Tilbúin fyrir tæknina – Málstofur og vinnustofur

Málstofur og vinnustofur

Málstofa 1a: Pöddur og rafrænar skólastofur
Staður: Úthlíð

  1. Kristján Bjarni Halldórsson, stærðfræðikennari við Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra: „Paddan sem breytti lífi mínu.“  Reynsla kennara af gerð kennslumynda með spjaldtölvu.

    Glærur Kristjáns.

  2. Ágúst Tómasson og Ágústa Bárðardóttir, kennarar í Vogaskóla: Rafræn skólastofa – virkjum nemendur til náms.

    Umsjón: Rafræn skólastofa í formi Moodle býður upp á nýja og spennandi möguleika, ekki bara í háskólum og framhaldsskólum heldur einnig í grunnskólanum. Í Moodle er hægt að halda utan um allt sem tilheyrir viðkomandi námsgrein eða námskeiði; kennsluáætlanir, verkefni, verknaskil, próf, ýmis konar verkefni og ítarefni. Þá býður Moodle upp á mjög fjölbreytt námsmat. Innlagnir eru á ýmsu formi t.d. hljóðglærur eða stutt myndbönd (Educreations) Moodle er hægt að nota frá elstu bekkjum grunnskóla og niður. Foreldrar hafa aðgang  að svæði barna sinna og geta þannig fylgst með verkefnaskilum, en einnig hlustað á kennslu og rifjað upp. Með þessu móti komum við til móts við stærri hóp nemenda. Kennsluaðferðir verða fjölbreyttari og kennslan verður einstaklingsmiðri. Í eldri bekkjum getum við speglað kennsluna, en einnig í yngri bekkjum. Þetta fellur að hugmyndum Aðalnámskrár grunnskóla, um kennsluhætti og námsmat í lykilhæfni en þar stendur m.a. ,,Fjölbreytilegt námsumhverfi og kennsluaðferðir, sem eru hvetjandi og styðjandi fyrir nemendur eru meginforsendur þess að nemendur nái þeim hæfniviðmiðum sem stefnt er að.“(bls. 91). Moodle einfaldar einnig  til muna utanumhald um verkefni sem unnin eru í spjaldtölvum en það hefur reynst býsna snúið á fyrstu skrefum spjaldtölvuvæðingarinnar.

Gögn sem Ágúst bendir á:

  1. Moodle leiðbeiningavefur sem byggður er á reynslu hans og því sem hann hefur verið að reyna að miðla í þeim efnum: http://netnam.reykjavik.is/course/view.php?id=85

Lykilorð fyrir gesti er: moodle

  1. Fyrsti hluti þróunarverkefnis, vefur með Um víða veröld 1: http://netnam.reykjavik.is/course/view.php?id=228Ágústa bendi meðal annars á Facebook síðuna We are teachers

Málstofa 2: Innleiðing Ipad í Sjálandsskóla
Staður: Sunnuhlíð
Umsjón: Eygló Sigurðardóttir, kennari í Sjálandsskóla.

Á málstofunni verður fjallað um innleiðingu á notkun I-pad í starfi Sjálandsskóla og þær hindranir og tækifæri sem urðu á vegi okkar í ferlinu.

Kynningu Eyglóar er að finna á þessari slóð:
http://prezi.com/n0q0mskaxjey/?utm_campaign=share&utm_medium=copy&rc=ex0share

Málstofa 4: Nemendur með sérþarfir og upplýsingatæknin
Staður: Mýri

  1. Þorbjörg Garðarsdóttir, kennari við FS: Samþætting upplýsingatækni og kennslu í ýmsum námsgreinum og hugmyndir um  notkun hljóðskráa og skjáupptökur í kennslu og námi.

Gefin verða dæmi um skjáupptökur fyrir kennslu í Office forriti, hljóðskrár í Word og samþættingu fleiri forrita, margmiðlun og hljóðskrár í Power Point (í enskukennslu), kennara- og nemendaverkefni í Educreations og skilasíður fyrir nemendur.

Efni frá Þorbjörgu er að finna á þessari síðu: http://obbagae.weebly.com/

  1. Rannveig Lund, sérfræðingur í lestri og stafsetningu, Lestrarsetri Rannveigar Lund innan Reykjavíkurakademíunnar: Af skjá í bók.

