Tökum höndum saman: Samvinna sem afl í skólastarfi
Ráðstefna, á vegum Samtaka áhugafólks um skólaþróun,
í Fjölbrautaskólanum í Garðabæ föstudaginn 12. ágúst nk.
Ráðstefnan hefst með setningu og stuttum aðalerindum kl. 9.00.
Ráðstefnustóri: Aðalheiður Steingrímsdóttir varaformaður Kennarasambands Íslands
Dagskrá
Kl. 9.00 9.05-9.40 9.40-10.15 10.15-10.35 10.35-11.10 11.10-11.45 11.45-12.15
Sjá nánar um aðalerindin hér fyrir neðan. 12.15-12.50 Hádegishlé |
12.50-14.10 og 14.20-15.30: málstofur, vinnustofur og kynningar.
Nánar um fyrirlestrana
Ómar Örn Magnússon, aðstoðarskólastjóri í Hagaskóla: Það þarf heilt þorp til að ala upp barn Ómar fjallar um samstarf stofnana í Vesturbæ Reykjavíkur sem heyra undir Skóla – og frístundasvið borgarinnar. Frá árinu 2012 hafa grunnskólar, leikskólar og frístunda- og félagsmiðstöð í Vesturbænum haft með sér samstarf sem kallast Vesturbæjarfléttan. Tilgangur samstarfsins hefur frá upphafi verið að tryggja heildstæða þjónustu við börn, ungmenni og fjölskyldur þeirra, stuðla að sameiginlegri stefnumótun leikskóla, grunnskóla og frístundamiðstöðva og auka þverfaglegt samstarf í þjónustu við börn í hverfinu. Ýmsar leiðir hafa verið farnar í átt að þessum markmiðum sem Ómar rekur og dregur fram það sem vel hefur gengið en einnig hindranir sem upp hafa komið. Þórhildur Helga Þorleifsdóttir, kennari í Flataskóla: Það vex sem að er hlúð Þórhildur fjallar um þau meginstef sem rannsóknir og fræði sýna að þurfi að vera undirliggjandi til að teymisvinna vaxi og dafni. Farið yfir hvaða leiðir skapa kjöraðstæður góðrar teymisvinnu í skólastarfi nú á tímum. Guðrún Alda Harðardóttir, Leikskólanum Aðalþingi: Skólaþróun er samstarfsverkefni Í leikskólanum Aðalþingi, sem stofnaður var 2009, eru 120 börn og 30 starfsmenn – frá upphafi hefur verið unnið þar markvisst að skólaþróunarstarfi. Í erindinu mun dr. Guðrún Alda Harðardóttir greina sérstaklega frá eftirfarandi þáttum í ferli þróunarstarfins í Aðalþingi; a) sameiginlegri sýn á leikskólastarf, b) samrýmdu skólasamfélagi, c) heildrænu námssamfélagi og d) forystu og stjórnun. Ingibjörg Auðunsdóttir „Best þegar við erum allar saman, getum talað og skilið“ Hvernig geta kennarar og foreldrar tekist á við alvarlegan samskiptavanda stúlkna? Í erindinu verður fjallað um samskipti barna og ungmenna, sérstaklega stúlkna. Rýnt verður í gögn um samskipti, hegðun og líðan nemenda og þróun rannsókna síðustu ára á þessu svið kynnt. Sagt verður frá samskipta nálgun sem hefur verið rannsökuð og reynd hér á landi og virðist árangursrík.
|
Málstofur, vinnustofur og kynningar.
