Nú er vetur úr bæ – Stóri leikskóladagurinn – 2011

Nú er vetur úr bæ – Stóri leikskóladagurinn 2011

Föstudaginn, 27. maí var STÓRI leikskóladagurinn haldinn hátíðlegur í húsnæði Menntavísindasviðs við Stakkahlíð (áður Kennaraháskóli Íslands).

Dagskrá

Fyrirlestrar

Kl. 10:00 – 10:30 Heimspeki og tónlist
Íris Sigurðardóttir og Aðalheiður Þráinsdóttir deildarstjórar Vallarseli á
Akranesi

Kl. 11:00 – 11:30 Viðhorf foreldra til leikskólabyrjunar barna þeirra
Marta Sigurðardóttir, RannUng.

Kl. 13:00 – 13:30 Enn ein skóflan
Arnar Yngvason, deildarstjóri í leikskólanum Iðavelli á Akureyri.

Kl. 14:00 – 14:30 Dagur í Vesturbergi
Brynja Aðalbergsdóttir, leikskólastjóri Vesturbergi í Hafnarfirði.

Kynningar

 • Austurborg, Gullborg, Hof, Nóaborg og Ösp: Mosaic Mat með þátttöku barna
 • Brekkuborg: Ungir og aldnir í Grafarvogi. Samstarf elstu barnanna í Brekkuborg við dagdeildina á Eir
 • Dalskóli: Myndlistarverk sem hafa orðið til í smiðjum vetrarins
 • Drafnarborg: Samstarf við Myndlistarskóla Reykjavíkur
 • Garðaborg: Barnasáttmálinn. Gaman Saman – Razem Razniej. Pólskir dagar í leikskólanum
 • Gullborg: Tilfinningabókin mín. Samstarfsverkefni heimilis og leikskóla sem þróaðist í kjölfar samvinnuverkefnis við
  Blátt áfram
 • Hamrar: Einstaklingsáætlanir og Söguaðferðin. Samvinnuverkefni við Víkurskóla með elstu börnunum í leikskólanum.
 • Hálsakot og Steinahlíð: Vestnorrænt samstarf. Samstarf leikskóla á Íslandi, í Færeyjum og á Grænlandi.
 • Holtaborg: Skúlptúrar úr skyrdollum
 • Klambrar: Dvd – myndefni
 • Laufskálar: Matsgögn fyrir mat á skólastarfi veturinn 2010-2011. Foreldrasamstarf. Kynning á ferðamöppu. Stöðvavinna. Nokkur góð ráð úr eldhúsinu
 • Leikskólaskrifstofa: Fjölskylda og leikskóli – Handbók um samstarf. Í handbókinni, sem kom út 2010, er sett fram sýn á það sem einkenna ætti foreldrasamstarf í leikskólum Reykjavíkurborgar. Útdráttur, ætlaður foreldrum, hefur verið unninn úr handbókinni og þýddur á sjö tungumál.
 • Leikskólaskrifstofa: Sérkennslustefna Leikskólasviðs Reykjavíkurþ Sérkennslustefna Leikskólasviðs var endurskoðuð og samþykkt í leikskólaráði 2009. Áhersla er lögð á að leikskólar vinni samkvæmt hugmyndafræði náms án aðgreiningar og snemmtækrar íhlutunar.
 • Leikskólaskrifstofa: Að efla sjálfsmynd og félagsfærni í leik- og grunnskólum. Gátlistinn er ætlaður til notkunar í daglegu starfi leikskólakennarans til að skoða sjálfsmynd og félagsfærni barns og /eða hópa. Markmiðið er að listinn nýtist við markmiðssetningu og verði hafður til hliðsjónar við foreldraviðtöl, gerð einstaklingsáætlana eða umsagna.
 • Leikskólaskrifstofa: Sjálfsmat í leikskóla, Barnið í Brennidepli. Barnið i Brennidepli er sjálfsmatsaðferð sem hjálpar leikskólum við að meta gæði uppeldis- og menntastarf leikskólans. Lykilþættirnir eru: námskrá , þroski og
  framfarir barnsins, nám í gegnum leikinn, stuðningur við börn og fjölskyldur, vinnusiðfræði leikskólans, námsumhverfi og stjórnun.
 • Leikskólaskrifstofa: Stefna og starfsáætlun Leikskólasviðs Reykjavíkurborgar 2011
 • Njálsborg: Skákverkefni. Skráningarmöppur.
 • Nóaborg: Söngur leikskólabarna á útisvæði við matsal kl. 10:50
 • Sjónarhóll: Ævintýri og sögur
 • Sólborg: Teymisvinna vegna áhersluþátta starfsáætlunar. Dísa Döff táknmálstengill Skólavefsins. Upplýsingasíða um táknmálskennslu fyrir börn og unglinga.
 • Sólhlíð: Leikskólinn heim. Tilraunaverkefni í tengslum við krabbameinsjúkt barn. Kvikmynd/hljóðverkefni.
 • Stakkaborg: Söngur leikskólabarna á útisvæði við matsal kl. 10:40. Þjóðlegir leikir og sögur. Comeníusarverkefni.
 • Sæborg: Söngur leikskólabarna á útisvæði við matsal kl. 13:40. Uppgötvunarnám með yngstu börnum leikskólans.
  Veggspjöld, ljósmyndir og skráningar, sem sýna börnin í uppgötvunar- og rannsóknarnámi með leir, málningu og ljós og skugga. Opinn efniviður. DVD diskur með hljóði, sem sýnir börn sem fædd eru árið 2007 í skapandi starfi með
  opinn efnivið.
 • Vinagerði: Stærðfræði og umhverfismennt. Skóladagatal og árstíðahringur.
 • Ægisborg: Einhverfa í Ægisborg – Sundur og saman. Spennandi leiðir í samvinnu.

Að deginum stóðu Leikskólasvið Reykjavíkurborgar, Samtök áhugafólks um skólaþróun, RannUng (Rannsóknarstofa í menntunarfræðum ungra barna) og Menntavísindasvið Háskóla Íslands.

Scroll to Top