Námstefna um vettvangsnám og útikennslu
í Flataskóla í Garðabæ (og úti í náttúrunni!) 13.-14. ágúst
Á morgnana báða dagana voru kynningar á áhugaverðum skólaþróunarverkefnum sem snerta útinám og -kennslu.
Meðal dagskráratriða má nefna:
- Auður Pálsdóttir og Jakob Frímann Magnússon, Kennaraháskóla Íslands, fjölluðu um útikennslu / útinám í skólastarfi
- Ólafur Oddsson, Skógrækt Reykjavíkur, sagði frá skólaþróunarverkefninu Lesið í skóginn
- Ingibjörg Stefánsdóttir, Leikskólanum Álfheimum og Anna Borg, Leikskólanum Norðurbergi, fjölluðu um útinám í leikskólastarfi
- Fjallað var um Náttúruskóla Reykjavíkur – stöðu hans og framtíðarsýn
- Guðmundur Finnbogason, Norðlingaskóla, sagði frá hugmyndum um útieldun í heimilisfræði
- Kennarar við Álftanesskóli kynntu rannsóknarverkefni um margæsir
- Kennarar við Selásskóla fjölluðu um endurvinnslu og útkennslu
- Ólafur Loftsson, formaður Kennarasambands Íslands, fjallaði um útilíf, valfag á unglingastigi
- Kristín Einarsdóttir, Smáraskóla, fjallaði um verkefnið Á ferð
- Fjallað var um stöðu og framtíðarsýn náms og kennslu í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum
- Hrafnhildur Sævarsdóttir, Sjálandsskóla, fjallaði um útikennslu í íþróttum
- Guðríður Dóra Halldórsdóttir, Húsaskóla, sagði frá hugmyndum um útinám sem sóttar hafa verið til Tékklands
Eftir hádegi báða dagana voru vettvangsferðir að vali þátttakenda. Þessar ferðir voru undirbúnar:
- Í Katlagil undir leiðsögn kennara í Laugarnesskóla en þar er 50 ára reynsla af útikennslu.
- Björnslundur við Norðlingaskóla heimsóttur undir leiðsögn kennara við skólann.
- Jarðfræðiferð að Búrfelli og í Búrfellsgjá með Valdimar Helgasyni aðstoðarskólastjóra Ölduselsskóla.
- Starfsfólk Sjálandsskóla leiðbeindi um vettvangsnám við og á Arnarnesvogi (þar sem m.a. gafst kostur á kajaksiglingu).
- Heimsókn í Fjölskyldu- og húsdýragarðinn þar sem leiðbeint var um fjölbreytt verkefni.
Námstefnugjald var kr. 3.500.- fyrir félagsmenn og kr. 5000 fyrir utanfélagsmenn. Til að halda kostnaði í lágmarki var miðað við að ferðir væru farnar á einkabílum og að ráðstefnugestir sjái sér fyrir hádegismat og ferðanesti. Kaffi var á boðstólum á báða morgnana.