Kynntar verða léttlestrarbækur sem lesa á saman af skjá og bók. Markmiðið er að skapa aðstæður í kennslustofunni eða heima sem gera endurlestur texta að skemmtilegri, félagslegri athöfn sem auðgar andann. Rannsóknir á lesfimi sýna að með því að lesa sama efnið oft, fer börnum fram í því að lesa lipurt og skilja. Fjölbreytni í fyrirkomulagi og aðferðum er líklegust til árangurs. Hugtök: Skjávarpi, tölva, spjaldtölva, bók. Samlestur, paralestur.

Málstofa 6: Fartækni og skólaþróun
Staður: Bókasafn
Umsjón: Sólveig Jakobsdóttir (soljak@hi.is), Skúlina Hlíf Kjartansdóttir(shk10@hi.is) og um 4 til6 fulltrúar skóla eða skólaumdæma sem eru að innleiða tækni af þessum toga.

Tilgangur málstofunnar er að skoða og ræða þróun fartækni (s.s. spjaldtölva og snjallsíma), nýtingu hennar hér á landi og möguleg áhrif á skólastarf, nám og menntun nú og þegar til lengri tíma er litið. Gert er ráð fyrir „fiskabúrssniði.“  Í innri hring sitja málshefjendur og mun hver hafa um þriggja mínútna framsögu þar sem kynnt eru til sögunnar rannsóknir, mat og þróunarstarf, reynsla eða staða í viðkomandi skóla hvað varðar nýtingu  fartækni. Velt er upp álitamálum og öðrum umræðuefnum. Gert er ráð fyrir um 15-20 mínútum í þennan fyrsta hluta málstofunnar. Aðrir viðstaddir taka ekki til máls í þessum hluta og geta ekki hvatt sér hljóðs. Í öðrum hluta halda þeir sem eru í innsta hring áfram að ræða sína á milli en þá er opnað fyrir þátttöku annarra með þeim hætti að þeir sem sitja í ytri hringjum geti komið í umræðuhringinn með því að klappa á öxl aðila sem þar situr. Sá fer þá út en nýi aðilinn kemur inn í staðinn og fær að kynna sig og koma sínum sjónarmiðum að í umræðunni sem heldur áfram með nýjum þátttakanda. Gert er ráð fyrir a.m.k. 40-45 mínútum í þennan hluta.

Málstofa / vinnustofa 7: Forritun
Umsjón: Rakel Sölvadóttir (www.skema.is).

Hvað er forritun? Af hverju ætti ég að kynna mér forritun? Ætti ég að hefja kennslu í forritun í mínum skóla? Í vinnustofunni munum við svara þessum spurningum og veita þátttakendum tækifæri til að kynnast fyrstu skrefunum í forritun á skemmtilegan og jákvæðan máta með ómeðvituðum lærdóm í gegnum leik. Notast verður við Alice (www.alice.org) þróunarumhverfið í vinnustofunni og aðferðafræði Skema nýtt við kennsluna. Aðferðafræði Skema hefur nýst einstaklega vel við innleiðingu á tækni inn í skólastarf og þá sérstaklega forritun en aðferðafræðin er byggð á rannsóknum úr sálfræði, kennslufræði og tæknifræði.

Hér er umfjöllun um þetta efni í BBC: http://www.bbc.co.uk/news/technology-24290937?SThisFB

Málstofa 9a: Tæknibrölt í Grundaskóla
Staður: Fyrirlestrasalur
Umsjón: Borghildur Jósúadóttir og Flosi Einarsson.

Fjallað verður um „Aftur til framtíðar“, nýbreytnistarf í unglingadeild Grundaskóla þar sem ein af megináherslunum var að nýta tölvutæknina á markvissari hátt í skólastarfinu auk þess sem aukin áhersla á þema- og verkefnavinnu og samþætting almennrar kennslu við list- og verkgreinar voru einnig framarlega í forgangsröðinni.  Einnig munum við segja stuttlega frá sóknarfærum og hindrunum í tengslum við  notkun spjaldtölva í sérkennslu, fyrirhugaðri notkun í náttúfrufræðikennslu og skemmtilegum ratleik á vordögum.

Málstofa / vinnustofa 10: GarageBand
Staður: Móar
Umsjón: Ólafur Schram, tónmenntakennari í Sjálandsskóla.

GarageBand er tónlistarforrit til að búa til tónlist. Það nýtist í tónlistarkennslu og almennri kennslu, hægt að blanda saman hljóðum, taka upp söng o.fl. Takmarkað magn Ipada verður á staðnum með forritinu uppsettu. Sjá: http://www.appland.is/grunnskoli/garageband

Málstofa / vinnustofa 12: Educreation appið í kennslu
Staður: Melar
Umsjón: Ingunn Þóra Hallsdóttir, umsjónarkennari á yngsta stig í Sjálandsskóla.