Málstofa 1 #Eymennt – Lærum saman og lærum hvert af öðru Í menntabúðunum hafa kennarar, nemendur og stjórnendur í grunn-, leik- og framhaldsskólum kynnt hugbúnað og tækni sem þeir hafa verið að prófa sig áfram með í kennslu, við stjórnun skóla og í námi sínu. Verkefnið hefur lykilatriði lærdómssamfélags að leiðarljósi. Form menntabúða má nota fyrir hvaða viðfangsefni skólastarfs sem er. Menntabúðir #Eymennt fara fram eftir hefðbundinn vinnutíma og er þátttakendum að kostnaðarlausu. Verkefnið hlaut styrk frá Endurmenntunarsjóði. Lærdómssamfélag – Hvað er það? Skólastarf er síbreytilegt og lifandi þar sem mismunandi ytri og innri þættir hafa áhrif á nám og starf starfsmanna og nemenda og þróun skóla sem stofnana. Sýnt hefur verið fram á að árangursrík og fagleg starfsþróun byggist á styðjandi og leiðsegjandi vinnubrögðum eins og samvinnu og samræðu, rýni í eigið starf og skýrum markmiðum og viðmiðum um árangur. Menning sem styður og viðheldur slíkum starfsháttum getur falist í því sem kallað er lærdómssamfélag (e. professional learning community). Ef nám er lykilhugtak í skólastarfi mætti líta á lærdómssamfélag sem yfirhugtak eða umgjörð til að efla nám. Til staðar er lærdómssamfélag þegar samhugur er innan stofnunar eða skóla um það að byggja stöðugt upp nýja þekkingu og nýta hana á vettvangi. Þar vinnur fólk náið saman út frá mótaðri námssýn sem allir skilja á sama hátt. Allt starfsfólk hefur miklar væntingar til nemenda og ber sameiginlega ábyrgð á námi þeirra en einnig hvað á annars námi. Það rannsakar starf sitt og ígrundar það í þeim tilgangi að efla það og stuðla að auknum námsárangri hjá nemendum. Málstofa 2: Innleiðing nýsköpunar í textíl – samstarf kennaranema og grunnskólanemenda Málstofan fjallar um samstarfsverkefni í tengslum við innleiðingu nýsköpunar í textíl, en samstarfið er milli textílkjörsviðs Menntavísindasviðs (MVS) HÍ í tengslum við námskeiðið Nýsköpun í textíl og valnámskeiðs í textíl í 9. bekk í Garðaskóla í Garðabæ. Verkefnið hefur nýlega fengið styrk úr Sprotasjóði. Hugmyndafræði samvinnunar verður kynnt en hún hefst á haustmisseri 2016, en undirbúningsvinna er hafin. Samstarfið gengur út á „vörpun“ eða yfirfærslu þekkingar og reynslu kennaranema í nýsköpunarverkefnum á fyrrnefndu námskeiði við MVS og er sú reynsla nýtt til kennslu og leiðsagnar í nýsköpunarverkefnum grunnskólanemendanna, sem síðan lýkur með sameiginlegri sýningu kennaranema og nemenda í Garðaskóla. Umsjón: Ásdís Jóelsdóttir lektor í textíl við Kennaradeild Menntavísindasviðs Háskóla Íslands og Guðrún Einarsdóttir textílkennari við Garðaskóla. Málstofa 3: Samskipti stúlkna Verkefnið er bandarískt að uppruna og er ætlað stúlkum. Það er bæði hægt að nota með fyrirbyggjandi hætti og líka þegar samskiptaerfiðleikar eru til staðar. Það byggir á tíu umræðufundum sem stúlkum er boðið að taka þátt í. Bestur árangur hefur náðst með stúlkum á aldrinum 11–15 ára, sex til tíu stúlkur í hóp. Vinnuferlið hefur verið tilraunakennt og rannsakað hérlendis með nokkrum stúlknahópum og skilaði árangri að mati skólastjórnenda, umsjónarkennara, foreldra og stúlknanna sem þátt tóku í verkefninu. Fámennir umræðuhópar virðast henta stúlkum vel til að ræða samskipti, leysa vandamál og samskiptadeilur sem upp hafa komið. Helstu markmið verkefnisins eru að
