Spjaldtölvur henta byrjendum í tónsköpun vel. Þær hafa opnað á nýja möguleika í sköpun og hljóðvinnslu sem henta vel hópkennslu á borð við tónmenntakennslu. Ólafur Schram tónmenntakennari Sjálandsskóla mun fjalla um hvaða erindi spjaldtölvur eiga inn í tónmenntastofuna, kynna valin öpp sem nýtast mismunandi aldurshópum og bjóða þátttakendum að skapa tónlist í samvinnu við spjaldtölvu.
Ólafur Schram er með B.ed. gráðu í náms og kennslufræðum frá KHÍ og MA gráðu í uppeldis og menntunarfræði frá HÍ. Í meistararannsókn sinni skoðaði hann hvernig tónmenntakennarar á Íslandi nýta spjaldtölvur í skapandi vinnu með nemendum sínum. Ólafur er tónmenntakennari Sjálandsskóla og Alþjóðaskólans á Íslandi. Hann hefur unnið mikið með spjaldtölvur í sinni tónmenntakennslu undanfarin ár á öllum aldursstigum og síðastliðið ár hefur hann staðið að þróunarverkefni um nýtingu spjaldtölva í tónmenntakennslu.