Educreation er app fyrir kennara til að taka upp kennsluna. Forritið er eins konar tafla (whiteboard) sem hægt er að skrifa á, teikna myndir, nota ljósmyndir, taka upp hljóð o.fl. Kennarinn getur svo sett fyrirlesturinn á netið þar sem nemendur geta horft á hann. Nýtist vel í speglaðri kennslu (flipped classroom).  Takmarkað magn Ipada verður á staðnum með appinu uppsettu. Sjá: http://www.appland.is/grunnskoli/educreations-interactive-whiteboard 

Málstofa 1b: Pöddur og rafrænar skólastofur
Staður: Úthlíð

  1. Kristján Bjarni Halldórsson, stærðfræðikennari við Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra: „Paddan sem breytti lífi mínu.“  Reynsla kennara af gerð kennslumynda með spjaldtölvu.
  2. Ágúst Tómasson og Ágústa Bárðardóttir, kennarar í Vogaskóla: Rafræn skólastofa – virkjum nemendur til náms.
    Umsjón: Rafræn skólastofa í formi Moodle býður upp á nýja og spennandi möguleika, ekki bara í háskólum og framhaldsskólum heldur einnig í grunnskólanum. Í Moodle er hægt að halda utan um allt sem tilheyrir viðkomandi námsgrein eða námskeiði; kennsluáætlanir, verkefni, verknaskil, próf, ýmis konar verkefni og ítarefni. Þá býður Moodle upp á mjög fjölbreytt námsmat. Innlagnir eru á ýmsu formi t.d. hljóðglærur eða stutt myndbönd (Educreations) Moodle er hægt að nota frá elstu bekkjum grunnskóla og niður. Foreldrar hafa aðgang  að svæði barna sinna og geta þannig fylgst með verkefnaskilum, en einnig hlustað á kennslu og rifjað upp. Með þessu móti komum við til móts við stærri hóp nemenda. Kennsluaðferðir verða fjölbreyttari og kennslan verður einstaklingsmiðri. Í eldri bekkjum getum við speglað kennsluna, en einnig í yngri bekkjum. Þetta fellur að hugmyndum Aðalnámskrár grunnskóla, um kennsluhætti og námsmat í lykilhæfni en þar stendur m.a. ,,Fjölbreytilegt námsumhverfi og kennsluaðferðir, sem eru hvetjandi og styðjandi fyrir nemendur eru meginforsendur þess að nemendur nái þeim hæfniviðmiðum sem stefnt er að.“(bls. 91). Moodle einfaldar einnig  til muna utanumhald um verkefni sem unnin eru í spjaldtölvum en það hefur reynst býsna snúið á fyrstu skrefum spjaldtölvuvæðingarinnar.

Málstofa / vinnustofa 3: Spegluð kennsla / vendikennsla
Staður: Sunnuhlíð
Umsjón: Hlif Böðvarsdóttir, framhaldsskólakennari við Háskólabrú og Soffía Waag Árnadóttir, forstöðumaður Háskólabrúarinnar.

Þær Hlíf og Soffía segja frá reynslunni á Háskólabrúnni og gefa góð ráð þeim sem hafa áhuga á að þreifa fyrir sér með þessa kennsluhætti.

Málstofa 5: Mentor kynnir nýja kynslóð
Staður: Mýri

Umsjón: Vilborg Einarsdóttir, framkvæmdastjóri Mentor (kemur í stað Vöku Óttarsdóttur)

Í málstofunni verður sagt frá nýrri kynslóð kerfisins sem skólar geta byrjað að nýta samhliða eldra kerfi á þessu skólaári. Kerfið er sérhannað til að vinna með nýrri aðalnámskrá, bæði hvað varðar skipulag námsins, kennsluna og námsmatið. Einnig verður kynntur nýr fjölskylduvefur Mentor sem er hannaður út frá þeirri hugmyndafræði að auka sjálfstæði og ábyrgð nemenda. Nemendur fá yfirlit yfir námsstöðu sína, geta skipulagt námið sitt og tekið þátt í námsmati. Kerfið er sérhannað til að virka vel á spjaldtölvum og símum og nemendur geta sjálfir stýrt viðmótinu að hluta.

