Salvör fjallar um hvers vegna mikilvægt er að nóg úrval sé af opnu menntaefni (OER) á íslensku og um íslenska menningu á stafrænu formi og hvernig sé best fyrir kennara að hagnýta slíkt efni. Hún kynnir nokkrar veitur fyrir myndir, hljóð og námsgögn og nokkur stafræn verkfæri og sýnir dæmi um hvernig kennarar og nemendur geta endurblandað slíkt opið menntaefni í eigin verk.
Salvör Gissurardóttir er lektor í upplýsingatækni og tölvunotkun í námi og kennslu við Menntavísindasvið Háskóla Íslands