Það skal vanda sem lengi á að standa

Það skal vanda sem lengi á að standa

Stund og staður: Föstudagur 4. júní 2010, kl. 14:00–17:00 í húsakynnum Menntavísindasviðs Háskóla Íslands við Stakkahlíð (fyrirlestrasalnum Bratta)

Málþingið var haldið í samstarfi Samtaka áhugafólks um skólaþróun, RannUng og Leikskólasviðs Reykjavíkurborgar. Dagurinn var valinn með hliðsjón af því að 5. júní var Stóri leikskóladagurinn, uppskeruhátíð leikskólanna í borginni. Á hátíðinni, sem fór fram í húsakynnum Leikskólasviðs í  Miðbæjarskólanum, Fríkirkjuvegi 1, frá kl. 10.00–14.30, voru kynnt fjölmörg verkefni, stór og smá sem leikskólarnir í Reykjavík hafa verið að vinna að.

Dagskrá málþingsins

14:00–14:40 RannUng – Ingibjörg Ósk Sigurðardóttir
„Við getum kennt þeim svo margt í gegnum leik“ Hlutverk leikskólakennara í leik barna
Sagt er frá niðurstöðum nýrrar rannsóknar þar sem skoðaðar voru hugmyndir leikskólakennara um leik barna og eigið hlutverk í honum. Rannsóknin náði til þriggja kennara sem fylgst var með á sex mánaða tímabili.

14:40–15:20 Reykjavík – Fífuborg – Ásgerður Guðnadóttir
Samskipti  og lýðræði í leik með  börnum
Þegar samskipti barna og starfsfólks í leiknum eru skoðuð kemur í ljós að þar er lýðræðið í hávegum haft. En hvað má þá segja um aðra þætti í daglegu starfi leikskólans?

Kaffihlé 15:20–15:40

15:40–16:20 Akureyri – Drífa Þórarinsdóttir
Viðmót kennara og áhrif þess á námsumhverfi barna í leikskólum
Sagt frá rannsókn á viðmóti leikskólakennara og áhrifum þess á nám og námsumhverfi barna. Í rannsókninni var einnig skoðaður skilningur kennara á eigin viðmóti og hvort það tengdist agastefnu skólanna.

16:20–17:00 Kópavogur  –  Núpur – Björk Óttarsdóttir
Fjölgreindir í skólastarfi – hlutverk kennarans og sýn hans á barnið
Hugmyndafræði fjölgreinda gengur út frá því að allir einstaklingar búi yfir átta greindum sem þeir geta þroskað og eflt til að takast á við margbreytileika lífsins. Leikskólinn Núpur hefur unnið með hliðsjón af hugmyndafræði fjölgreinda síðan 2007 og í þeirri vinnu hafa kennarar komist að því að sýn okkar á börnin breytist þegar við horfum á þau með fjölgreindir í huga.

Kynningargögn er að finna á þessari slóð: https://notendur.hi.is/ingvars/SAS/Thad_skal_vanda.pdf 

Scroll to Top