Málstofa / vinnustofa 8: iPad í sérkennslu – fyrstu skrefin & Catalyst skráningakerfið
Staður: Víðihlíð

Umsjón: Þóra Halldóra Gunnarsdóttir, iPad sérfræðingur hjá Skema.

Lýsing: Catalyst skráningakerfið er alhliða skráningarkerfi byggt út frá atferlisþjálfun. Bæði er hægt að skrá hegðun barnsins og flest allar æfingar sem er verið að þjálfa barnið í. Hægt er að taka myndband af barninu og skoða það síðan seinna í nettengdri tölvu þar sem öll gögnin fara inn á lokað geymslusvæði á netinu, ásamt öllum gögnum sem skráð eru með forritinu.

Málstofa 9b: Tæknibrölt í Grundaskóla
Staður: Fyrirlestrasalur
Umsjón: Borghildur Jósúadóttir og Flosi Einarsson.

Fjallað verður um „Aftur til framtíðar“, nýbreytnistarf í unglingadeild Grundaskóla þar sem ein af megináherslunum var að nýta tölvutæknina á markvissari hátt í skólastarfinu auk þess sem aukin áhersla á þema- og verkefnavinnu og samþætting almennrar kennslu við list- og verkgreinar voru einnig framarlega í forgangsröðinni.  Einnig munum við segja stuttlega frá sóknarfærum og hindrunum í tengslum við  notkun spjaldtölva í sérkennslu, fyrirhugaðri notkun í náttúfrufræðikennslu og skemmtilegum ratleik á vordögum.

Málstofa / vinnustofa 11: Bitsboard appið í kennslu
Staður: Móar
Umsjón: Hrafnhildur Sigurðardóttir, umsjónarkennari á miðstigi í Sjálandsskóla.

Bitsboard appið er hægt að nota í allri kennslu fyrir nemendur á öllum aldursstigum. Í forritinu er hægt að búa til nokkra leiki sem byggja á því að búin eru til flettispjöld (flashcard). Hægt að nota í málörvun, tungumálakennslu, lestri og nánast öllum námsgreinum. Möguleiki að velja leiki úr stórum myndabanka og aðlaga á íslensku.

Nemendur geta einnig búið til flettispjöld og þjálfað þannig ýmis hugtök. Takmarkað magn Ipada verður á staðnum með appinu uppsettu. Sjá: http://www.appland.is/grunnskoli/bitsboard 

Málstofa / vinnustofa 13: Námskeið um ratleiki fyrir síma
Staður: Melar

Umsjón: Steinunn Anna Gunnlaugsdóttir, verkefnisstjóri.

Farið verður í undirstöðuatriði í því að búa til ratleiki fyrir síma til notkunar í kennslu.

Undanfari: Fyrir námskeiðið eru þátttakendur eru beðnir um að vera búnir að skrá sig með aðgangi að kerfi Locatify http://locatify.com/signup/ og hlaða niður TurfHunt í snjallsíma. Gott er að vera með hugmynd að ratleik, hafa formað stutta fjölvalsspurningu og vera með mynd sem tengist henni.

Tæki: Fartölva, Android eða iOS sími eða spjaldtölva með 3G.

Ýtarefni: Hvernig á að leika ratleik https://vimeo.com/60093988, hvernig á að búa til ratleik https://vimeo.com/61091945

Locatify er íslenskt fyrirtæki sem hefur gefið út ratleikjaforritið TurfHunt fyrir iOS og Android. Ratleikirnir byggja á því að tvö eða fleiri lið keppa sín á milli til sigurs, en einnig er hægt að glíma við þrautirnar einn síns liðs. Lið fá fyrirmæli í símann sem detta inn eftir GPS staðsetningarhnitum og þurfa liðin að leysa þrautir á tilteknum stöðum. Liðin keppa sín á milli í rauntíma og fá sýndargull og viðurkenningar á skjá símans að launum. Símarnir þurfa að vera nettengdir á meðan leik stendur og getur leikstjórnandi fylgst með stöðu leiksins í gegnum þar til gerða vefsíðu.

Hönnunartólin eru einföld en pinnum er stungið á kort, ljósmyndir sóttar eða myndbandsbrot, texti og spurningar skrifaðar og hljóðskrám hlaðið upp, eftir því við á. Síðan er leikurinn eða leiðsögnin gefin út. Til að prófa ratleik er TurfHunt appinu hlaðið niður í Android eða iOS.

Hér er grein sem Steinunn skrifað í Ský: Nýjungar í kennslu – ratleikir í snjallsíma