

Valgerður Garðarsdóttir, Menntaskólanum við Hamrahlíð: Til jafns við aðra, stuðningur við nemendur af erlendum uppruna í íslenskum framhaldsskóla

Grunnskólar

B-salur

Sigríður Ólafsdóttir, Menntavísindasviði Háskóla Íslands: Að klífa íslenskan menntastiga alveg upp á topp og blómstra alla leið: Sóknarfæri í menntun nemenda með íslensku sem annað mál

Renata Emilsson Peskova, Menntavísindasviði Háskóla Íslands: Móðurmálskennsla í félagslegu og fræðilegu samhengi

 

Hulda Karen Daníelsdóttir, Þjónustumiðstöð Miðborgar og Hlíða: Þekking, reynsla og innsæi leiddu mig hingað

 

Grunnskólar, frístundastarf o.fl.

Lágholt

Aleksandra Chlipala, verkefnisstjóri í fjölmenningu í Kampi Frístundamiðstöð: Intercultural leisure centres? Perspective of parents of children of foreign origin

Donata Honkowicz Bukowska og Caio Namur Milreu, Álfhólsskóla: Ferðalag á milli menningarheima í námi og félagslegri aðlögun

Halla Jónsdóttir, Menntavísindasviði, Háskóla Íslands: Þátttaka og virkni allra í skólastarfi

 

 

Sjá nánar hér um málstofurnar:

Aðalheiður Stefánsdóttir, Leikskólanum Reynisholti

Að lesa og leika list er góð

Þróunarverkefnið Að lesa og leika list er góð miðar að því að efla orðaforða og málnotkun barna í gegnum hlutverkaleik og að efla foreldrasamvinnu. Verkefnið spannar tvö ár, fyrra árið verður augum sérstaklega beint að tvítyngdum börnum og foreldrum þeirra.

Ingibjörg Jónsdóttir og Þórunn Katla Tómasdóttir, Leikskólanum Gefnarborg

Brú milli tungumála

Verkefnið Brú milli tungumála hefur það markmið að styrkja máltöku og læsi barna af erlendum uppruna.  Stuðla að því að börn af erlendum uppruna verði sem best tilbúin til að takast á við íslenska skólagöngu. Styðja við og aðstoða erlenda foreldra í stuðningshlutverki sínu varðandi máltöku og læsi barna á íslensku. Verkefnið felur í sér að nota spjaldtölvur til málörvunar og læsisþróunar á öllum deildum leikskólans.

Aleksandra Chlipala, verkefnisstjóri í fjölmenningu í Kampi Frístundamiðstöð

Intercultural leisure centres? Perspective of parents of children of foreign origin

What do parents of children of foreign origin think about us and our work in leisure centres (frístundaheimili)? How do they assess our openness for children from other cultures? What helps them and their children? Have they or their children faced discrimination in leisure centre? What are practical conclusions from research that we can use in our everyday work?

Data from research ‘Evaluation of leisure centres in Kampur Frístundamiðstöð in terms of multiculturalism. Perspective of parents of children of foreign origin’ will be presented. Research funded by skóla- og frístundaráðs Reykjavíkur.

Ása Helga Ragnarsdóttir og Hafdís Guðjónsdóttir, Menntavísindasviði Háskóla Íslands

Efling sjálfsmyndar og félagsfærni nýbúa í gegnum leiklist

Jákvæð sjálfsmynd nemanda í skóla getur haft áhrif á frammistöðu hans (Baumeister o.fl., 2003:11). Sjálfsmynd einstaklingsins byggist meðal annars upp í samskiptum við aðra og felst í sjálfsvirðingu og sjálfsöryggi. Jákvæð sjálfsmynd er grundvöllur náms og þess að móta og viðhalda góðri félagslegri og tilfinningalegri líðan. Barn með góða sjálfsmynd er, að mati Baumeisters o.fl. (2003:11) líklegra til að ná hámarksárangri og mynda góð tengsl en barn sem hefur slaka sjálfsmynd. Að þróa með nemendum jákvæða sjálfsmynd og félagsfærni þannig að þeir geti átt góð samskipti við aðra, er væntanlega eitt af höfuðviðfangsefnum kennara. Börn með jákvæða sjálfsmynd og félagsfærni eru líklegri til að eiga frumkvæði að samskiptum, viðhalda þeim og aðlaga sig að breyttum aðstæðum.