Heimildir: Umsjón: Málstofa 4: Samkomulagsnám – lýðræðisleg samvinna í skólastofunni Samkomulagsnám (e. negotiating the curriculum) er kennsluaðferð sem gengur út frá því að kennari og nemendur komast að samkomulagi m.a. um hvaða viðfangsefni verður tekið fyrir, hvar hægt er að leita upplýsinga um það og hvernig skila megi niðurstöðum. Með ákveðnum lykilspurningum leitar kennarinn eftir hugmyndum nemenda og vinnur svo úr þeim. Þannig fá nemendur tækifæri til að taka þátt í að móta viðfangsefni námsins. Bæði í lögum um grunnskóla (2008) og í Aðalnámskrá (2011) er lögð áhersla á mikilvægi þess að hlustað sé á raddir nemenda og að þeir læri „í lýðræði“ (bls. 21). Valdefling nemenda er megin hugmyndafræði samkomulagsnáms og verður fjallað um kennslufræðina þar að baki. Farið verður yfir hvernig hægt er að vinna með þessi sjónarmið grunnskólalaga og Aðalnámskrár í daglegu starfi skólastofunnar og fá þátttakendur tækifæri til að taka þátt og æfa þessa kennsluaðferð. Umsjón: Lilja M. Jónsdóttir lektor, Kennaradeild Háskóla Íslands. Málstofa 5: Samstarf í skóla- og tómstundastarfiBörn og ungmenni læra og þroskast á óformlegum jafnt sem formlegum vettvangi. Í þessari málstofu er fjallað um mikilvægi þess að efla samstarf milli kennara og tómstundafræðinga og þess starfsfólks sem starfar á vettvangi tómstunda. Meðal efnis:
Málstofa 6: Samvinna og upplýsingatækni (tvö viðfangsefni: Keywe – glósubók framtíðarinnar og Reynslan af Samspili 2015) A. Keywe – glósubók framtíðarinnar Í tvö ár hefur vefforritið Keywe, meðfram forritunarþróun, verið notað í nokkrum grunnskólum landsins með góðum árangri í nánum tengslum við kennara og nemendur og hefur forritið þróast hægt og örugglega. Keywe er algerlega ný tegund rafrænnar verkefna- og glósubókar sem vinnur skýrt og vel með kennsluforritum eins og Infomentor, Showbie, Google-Classroom ofl. Í Keywe er hægt að vinna verkefni á hvern þann hátt sem hentar nemandanum best, með texta, teikningum, myndum, myndskeiðum, hlekkjum o.s.frv. Auk þess að vera hugsað út frá einstaklingsþörfum nemandans hefur Keywe virkað mjög vel þegar nokkrir nemendur vinna saman að gerð svokallaðra Keywekubba (Keywehugkorta) sem þeir svo deila sín á milli og til kennara. Það sem er þó einstakt við Keywe er að það geymir alla vinnu kennarans og nemandans á mjög leitarvænu formi auk þess að skapa leiki í snjallsíma sem eru sjálfkrafa sóttir úr safni hvers og eins. Þannig vonumst við til að nemendur rifji ósjálfrátt meira upp af efninu sem þeir, einir eða með öðrum nemendum, hafa unnið í kennslustundum. Sjá einnig hér: Umsjón: Steinunn Gerður Kristjánsdóttir kennari á unglingastigi í Smáraskóla og Ólafur Stefánsson, einn hugmyndasmiða Keywe. B. Nám á net- og samfélagsmiðlum: Reynslan af Samspili 2015, Ut-átaki Menntamiðju Í erindinu verður sagt frá Samspili 2015, heilsárs fræðsluátaki Menntamiðju og UT-torgs um notkun upplýsingatækni (UT) í námi og kennslu. Samspil 2015 tók mið af fjölmennum netnámskeiðum (MOOC) og kenningum Wengers o.fl. um starfssamfélög. Markmið átaksins var annars vegar að auka þekkingu kennara á möguleikum UT í námi og hins vegar að efla og styðja við starfssamfélög kennara sem nota net- og samfélagsmiðla til eigin starfsþróunar. Þátttakendur í átakinu voru um það bil 350 kennarar á öllum námsstigum og um allt land. Fræðsla í Samspili 2015 fór að mestu fram á netinu og höfðu þátttakendur töluverð áhrif á efnistök og fræðsluform. Sagt verður nánar frá hönnunarforsendum fræðsluátaksins og útkomur með tilliti til þeirra. Sérstaklega verður fjallað um kennsluaðferðir tengdar námi á net- og samfélagsmiðlum og hvernig kennarar og aðrir fræðsluaðilar geta nýtt sér slíka miðla í eigin kennslu. Umsjón: Bjarndís Fjóla Jónsdóttir, verkefnisstjóri Kennslumiðstöðvar Háskóla Íslands. Málstofa 7: Samvinnan í byrjendakennslunni í grunnskólanum (tvö viðfangsefni: Kynning á teymiskennslu í Hofsstaðaskóla og PALS – félagakennsla) A. EINN + EINN = FJÓRIR – margfaldur ávinningur teymiskennslu Ásta Kristjánsdóttir og Bryndís Stefánsdóttir umsjónarkennarar á yngri stigi í Hofsstaðaskóla