Ráðstefna í Norðlingaskóla 14. ágúst 2013, kl. 9.00-15.15
Aðalerindi:
- 9.05-9.45
Ragnar Þór Pétursson, kennari í Norðlingaskóla: „Nátttröll í nýju ljósi?“ Um hættuna á stöðnun kennsluhátta og náms með notkun upplýsingatækni.
Erindi Ragnars má lesa hér og hér er upptaka af fyrirlestrinum. - 9.45-10.25
Hörður Svavarsson, skólastjóri við leikskólann Aðalþing: Veröld ný og góð:
Um hugmyndir, áætlanir og ótta við ný tæki. - 10.45-11.25
Hlif Böðvarsdóttir, framhaldsskólakennari við Háskólabrú: Að venda sinni kennslu í kross! Sagt frá speglaðri kennslu (e. flipped classroom) á Háskólabrú Keilis.
Hér er upptaka af fyrirlestrinum. - 11.25-12.05
Björgvin Ívar Guðbrandsson, kennari í Langholtsskóla: Smíðavöllurinn – Stafræn miðlun, skapandi vinna og nám.
Hér er upptaka af fyrirlestrinum.
12.05-12.45 Hádegishlé
12.45-12.55 Bjarndís Fjóla Jónsdóttir, meistaranemi við HÍ og Þorbjörg Þorsteinsdóttir, verkefnisstjóri Tungumálatorgs: Opnun UT-torgs.
UT-torg er verkefni í mótun sem sprettur upp með virkum tengslum vettvangs, fræðsamfélags, fagfélaga og áhugasamra einstaklinga víða um land. Markmið þess er að styðja við notkun upplýsingatækni í námi og kennslu, símenntun skólafólks og upplýsingamiðlun um tækni- og skólaþróun. UT-torg er eitt af torgunum á MenntaMiðju sem hefur það hlutverk að veita nýjum starfssamfélögum í menntageiranum stuðning. Aðilar að miðjunni eru tilbúnir að deila þekkingu sinni, starfsvenjum og reynslu við þróun starfssamfélaga. Leitað er eftir áhugasömum einstaklingum sem vilja taka þátt í uppbyggingu torgsins. Allar ábendingar, hugmyndir og skoðanir eru vel þegnar.
Hér er upptaka af opnuninni.
12.55-13.05 Rakel Sölvadóttir framkvæmdastjóri Skema og Ragnar Þór Pétursson, skólaþróun hjá Skema: Forritarar framtíðarinnar – samfélagsverkefni
Hér er upptaka af kynningunni.
13.05-14.05 og 14.10-15.10 Sýningar, málstofur, verkstæði og kynningar um fjölbreytt efni sem tengist þema ráðstefnunnar. Sjá nánar hér.