Ársþing Samtaka áhugafólks um skólaþróun var haldið í Framhaldsskólanum í Mosfellsbæ 7.-8.
nóvember 2014. Þema þingsins var: Nemendur – þátttakendur eða þiggjendur? Þingið hófst með
þrem aðalerindum föstudaginn 7. nóvember: Tæplega 120 þátttakendur sóttu þingið.
- Birgir Jónsson og V. Svala Kristinsdóttir, kennarar í Framhaldsskólanum í Mosfellsbæ: „ …
getur þú ekki bara sagt mér hvað ég á að gera?“ – Raunverulegt val nemenda? - Ragnar Þór Pétursson, sérfræðingur hjá Skema: „Söngnæm börn og falskur kennari.“ –
Prjónað við hundrað ára gamla hugleiðingu um hlutverk barna í eigin námi - Þrúður Hjelm, skólastjóri Krikaskóla „Akkuru?“
Að loknum aðalerindum var pallborð með þátttöku nemenda. Fjórir framhaldsskólanemar ræddu
viðhorf sín til þess hvenær þeir voru þátttakendur og hvenær þiggjendur í námi. Þátttakendur voru
Iva Marín Adrichem, MH, Unnur Snorradóttir, FB, Sigurður Einar Jónsson, TÍ, og Unnur Lárusdóttir VÍ.
Að pallborði var gengið um húsakynni FMOS og móttaka í boði samtakanna þar sem erindi dagsins
voru brotin til mergjar!
Laugardagurinn 8. nóvember hófst á pallborði fræðimanna. Dr. Gerður G. Óskarsdóttir,
forstöðumaður Rannsóknarstofu um þróun skólastarfs, dr. Kolbrún Þorbjörg Pálsdóttir lektor við
Menntavísindasvið Háskóla Íslands, Kristín Dýrfjörð, dósent við Háskólann á Akueyri og Valgerður S.
Bjarnadóttir, doktorsnemi og framhaldsskólakennari ræddu ráðstefnuþemað. Stjórnandi var Margrét
Pála Ólafsdóttir, höfundur Hjallastefnunna
Að pallborðsumræðum loknum var dagurinn helgaður málstofum þar sem kennarar deildu reynslu
sinni af skólastarfi þar sem virk þátttaka nemenda í námi og starfi hefur verið sett í öndvegi.