Leiðarlykill um stafræna hæfni snjallra kennara

Margvísleg opinber stefnumótun leggur áherslu á fjölbreytta og framsækna notkun tækni í skólastarfi. Þetta á meðal annars við um aðalnámskrá grunnskóla sem leggur ríka áherslu á notkun upplýsingatækni í öllum námsgreinum og námssviðum. Fjallað verður um hvernig alþjóðleg viðmið um stafræna hæfni kennara geta skapað sameiginlega sýn á hvaða hæfni allir kennarar eiga að búa yfir og hvernig viðfangsefni er eðlilegt að þeir og nemendur þeirra fáist við í námi og kennslu. Horft verður sérstaklega til þess hvernig evrópskt efni um stafræna hæfni og matstæki um notkun tækni í skólastarfi (s.s. DigCompEdu og SELFIE) geta gagnast við að ramma inn starfs- og skólaþróun á þessu sviði. Verkefnið tengist starfsemi Nýsköpunar­miðju menntamála (NýMið) sem hefur það hlutverk að styðja við innleiðingu nýrrar menntastefnu skóla- og frístundasviðs Reykjavíkur.


Þorbjörg St. Þorsteinsdóttir er verkefnisstjóri hjá NýMið, Nýsköpunarmiðju menntamála (á skóla- og frístundasviði borgarinnar).


Aðalsíða ráðstefnunnar