Snjallt skólastarf – möguleikar og áskoranir nýrrar tækni

Þann 14. ágúst 2019 héldu Samtök áhugafólks um skólaþróun ágústráðstefnu sína í samstarfi við RANNUM. Þar var snjalltæknin til skoðunar, möguleikar hennar, áskoranir og sóknarfæri. Yfirskrift ráðstefnunnar var: Snjallt skólastarf – möguleikar og áskoranir nýrrar tækni. 

Ráðstefnan var haldin í húsakynnum Menntavísindasviðs (áður Kennaraháskóli Íslands).

Auk erinda var á ráðstefnunni boðið upp á málstofur, kynningar, hugarflugsfundi, vinnustofur, auk menntabúða sem efnt var til síðdegis. Menntabúðirnar voru haldnar í samstarfi við Nýskipunarmiðstöð menntamála í Reykjavík og UT-torg. Sjá um menntabúðirnar hér.

Ráðstefnan hófst kl. 9.00 með ávarpi Kolbrúnar Pálsdóttur forseta Menntavísindasviðs. Dagskráin stóð til 15.00 – og menntabúðirnar til kl. 17.00 (sjá nánar hér).

Ráðstefnustjóri: Ragnar Þór Pétursson formaður Kennarasambands Íslands

Aðalerindi fluttu:

Björn Gunnlaugsson aðstoðarskólastjóri Laugarnesskóla

Fjóla Þorvaldsdóttir leikskólasérkennari, Leikskólanum Álfaheiði

Hjálmar Árnason, Keili

Ingvi Hrannar Ómarsson kennsluráðgjafi

Sigrún Svafa Ólafsdóttir kennari og kennsluráðgjafi hjá Keili

Þorbjörg Þorsteinsdóttir verkefnisstjóri hjá Nýsköpunarmiðju menntamála í Reykjavík

Vinnu- og málstofur:

Dagskrá ráðstefnunnar

Þátttakendur

 

Myndin er fengin af heimasíðu heilsuleikskólans Krógabóls á Akureyri


Í tengslum við ráðstefnuna flytur dr. Jennifer Rowsell, prófessor við Háskólann í Bristol, fyrirlestur í Skriðu (Menntavísindaviði Háskóla Íslands) þann 13. águst, kl. 15.00. Fyrirlesturinn nefnir hún Feeling Smart & Being Digital: Embracing the possibilities of digital pedagogy in challenging times (Verum snjöll: Tökum tækifærum upplýsingatækni í skólastarfi opnum örmum á ögrandi tímum).

Sjá nánar hér

Sérstök skráning er á fyrirlesturinn, sjá hér

Stefnt er að því að senda fyrirlesturinn út. Slóðin er þessi:

https://hi.cloud.panopto.eu/Panopto/Pages/Viewer.aspx?id=2d92f443-c895-417d-b4f2-aaa200c5b8b2

Scroll to Top