Ágústráðstefna Samtaka áhugafólks um skólaþróun verður í Ingunnarskóla 14. ágúst 2012. Ráðstefnan er haldin í samvinnu við mennta- og menningarmálaráðuneytið. Rúmlega 400 hafa skráð sig.
Á ráðstefnunni verða kynntar þær breytingar sem boðaðar eru í nýrri Aðalnámskrá fyrir grunnskóla. Fulltrúar þeirra starfshópa sem unnið hafa að köflum um námssvið kynna þær áherslur sem lagðar hafa verið. Þátttakendum gefst í málstofum tækifæri til að ræða við námskrárhöfundana. Dagskrá 9.00-9.15 Kaffi og skráning 9.15-9.25 Ólafur H. Jóhannsson: Hvað einkennir nýja aðalnámskrá? 9.25-10.15 Kynnt verða þessi námssvið: Íslenska (Guðmundur B. Kristmundsson), stærðfræði (Jónína Vala Kristinsdóttir og Kristjana Skúladóttir), erlend mál (Auður Torfadóttir) og list og verkgreinar (Kristín Valsdóttir). 10.15-10.25 Kaffi 10.25-11.15 Kynnt verða þessi námssvið: Náttúrugreinar (Allyson Macdonald), samfélagsgreinar (Páll Skúlason), íþróttir (Kári Jónsson) og upplýsinga- og tæknimennt (Siggerður Ólöf Sigurðardóttir og Sólveig Friðriksdóttir). 11.15-11. 30 Hlé 11.30-12.00 Þóra Björk Jónsdóttir: Námsmat í nýrri námskrá 12.00-12.40 Hádegishlé 12.40-13.40 Málstofur: Fulltrúar námssviðanna átta kynna megináherslur, ræða þær við þátttakendur og svara fyrirspurnum. 13.40-13.50 Hlé (kaffi) 13.50-14.50 Málstofur endurteknar Fullbókað er á ráðstefnuna. |
Ráðstefnugjald kr. 1500.- fyrir félagsmenn og kr. 2000.- fyrir utanfélagsmenn.