Ýmislegt bendir til að kennsluaðferðir leiklistar geti hjálpað til við að efla tilfinningalega og félagslega færni nemenda sem eru að læra nýtt tungumál. Erindið byggir á niðurstöðum starfendarannsóknar sem var framkvæmd í einum af grunnskólum landsins og var tilgangur og meginmarkmið að skilja og öðlast þekkingu á hvort og hvernig kennsluaðferðir leiklistar geti nýst við kennslu tvítyngdra unglinga. Lagt var upp með rannsóknarspurninguna: Geta kennsluaðferðir leiklistar haft áhrif á þátttöku og orðaforða tvítyngdra unglinga í grunnskólum? Þátttakendur voru kennari, kennaranemi og fjórir nemendur í sama grunnskóla á höfuðborgarsvæðinu, haustmisserið 2014. Í niðurstöðum rannsóknarinnar kom m.a. fram að kennsluaðferðir leiklistar geta aukið orðaforða tvítyngdra unglinga, en þær efla ekki síður sjálfsmynd þeirra.

Í erindinu verða kynntar kennsluðaðferðir leiklistar sem miðils til að vinna með börnum í tvítyngdu umhverfi. Þátttakendum mun gefast kostur á því að kynnast kennsluaðferðum leiklistar á rauntíma með því að taka þátt í verklegri kennslu þar sem kennsluaðferðir leiklistar verða notaðar.

Borghildur Sigurðardóttir, Réttarholtsskóla í Reykjavík

„Sól rís sól sest“

Ekkert verður lesið nema það hafi verið skrifað fyrst. Hvað er það í rituðu máli sem hvetur þann sem les til að lesa áfram? Geta allir lært að skrifa texta sem hefur áhrif á þann sem les?
6+1 vídd ritunar er verkfæri til að kenna og æfa ritun út frá þeim grunnþáttum sem leikir og lærðir eru sammála um að skipti máli fyrir lestur ritverka.

Donata Honkowicz Bukowska og Caio Namur Milreu, Álfhólsskóla

Ferðalag á milli menningarheima í námi og félagslegri aðlögun

Reynsla kennara í Álfhólsskóla af kennslu með nemendur af erlendum uppruna á öllum aldursstigum.

Brúarsmíði á milli menningarheima jafnt í námi, sem og í félagslegri aðlögun. Flytjendur sjálfir eru af erlendum uppruna þeir flétta inn sina reynslu sem nýir íslendingar í leik og í starfi.

Drífa Þórarinsdóttir, leikskólarnir Krílakoti og Kátakoti á Dalvík

LAP ( Linguistically appropriate practice)

Dalvíkurbyggð er fjölmenningarsamfélaa og í leikskólunum Krílakoti og Kátakoti eru töluð 10 tungumál. Unnið hefur verið makvisst að því að efla fjölmenningarlegt skólastarf á síðustu árum með gerð fjölmenningarstefnu og vinnslu verkefna með foreldrum, s.s. söguskjóðugerð sem vakið hefur athygli. Skólastjórnendur sóttu ráðstefnu um fjölmenningarlega menntun í Toronto í Kanada í október 2014 og kynntust þá bókinni LAP (Linguistically, appropriate practice). Prófessor Roma Chumak—Horbatsch (höfundur) hefur síðustu ár verið að gera rannsókn á notkun á LAP, hvernig og hvort aðferðin bæti fjölmenningarlegt skólastarf, efli tvítyngi og þátttöku fjölskyldna í samfélaginu. Roma hefur sýnt fram á að áhugi kennara og notkun á aðferðum LAP leiðir til betri námsárangurs og betri líðanar tvítyngdra barna og hefur jákvæð áhrif á skólabrag og samskipti heimilis og skóla. Við ákváðum veturinn 2015 að slá til og fara í samstarf við Romu þar sem við töldum LAP vera góða viðbót við okkar góða starf. Markmiðið með LAP er að styðja betur við tungumál barna og foreldra, að öll tungumál séu sýnileg og gert hátt undir höfði í skólanum og í tengslum við heimilin. Að ýta undir að börn tengi sitt tungumál við íslenskuna og þar af leiðandi verði sterkari í málnotkun á báðum tungumálum. Að ýta undir virkt tvítyngi með þátttöku foreldra svo að fjölskyldan verði sterkari og betur undirbúin til að taka þátt í samfélaginu, láti sig varða það sem er að gerast og hafa árhif.

