Ráðstefna Samtaka áhugafólks um skólaþróun og Félags um starfendarannsóknir í Menntaskólanum við Sund, miðvikudaginn 6. nóvember 2019, kl. 15.00
Fyrirlestrar, fræðslufundir, stutt og löng námskeið, einingabær námskeið, netnámskeið, fagfundir, starfsþróunarfundir, námsefnisgerð, skrif, „súpufundir“, skólaheimsóknir (innan lands og utan), vinnubúðir, vinnuferðir, leshringir, rannsóknarkennslustundir, menntabúðir, opnar stofur, jafningjafræðsla, starfendarannsóknir, þátttökurannsóknir, kennararannsóknir, þróunarverkefni, ígrundun, sjálfsnám |
Á ráðstefnunni verða ræddar þær leiðir sem kennarar og annað fagfólk í skólum getur farið til starfsþróunar – einkum það sem vel hefur gefist!
Ráðstefnustjórar: Hjördís Þorgeirsdóttir og Sigurrós Erlingsdóttir kennarar í MS
Heiðursgestur ráðstefnunnar: Hafþór Guðjónsson
15.00 Ráðstefnan sett
15.10 Hafþór Guðjónsson: Að rýna í eigin rann. Mikilvægi sjálfsrýni í starfendarannsóknum
15.45 Kaffi
16.00–17.00 Örerindi
- Hildur Jóhannesdóttir skólastjóri í Dalskóla: Allir í bátana – starfendarannsóknir í Dalskóla
- Guðbjörg Pálsdóttir dósent við Háskóla Íslands: Rannsóknarkennslustund – leið til að styrkja námssamfélag kennara
- Júlíana Tyrfingsdóttir leikskólastjóri: Dæmi um árangursríka starfsþróun í leikskóla: Fagleg starfsþróun í lærdómssamfélagi. Þróun leshrings í leikskólanum Jötunheimum
- Þóra Víkingsdóttir líffræðikennari við MS: Hvað hefur elft mig mest í starfi …?
17.00-17.30 Menntabúðir
Fyrirlesarar bjóða upp á samræður við ráðstefnugesti. Kynning á starfsþróunarverkefnum, starfsþróunarmöguleikum og starfendarannsóknum.
17.30-18.30 Hópumræður (með heimskaffisniði):
- Hver er staðan í starfsþróunarmálum kennara?
- Hvaða ljón eru í veginum? Hvað hindrar?
- Hvaða leiðir eru vænlegastar til að efla starfsþróun kennara?
- Hvar liggja helstu sóknarfæri?
18.30-19.30 Léttur kvöldverður og veitingar
Félagsmönnum í Samtökum áhugafólks um skólaþróun er boðið á ráðstefnuna – aðrir greiða kr. 1500.-
Skráning hefst fljótlega.