Vegna aukinnar notkunar snjalltækja í skólastarfi og mikilvægi skapandi hugsunar er leitast við að varpa ljósi á tilgang snjalltækja í listgreinum með áherslu á myndmenntakennslu og leiklist.
Í þessum fyrirlestri skoðum við hver er tilgangur snjalltækja í listmenntum hvernig nota kennarar tækin í kennslu og hver er framtíðarsýn snjalltækja í kennslu.
Niðurstöður í meistararitgerð Sigríðar Ólafsdóttur leiddu í ljós að snjalltæki eru notuð sem ákveðin verkfæri í myndmenntakennslu en þau aðstoða nemendur við upplýsingaleit, hugmyndavinnu og öflun efniviðar. Í leiklistinni eru snjalltæki notuð við upplýsingaleit og sem stuðningur við uppsetningu á leikritum og sem sviðsmynd. Notkun snjalltækja kemur ekki í staðinn fyrir hefðbundnar kennsluaðferðir í myndmennt eða leiklisti en með notkunn snjalltæka bæði í myndmennt og leiklist geta skapast tækifæri fyrir kennara til að breyta kennsluháttum sínum með því að nýta snjalltæki á virkan hátt til nýrra verkefna sem annars væru óframkvæmanleg. Þannig getur tæknin stutt við hefðbundnar aðferðir.
Leiðbeinendur:
![]() |
Hanna Ólafsdóttir (hannao(hjá)hi.is) er lektor í listgreinum og formaður námsbrautarinnar List- og verkgreinar á menntavísindasviði Háskóla Íslands. Rannsóknarsvið hennar tengist meðal annars listkennslu og menningarfræðum. Hanna vinnur bæði að eigin myndlist og við kennslu. |
![]() |
Dr. Rannveig Björk Þorkelsdóttir (rbth(að)hi.is) er lektor í leiklist við Menntavísindasvið Háskóla Íslands. Rannsóknarsvið hennar tengist meðal annars listkennslu, menningu og leiklist.
|