Elísa Kristmannsdóttir og Ólöf Aðalheiður Elíasdóttir, Grunnskóla Vestmannaeyja

Lesum við sama borð

Samstarfsverkefni Grunnskólans í Vestmannaeyjum, Bæjarbókasafnsins, Rauða Krossins og Framhaldsskólans í Vestmannaeyjum. Allir nemendur þurfa aðstoð við heimalestur og heimanám. Erlendir nemendur hafa ekki setið við sama borð þar og því langaði okkur að koma til móts við þá. Komum af stað samstarfi ofangreindra aðila og ruddum verkefninu úr vör nú í upphafi árs. Erlendir nemendur skólans fá nú tækifæri til að mæta á Bæjarbókasafnið þrisvar sinnum í viku og fá aðstoð með heimalestur og annað heimanám. Sjálfboðaliðar frá Rauða Krossinum  og nemendur úr Framhaldsskólanum aðstoða krakkana. Foreldrar eru hvattir til að mæta með krökkunum á bókasafnið og kynna sér það sem þar er í boði. Kynningarfundur var haldinn fyrir foreldra þar sem verkefnið var kynnt ásamt stefnum í skólanum, Framtíðarsýn og áherslur á læsi og stærðfræði í skólastarfi Vestmannaeyjarbæjar sem og þjóðarsáttmála í læsi. Verkefnið hefur farið mjög vel af stað.

Guðlaug Kjartansdóttir, Tækniskólanum – skóla atvinnulífsins

Nýbúabraut Tækniskólans

Sagt verður frá upphafi nýbúabrautar Tækniskólans (áður Iðnskólans í Reykjavík) þar sem fyrsti vísir að kennslu í íslensku fyrir erlenda nemendur í framhaldsskóla hófst árið 1993. Brautin  hefur vaxið og þróast á 22 ½ ári frá því að vera 4 kest. á viku fyrir lítinn, en mjög blandaðan, hóp yfir í það að vera fullt, getuskipt fjögurra anna nám. Þá mun ég einnig segja frá skólanámskrá nýbúabrautarinnar sem var í mótun í mörg ár, en sem tilraunakennt hefur verið eftir frá árinu 2014.

Gyða Guðmundsdóttir og Sigurlaug Vigdís Einarsdóttir, Leikskólanum Holti

Börn eru fyrst og fremst börn, svo kemur allt annað

Við munum segja frá því hvernig við vinnum með barnahópinn okkar. Í Holti er mikil fjölmenning en hjá okkur eru 74 börn af 100 af erlendum uppruna og 15 starfsmenn af 30. Við erum með tvö hús og skiptum börnunum niður eftir aldri. Við leggjum áherslu á leikinn og horfum til Pen Green hvað varðar foreldrasamstarf. Í fyrirlestrinum verður fjallað um hugmyndafræði Holts, gildi, foreldrasamstarfi og námskrá í mál og læsi.

Halla Jónsdóttir, Menntavísindasviði, Háskóla Íslands

Þátttaka og virkni allra í skólastarfi

Hið lýðræðislega samfélag krefst virkni og því þátttöku allra. Þetta á jafnt við um skólann (öll skólastig) og samfélagið í heild. Til þess að við getum talað um lýðræðislegt skólastarf, þurfum við að tala um þátttöku og virkni ekki aðeins kennara, starfsfólks eða stjórnenda heldur einnig allra nemenda og foreldra. Í samskiptum erum við að þjálfa hinar lýðræðislegu dygðir eins og virðingu fyri öðrum, hugrekki, víðsýni og samkennd (Lindström, 2000). Hér verða nefnd dæmi um að það sem huga þarf að og forðast í daglegu starfi og samskiptun í skólanum svo að börn og ungmenni með annað móðurmál en íslensku og foreldrar þeirra séu fullgildir þáttakendur í skólastarfinu. John Dewey (1958) sagði „ Af öllu því sem á sér stað eru samskiptin það stórkostlegasta.“ Menntun á sér stað í samræðu nemenda, allra nemenda, samræðu sem byggir á reynslu og skapar nýja reynslu.

Hulda Karen Daníelsdóttir, Þjónustumiðstöð Miðborgar og Hlíða

Kynning á SÍSL verkefninu

Fjallað verður um kennsluaðferðirnar sem SÍSL verkefnið hefur innleitt í íslenskt skólakerfi undanfarin sjö ár, en allar voru þær valdar á forsendum þarfa nemenda í skóla án aðgreiningar og ekki síst þeirra sem læra íslensku sem annað tungumál.

