Þann 14. ágúst 2019 héldu Samtök áhugafólks um skólaþróun ágústráðstefnu sína í samstarfi við RANNUM. Þar var snjalltæknin til skoðunar, möguleikar hennar, áskoranir og sóknarfæri. Yfirskrift ráðstefnunnar var: Snjallt skólastarf – möguleikar og áskoranir nýrrar tækni.
Ráðstefnan var haldin í húsakynnum Menntavísindasviðs (áður Kennaraháskóli Íslands).
Auk erinda var á ráðstefnunni boðið upp á málstofur, kynningar, hugarflugsfundi, vinnustofur, auk menntabúða sem efnt var til síðdegis. Menntabúðirnar voru haldnar í samstarfi við Nýskipunarmiðstöð menntamála í Reykjavík og UT-torg. Sjá um menntabúðirnar hér.
Ráðstefnan hófst kl. 9.00 með ávarpi Kolbrúnar Pálsdóttur forseta Menntavísindasviðs. Dagskráin stóð til 15.00 – og menntabúðirnar til kl. 17.00 (sjá nánar hér).
Ráðstefnustjóri: Ragnar Þór Pétursson formaður Kennarasambands Íslands
Aðalerindi fluttu:
- Björn Gunnlaugsson: Innleiðing spjaldtölva í grunnskólum Kópavogs. Hvernig tókst til?
- Fjóla Þorvaldsdóttir: Snjalltæknin og leikskólinn
- Hjálmar Árnason og Sigrún Svafa Ólafsdóttir: Flippaðu eða farðu! Reynslusaga af vendinámi
- Ingvi Hrannar Ómarsson: Snjallt skólastarf: Möguleikar og áskoranir nýrrar tækni
- Þorbjörg Þorsteinsdóttir: Leiðarlykill um stafræna hæfni snjallra kennara
|
|
|
|
|
|
Vinnu- og málstofur:
- Allir snjallir í Kópavogi. Snjallteymið í Kópavogi sagði frá hvernig spjaldtölvur hafa nýst í námi og kennslu síðustu fjögur árin og í seinni hluta vinnustofunnar fengu þátttakendur að spreyta sig á snjöllum verkefnum.
- Álfhildur Leifsdóttir grunnskólakennari við Árskóla fjallaði um ávinning af tækni í skólastarfi, bæði fyrir nemendur og kennara.
- Björgvin Ívar Guðbrandsson, Dögg Lára Sigurgeirsdóttir og Hjalti Halldórsson, kennarar í Langholtsskóla fjölluðu um hvernig þau nota snjalltækni í námi nemenda á unglingastigi.
- Eyþór Máni Steinarsson, verkefnastjóri Skema í HR: Forritun sem þverfaglegt kennslutól.
- Hanna Ólafsdóttir og Rannveig Þorkelsdóttir: Sköpun í stafrænum heimi og hvað svo? Tilgangur snjalltækja í listgreinum.
- Mariya Belan enskukennari í unglingadeild, Álfheiður Ingólfsdóttir íslenskukennari í unglingadeild, Tinna Ástrún Grétarsdóttir og Heiða Bjarnadóttir umsjónakennarar í 4. bekk sögðu frá því hvernig kennarar í Sæmundarskóla nota „Google for education“ („Classroomið“) til að skipuleggja nám nemenda.
- Ólafur Schram: Spjaldtölvur og sköpun í tónmenntakennslu
- Salvör Gissurardóttir: Opið menntaefni og snjalltækni.
- Sirrý Hrönn Haraldsdóttir og Valgerður Ósk Steinbergsdóttir, kennarar í Sæmundarskóla sögðu frá hvernig þær einstaklingsmiða fyrir nemendur með ýmsum leiðum, meðal annars með Kami, Voice to Text og Read Aloud í gegnum Google for Education (sjá hér: www.kamiapp.com).
- Svava Pétursdóttir: Stafræn borgaravitund.
- Svava Pétursdóttir, Ásgerður Helga Guðmundsdóttir og Soffía Óladóttir: Snjalltækni í kennslu náttúrugreina.
- UT teymið í Hafnarfirði (Bjarndís Fjóla Jónsdóttir, Berglind Þórisdóttir, Guðrún Björg Halldórsdóttir, Hildur Ásta Viggósdóttir, Helga Magnúsdóttir, Helgi S. Karlsson og Vilborg Sveinsdóttir, sjá hér) kynntu þemaverkefnið Snjalli skólinn minn. Auk þess að kynna verkefnið, hugmyndina og framkvæmdina voru settar upp nokkrar stöðvar svo þátttakendur gætu betur glöggvað sig á viðfangsefnunum.
- Vexa hópurinn kynnti hugmyndafræði Snillismiðja (e. Makerspace), fræðslu – og upplýsingagáttina Snillismiðjur og fræðsludagskrá sína 2019-2020. Einnig fengu þátttakendur verkefni að leysa og taka þátt í umræðum.
- Tinna Sigurðardóttir: Er fjarþjónusta leið til að jafna aðstöðu nemenda í skólum hér á landi?
- Tryggvi Thayer: Framtíð menntunar á Íslandi.
Myndin er fengin af heimasíðu heilsuleikskólans Krógabóls á Akureyri
![]() |
![]() |
![]() |
![]() |
Í tengslum við ráðstefnuna flytur dr. Jennifer Rowsell, prófessor við Háskólann í Bristol, fyrirlestur í Skriðu (Menntavísindaviði Háskóla Íslands) þann 13. águst, kl. 15.00. Fyrirlesturinn nefnir hún Feeling Smart & Being Digital: Embracing the possibilities of digital pedagogy in challenging times (Verum snjöll: Tökum tækifærum upplýsingatækni í skólastarfi opnum örmum á ögrandi tímum).
Sérstök skráning er á fyrirlesturinn, sjá hér
Stefnt er að því að senda fyrirlesturinn út. Slóðin er þessi:
https://hi.cloud.panopto.eu/Panopto/Pages/Viewer.aspx?id=2d92f443-c895-417d-b4f2-aaa200c5b8b2