Er Er fjarþjónusta leið til að jafna aðstöðu nemenda í skólum hér á landi?

Í kjölfar innleiðingar skóla án aðgreiningar hefur aukning orðið á þörf fyrir þjónustu sérhæfðra sérfræðinga fyrir börn í leik- og grunnskólum á Íslandi. Þjónusta hefur verið af skornum skammti hjá stórum hluta þess hóps sem þarf á aðstoð og sérþekkingu að halda.

Trappa er fyrirtæki sem hefur einbeitt sér að aðgengi að þjónustu talmeinafræðinga sérstaklega en líka sálfræðinga, atferlisráðgjafa og námsráðgjafa. Markmið Tröppu er að umbylta aðgengi að sérhæfðri þjónustu sem nauðsynleg er til að börn fái jöfn tækifæri til náms í öllum skólum landsins.  Á sama tíma og aðgengi er aukið er tími sérfræðinga betur nýttur með því að notast við öruggan fjarbúnað. Trappa notast við íslenska hugbúnaðinn Kara connect til að sinna fjarfundum, tryggja persónuvernd, halda utan um dagnótur og bóka fundi.

Trappa og vinnulag sérfræðinga verður kynnt auk niðurstaðna samanburðar Tröppu á þjónustu í fjarbúnaði og sambærilegri þjónustu á stofu, allt greitt af Sjúkratryggingum Íslands.  Greiningin staðfestir líkt og erlendar rannsóknir hafa sýnt að fjarþjónusta sparar tíma og fé, bæði fyrir dreifbýli sem og fyrir þéttbýli/höfuðborgarsvæðið. Einnig verður farið yfir hvað er líkt og ólíkt með fjarþjálfun og hvaða afleiðingar svona breytingar geta leitt af sér fyrir heildarkerfi eins og grunnskólakerfi.

Tinna Sigurdardottir, talmeinafræðingur og BA í íslensku. Stofnandi Tröppu ehf.

Aftur á aðalsíðu ráðstefnunnar

Scroll to Top