Hulda Karen Daníelsdóttir, Þjónustumiðstöð Miðborgar og Hlíða

Þekking, reynsla og innsæi leiddu mig hingað

Hulda Karen Daníelsdóttir hefur unnið sem kennsluráðgjafi og verkefnastjóri í íslensku sem öðru tungumáli og fjölmenningu sl. 15 ár. Í erindinu fjallar hún um reynslu sína og hvernig hún leiddi til verkefna sem hún hefur átt frumkvæði að og stýrt.

Íris Guðrún Sigurðardóttir og Vilborg Guðný Valgeirsdóttir. Leikskólanum Vallarseli:

Þróunarverkefni /Máltaka tvítyngdra barna og fjölmenning í leikskólanum Vallarseli

Í leikskólanum Vallarseli hefur börnum með annað móðurmál (báðir foreldra af erlendum uppruna) fjölgað jafnt og þétt, auk þeirra barna sem hafa annað foreldrið af erlendum uppruna. Það er nauðsynlegt að leikskólinn sé virkur þátttakandi í því samfélagi sem við búum í á hverjum tíma og hafi áhrif þar á. Leikskólinn Vallarsel hefur um árabil kallað eftir einhversskonar úrræðum fyrir fjöltyngd börn. Umsókn í Þróunarsjóð Akraneskaupsstaðar vegna þessa verkefnis var send inn og var samþykkt á vordögum 2015.

Markmið verkefnisins :

  • að efla starfshætti í leikskólanum Vallarseli er snúa að fjölmenningarlegu skólastarfi enn frekar
  • að bjóða upp á fjölbreytt viðfangsefni og starfshætti til að koma til móts við mismunandi námsþarfir ólíkra barna og stuðla að alhliða þroska, velferð og menntun hvers og eins
  • að auka færni starfsfólks leikskólans í að vinna með nemendum með annað móðurmál en íslensku þannig að þau eflist í virku tvítyngi
  • að efla samstarf við foreldra barna með annað móðurmál en íslensku

Joanna Ewa Dominiczak, Trappa ehf / Grunnskóli Vesturbyggðar

Íslenska sem annað mál. Fjarkennsla í Vesturbyggð-þróunarverkefni

Nýtt þróunarverkefni í fjarkennslu í íslensku sem öðru máli á vegum Tröppu verður kynnt. Nánar verður fjallað um skipulag kennslunnar, markmið, áherslur, námsárangur og tækifæri nemenda.

Katrín Ósk Þorbergsdóttir og Ísar Logi Sigurþórsson, Brúarskóla í Reykjavík

Klárlega uppáhalds tímarnir okkar

Nemendur í Brúarskóla byrjuðu í PALS stærðfræði í lok september. Kennararnir bundu þó nokkrar vonir við aðferðina og hefur árangurinn ekki látið á sér standa og farið langt fram úr þeirra björtustu vonum. Í erindinu verður fjallað um reynslu kennaranna af stærðfræði PALS.

Kristín Svanhildur Ólafsdóttir, Varmárskóla í Mosfellsbæ og Ásdís Hallgrímsdóttir, Ölduselsskóla í Reykjavík

K-PALS og PALS fyrir 2.-6. bekk eru hagnýt verkfæri í skóla án aðgreiningar

Í erindinu fjallar Kristín um íslenskar rannsóknir á K-PALS aðferðum og reynslu sína af því að nota K-PALS með leik- og grunnskólabörnum. Ásdís sem er ein af þeim fyrstu sem tileinkuðu sér PALS lestraraðferðina hér á landi, hefur kennt á fjölmörgum PALS námskeiðum fyrir 2.-6. bekk. Í erindinu fjallar hún um reynslu sína af PALS.

Nichole Leigh Mosty, Leikskólanum Ösp:

Leikskólasamfélag fyrir alla

Í Leikskólanum Ösp vinnum við með mjög fjölbreytir barnahóp. Okkar börn eru fyrst og fremst félagsleg fyrirbæri sem við berum ábyrgð á að sinna með metnaði menntun og uppeldi í nánu samstarfi við foreldra þeirra. Okkar samfélag er með u.þ.b. 80% fjölskyldna með annað móðurmál en íslensku, fjölskyldur með mismundandi félagslegan bakgrunn, fjölskyldur með margskonar þekkingu, getu, reynslu og áhuga. Við leitumst við að mæta öllum þar sem þeir er staðsettir í lífinu og veita þem stuðning við að tengjast stærra samfélagi og undirbúa börn fyrir það stóra námssamfélag sem þau eigi eftir að umgangast.

