Að ráðstefnunni stóðu Félag um starfendarannsóknir og Samtök áhugafólks um skólaþróun. Á ráðstefnunni voru kynnt dæmi um starfendarannsóknir og efnt til hópvinnu og umræðna um ýmsa þætti starfendarannsókna, svo sem ígrundun, dagbókarskrif, samræður og hlutverk bandamanna.
Fyrirlesarar voru Guðlaug Ragnarsdóttir, framhaldsskólakennari í matvælagreinum við Menntaskólann í Kópavogi og Fjóla Kristín Helgadóttir, deildarstjóri eldri deildar við Oddeyrarskóla á Akureyri. Þóra Víkingsdóttir fagstjóri í líffræði við Menntaskólann við Sund og Sigurrós Erlingsdóttir kennslustjóri Menntaskólans við Sund stýrðu hópvinnu og umræðum.