Anna Kristín Sigurðardóttir aks(hja)hi.is er prófessor við Menntavísindasvið Háskóla Íslands og formaður námsbrautar um menntastjórnun og matsfræði. Hún er með B.Ed.-gráðu í grunnskólakennslu og M.Ed.-gráðu frá Kennaraháskóla Íslands í sérkennslu. Doktorsgráðu lauk hún frá Háskólanum í Exeter 2006 á sviði skólaþróunar og menntastjórnunar. Rannsóknarsvið hennar tengjast menntastjórnun og menntaumbótum, faglegu lærdómssamfélagi og námsumhverfi skóla í tengslum við nám og kennslu.
Hermína Gunnþórsdóttir (hermina(hja)unak.is) er prófessor við Háskólann á Akureyri. Hún er með B.A.-próf í íslensku og uppeldis- og kennslufræði frá Háskóla Íslands, meistarapróf frá Kennaraháskóla Íslands (2003) og doktorspróf frá Háskóla Íslands (2014). Hún hefur starfað við leik-, grunn- og framhaldsskóla. Helstu viðfangsefni hennar í kennslu og rannsóknum eru skóli og nám án aðgreiningar, fjölmenning og nám, félagslegt réttlæti í menntun, fötlunarfræði, menntastefna og framkvæmd.