Rebekka Jónsdóttir, Leikskólanum Múlaborg

Fjölmenning í leikskólanum Múlaborg

Fyrirlestur og myndir þar sem sýnt er hvernig unnið er með málörvun á Múlaborg. Á Múlaborg er fjölbreyttur hópur barna. Sýnt er í máli og myndum hvernig unnið er að því að efla samskipti og skilning barnsins á umhverfinu.

Renata Emilsson Peskova, Menntavísindasviði Háskóla Íslands

Móðurmálskennsla í félagslegu og fræðilegu samhengi

Víða um heim, jafnt sem á Íslandi, hefur móðurmálskennsla tekið stakkaskiptum á undaförnum áratugum (Arnbjörnsdóttir, 2007, Cummins, 2014; Kenner, 2004; Thomas & Collier, 2003; Trifonas & Aravossitas, 2014). Rannsóknir á sviði annarsmálsfræða, fjölmenningarfræða og sálfræði  ítreka mikilvægi móðurmáls fyrir fjöltyngd börn bæði félagslega og námslega og setja það í samhengi við lestur, akademískan árangur, sjálfsmynd og virka þátttöku í samfélaginu.

Móðurmálskennsla á vegum Móðurmáls – samtaka um tvítyngi – hefur breyst frá foreldrareknu áhugastarfi í átt að viðurkenndri starfsemi sem hefur merkingu bæði fyrir fjölskyldur, samfélagið og skólakerfi. Móðurmálskennsla á vegum samtakanna Móðurmáls stendur utan skólakerfisins en lykilhlutverki gegna móðurmálskennarar.

Í fyrirlestrinum verður sagt frá niðurstöðum rannsóknarinnar „Viðhorf móðurmálskennara til móðurmálskennslu“ sem framkvæmd var sumarið 2015. Greint frá hollustu og metnaði móðurmálskennara og félagslegu hlutverki þeirra, en einnig kerfisbundinni gagnrýni þeirra.

Rannsóknin beinir sjónum að séreinkennum móðurmálskennslu og varpar ljósi á ýmsar fræðilegar og félagslegar vísbendingar. Niðurstöðurnar gefa til kynna að með enn frekari stuðningi og samtali á milli fagaðila gæti hugsanlegur ávinningur móðurmálskennslu orðið mun markvissari.
Saga Stephensen, Leikskólandum Miðborg

Töfrandi tungumál

Á leikskólanum Miðborg er barna- og foreldrahópurinn afar fjölbreyttur en tæp 50% barnanna hafa önnur móðurmál en íslensku og tungumálin eru um 20 talsins. Unnið er að því að þróa fjölmenningarlega stefnu þar sem heimamenning og skólamenning fléttast saman og þar sem móðurmál barnanna er virkjað sem brú yfir í íslensku. Áhersla er lögð á íslensku sem annað mál, bernskulæsi og stuðning við þróun móðurmáls allra barna, bæði þeirra sem eiga íslensku að móðurmáli og tví/fjöltyngdra barna. Gott samstarf við foreldra er lykilatriði og því er unnið að því að efla foreldrasamstarf og gera foreldrum og börnum grein fyrir mikilvægi móðurmálsins í náms- og þroskaferli barnsins.

Sigríður Ólafsdóttir, Menntavísindasviði Háskóla Íslands

Að klífa íslenskan menntastiga alveg upp á topp og blómstra alla leið: Sóknarfæri í menntun nemenda með íslensku sem annað mál

Niðurstöður doktorsrannsóknarinnar Þróun orðaforða og lesskilnings íslenskra grunnskólanema sem eiga annað móðurmál en íslensku.

