Skapandi skólastarf! Dagskrá fyrir unglingastigs- og framhaldsskólakennara í Fjölbrautaskólanum við Ármúla, 5. og 6. apríl 2013

Dagskráin var haldin í samvinnu við Menntavísindasvið Háskóla Íslands, Samtök sálfræði- og uppeldisfræðikennara og Félag félagsfræðikennara í framhaldsskólum.

Föstudagurinn 5. apríl
Kl. 14:00-15.00

Jack Zevin, prófessor við Queens College í New York:
Think About Teaching Creatively: In the Box – Out of the Box and Off the Walls

Fyrirlesturinn fer fram á ensku: A discussion of key methods to engage student attention, and move them from lower to higher order thinking. Skills would be demonstrated with the assistance of the audience to illustrate the lecture, and materials provided for a range of subjects. Strategies for building higher level thinking skills and designing curriculum will be offered for discussion and questions. The locus of investigation will move from teachers to pupils by engineering groups, structuring lessons, and provoking comment.

Jack Zevin er prófessor í kennslu samfélagsgreina við Queens College í New York. Hann var framhaldsskólakennari í Chicago en sem kennslufræðingur hefur hann sérhæft sig í leitaraðferðum í kennslu. Zevin hefur skrifað fjölda greina og bóka en þær kunnustu eru Social Studies for the 21st Century, Teaching World History as Mystery og Teaching on a Tightrope: The Diverse Roles of a Great Teacher.

15.00­–15.20 Kaffihlé

15:20–16.30 Málstofur:

  1. Anton Már Gylfason:  Nýsköpun á stúdentsprófsbrautum í Borgarholtsskóla

Árið 2012 var Borgarholtsskóla veittur styrkur úr Sprotasjóði til þess að vinna að verkefni sem nefnt var Frumkvöðlar í Borgarholtsskóla. Skyldi verkið unnið á tveimur skólaárum. Þegar var hafist handa við að móta hugmyndir um hvernig nýsköpunar- og frumkvöðlanámi yrði best komið fyrir innan ramma tiltölulega hefðbundins bóknáms á framhaldsskólastigi. Ekki eru öll kurl komin til grafar og hefur verkefnið tekið ýmsar kollsteypur á leiðinni – nú síðast með aðkomu Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands og Háskólans í Reykjavík að menntun kennara.

Skjásýning Antons

  1. Lára Stefánsdóttir: Tröllaskagi – Skapandi skóli: Frumkvæði – sköpun – áræði

Menntaskólinn á Tröllaskaga var stofnsettur haustið 2010 og starfar samkvæmt nýrri námskrá. Einkunnarorð skólans eru: Frumkvæði – sköpun –  áræði sem er útfært á fjölbreyttan hátt í öllu starfi skólans. Lögð er áhersla á að nemendur og starfsmenn

  • sýni frumkvæði í störfum sínum
  • komi með hugmyndir að viðfangsefnum og útfæri þau
  • séu skapandi í starfi.
  • sýni áræði með því að fara ekki bara troðnar slóðir heldur útfæri verk á annan hátt en hefðbundið er

Sýnd verða verkefni og viðfangsefni sem tengjast þessum atriðum.

  1. Gréta Mjöll Bjarnadóttir/Þór Elís Pálsson: Nýsköpunarbraut í Ármúla

Með styrk úr Sprotasjóði hefur verið unnið að stofnun nýsköpunarbrautar við Fjölbrautaskólann við Ármúla með undirtitlinum: Listir, hönnun og margmiðlun. Auk nýsköpunarinnar eru helstu markmið brautarinnar að minnka brottfall og hlúa að fjölbreytni í skólastarfi og námsleiðum fyrir nemendur. Heimsóttir hafa veriðframhaldsskólar í fjölmörgum löndum sem leggja áherslu á listgreinakennslu, nýsköpun í skólastarfi og nýja kennsluhætti. Þá er FÁ einn fjögurra framhaldsskóla þar sem til stendur að grunnnám í kvikmyndagerð geti farið fram. Lögð er áhersla á að starfstengja námið sem mun m.a. veita nemendum viss atvinnuréttindi. Kynntar verða helstu niðurstöður og ávinningur af starfinu til þessa og hvað er framundan.

Skjásýning Grétu og Þórs

Laugardagur, 6. apríl, kl. 10:00–14:00: Vinnustofa um leitarnámsaðferðir
Leiðbeinandi: Jack Zevin

Ath. (14. mars) að fullbókað er á vinnustofuna

Vinnustofan fer fram á ensku: The workshop will be a ‘hands-on’ program of historical and social studies problems designed for classroom conversation and solution. Some will use artifacts, art, music, and literature, while others will focus on primary and secondary sources to investigate. Students/Teachers will play roles as historical detectives in trying to make sense of evidence and by developing interpretations to share with classmates and colleagues. Feedback will be expected from the audience and questions will be welcomed on any and all aspects of inquiry methods by the speaker(s).

Gögn sem vísað var til:

Mystery Island: http://www.uen.org/Lessonplan/preview.cgi?LPid=502

Um Tlaloc: http://en.wikipedia.org/wiki/Tlaloc

John Zorn: http://en.wikipedia.org/wiki/John_Zorn

Gamelan: http://en.wikipedia.org/wiki/Gamelan

Edgard Varèse: http://en.wikipedia.org/wiki/Edgard_Var%C3%A8se

Ellis Island: http://en.wikipedia.org/wiki/Ellis_Island

Þátttökugjald:

Félagsmenn: 2.000 kr. dagurinn eða 3.000 kr. báðir dagarnir.
Utanfélagsmenn: 2.500 kr. dagurinn og 4.000 kr. báðir dagarnir.

Markhópur: Framhaldsskólakennarar og kennarar á unglingastigi í grunnskólum.

Skráningargjald:

Félagsmenn: 2.000 kr. dagurinn (eða 3.000 kr. báðir dagarnir).
Utanfélagsmenn: 2.500 kr. dagurinn (og 4.000 kr. báðir dagarnir.)

 

Scroll to Top