Farsælt námsgengi byggist að verulegu leyti á færni nemenda í að afla sér þekkingar í gegnum lestur og að tjá hugsanir sínar og kunnáttu í rituðu máli. Hlutverk skólasamfélagsins er að tryggja öllum nemendum viðunandi kennslu og þjálfun til að öðlast slíka færni. Megintilgangur doktorsrannsóknarinnar var að skoða þróun íslensks orðaforða og lesskilnings grunnskólanema með íslensku sem annað mál og tengsl á milli þessara færniþátta. Þá var könnuð færni barnanna í að tjá hugmyndir sínar í ritun og færa rök fyrir þeim og hvort mætti tengja hana við orðaforða þeirra. Niðurstöður sýna að nauðsynlegt er að leggja aukna áherslu á markvissa elfingu íslensks orðaforða sem rannsóknin leiðir í ljós að er undirstaða lesskilnings og ritunarfærni. Meiri og markvissari áhersla á íslenskukennslu, sem leiðir til reglulegra framfara, er lóð á vogarskál til að efla sjálstraust og námsgleði nemenda með íslensku sem annað mál og gefur þeim möguleika til áframhaldandi náms.

  • Glærur Sigríðar (þátttakendur í málstofunni geta fengið þær senda með því að senda erindi um það til ritara; skolastofan(hjá)skolastofan.is)

Valgerður Garðarsdóttir, Menntaskólanum við Hamrahlíð:

Til jafns við aðra, stuðningur við nemendur af erlendum uppruna í íslenskum framhaldsskóla

Á undanförnum árum hefur nemendum af erlendum uppruna verið boðið upp á heimavinnuaðstoð í Menntaskólanum við Hamrahlíð. Nemendurnir eru bæði fyrstu og annarrar kynslóðar innflytjendur. Reynslan hefur sýnt að nemendurnir leita aðallega eftir aðstoð við íslensku, sem er í flestum fögum skólans, og að lesa í íslenska menningu og samfélag þar sem þeir hafa ekki sömu bakgrunnsþekkingu og reynslu og samnemendur þeirra. Það hefur sýnt sig að fyrir suma nemendurna er enska einnig hindrun. Innflytjendurnir sækja alla tíma eins og aðrir nemendur skólans. Það eru ekki eru sérstakir áfangar í boði fyrir þá að því undanskildu að þeir geta valið að læra íslensku sem annað mál í stað hefðbundinnar íslensku.

Nánar um námskeiðið
Námskeið með Learning Spaces hóp

Námskeiðið hefst í stofu H-204 með sameiginlegri umfjöllun um nokkur grundvallarhugtök í Learning Spaces verkefninu, svo sem félagslegt réttlæti, námsrými o.fl. Velt verður upp spurningum um hvað þessi hugtök merkja í starfi kennara á mismunandi skólastigum.

Námskeiðinu verður síðan skipt upp eftir skólastigum:

Leikskólar. Stofa H-204

Í leikskólahluta námskeiðins verður sagt í stuttu máli frá helstu niðurstöðum úr rannsóknum í þeim þremur leikskólum sem tóku þátt á Íslandi. Að því loknu verða tekin fyrir þrjú þemu; foreldrasamstarf, samskipti við börn og færni kennara til að vinna með fjölbreytta menningu og tungumál. Tekin verða stutt sýnishorn úr nokkrum viðtölum og vettvangsathugunum sem þátttakendur á námskeiðinu ígrunda og skoða með hvaða hætti þeir geta nýtt þá þekkingu til að þróa eigin vinnubrögð.

Grunnskólar og framhaldsskólar. Stofa H-209

Grunnskólahluti námskeiðsins snýst um framkvæmd þar sem þátttakendur fá tækifæri til að vera virkir og prófa þær hugmyndir sem rannsóknarteymið sá í þeim þremur grunnskólum sem tóku þátt í LSP verkefninu.  Unnið verður með hugmyndir um námsrými og skóla án aðgreiningar í gegnum sögugerð, greiningu á auðlindum þátttakenda og samvirkt nám. Markmiðið með námskeiðinu er að þátttakendur endurskoði og ígrundi með hvaða hætti þeir geti nýtt þá þekkingu til að þróa eigin vinnubrögð.

Í framhaldsskólahluta námskeiðins verður sagt í stuttu máli frá helstu niðurstöðum úr rannsóknum í þeim þremur framhaldsskólum sem tóku þátt. Að því loknu verða tekin dæmi um árangursríka kennslu nemenda með annað tungumál en íslensku og kennarar vinna í hópum og ræða um álitamál sem birtust í rannsóknargögnum. Kennarar ígrunda eigin vinnubrögð og ræða saman um árangursríkar lausnir og vinnubrögð.