hafa unnið í teymiskennslu í nokkur ár. Þær segja frá sinni upplifun af því að vinna í tveggja kennarateymi, hvernig skipulagið er í kennslustofunni og hvernig kennsluhættir hafa breyst hjá þeim. Einnig segja þær frá hugmyndinni um „Stærðfræðistofunai“ gagnabanka sem fór í loftið sl. vor. Stærðfræðistofan er á Facebook og einnig á https://staestofan.com/ Umsjón: Arnheiður Ösp Hjálmarsdóttir deildarstjóri á yngra stigi, Ásta Kristjánsdóttir og Bryndís Stefánsdóttir umsjónarkennarar í Hofsstaðaskóla. B. PALS-félagakennsla Fjallað verður um PALS félagakennslu sem felur í sér samvinnunám (e. cooperative learning), þar sem nemendur vinna saman í pörum á skipulagðan hátt (Fuchs, Fuchs, Thompson, Svenson o.fl., 2001). PALS félagakennslan er notuð í K-PALS læsi fyrir leikskóla og 1. bekk, PALS lestri fyrir 2.-6. bekk og í PALS stærðfræði fyrir leikskóla, 1. bekk og 2.-6. bekk. Aðferðinni verður lýst og fjallað um niðurstöður rannsókna, auk þess sem byggt verður á langri reynslu. Ásdís Hallgrímsdóttir hefur notað PALS með nemendum síðan árið 2009 og byggir á reynslu sinni í umfjölluninni. Umsjón: Ásdís Hallgrímsdóttir, kennari í Ölduselsskóla. Sjá um Ásdísi á þessari slóð: https://kritin.is/2013/04/03/kennari-marsmanadar/ Málstofa 8: Samvinnan sem afl í starfi framhaldsskóla: Breytingastofa og samvinnunám Í málstofunni verður fjallað um notkun starfendarannsókna og starfsemiskenningar til að efla starfsþróun kennara sem veitir þeim kjark og þor til að gera breytingar á starfi sínu. Athyglin beinist sérstaklega að togstreitu sem þátttakendur upplifa í starfinu og þeim breytingum á starfsaðferðum sem kennarar gera til að leysa þessa togstreitu. Breytingarnar í kennslunni beinast að því að auka virka þátttöku nemenda í námsferlinu í kennslustofunni og veita röddum nemenda aukið vægi. Ein aðferðanna er samvinnunám og kynnt verða dæmi um hvernig kennarar nýta samvinnunámið á fjölbreyttan hátt og samvinnunám nýtt til að skoða kosti og galla við hagnýtingu samvinnunáms í kennslustofunni. Umsjón: Hjördís Þorgeirsdóttir, aðstoðarskólameistari og Sigurrós Erlingsdóttir, íslenskukennari MS. Málstofa 9: Samvinnan í leikskólanum 1 (Leirvogstunguskóli og Krikaskóli) A. Leikur að læra – Aukin áhersla á nám í gegnum hreyfingu. Leirvogstunguskóli leggur mikið upp úr námi í gegnum hreyfingu og leik. Skólinn hefur í samstarfi við Kristínu Einarsdóttur innleitt kennsluaðferðina Leikur að læra. Skólinn tók þátt í þróunarverkefninu Leikur að læra – hljóð og stafir veturinn 2014-2015. Leirvogstunguskóli er fyrsti leikskólinn sem fær vottun sem LAL leikskóli en LAL stendur fyrir Leikur að læra. Þróunarverkefnið gekk út á að kenna börnum á aldrinum 3ja til 5 ára hljóð og bókstafi, m.a. í gegnum leiki og hreyfingu þannig að börnin fengu að upplifa námsefnið í gegnum ólík skynfæri. Hluti af þróunarverkefninu byggði á því að foreldrar tóku á hverjum degi virkan þátt í þeim námsþáttum sem unnið var með hverju sinni. Umsjón: Guðrún Björg Pálsdóttir, leikskólastjóri. B. Sameinum styrkinn! Krikaskóli er hannaður og byggður sem samþættur leik-og grunnskóli fyrir börn á aldrinum 2ja -9ára. Í kynningunni verður fjallað um samstarf og samvinnu milli leik- og grunnskóla í skólanum, teymiskennslu kennara og það lærdómssamfélag sem þróast hefur skólanum. Krikaskóli er leik- og grunnskóli fyrir börn á aldrinum 2ja til 9 ára. Í skólanum eru um 210 börn og starfsmenn eru 58. Umsjón: Þrúður Hjelm, skólastjóri Krikaskóla. Málstofa 10: Samvinnan í leikskólanum 2 (Kynningar á verkefnum Uglukletts, Gefnarborgar og Gerðaskóla): A. Samvinna kennara og samvinna kennara og barna Ugluklettur er 65 barna leikskóli í Borgarnesi. Skólastarf í Uglukletti byggir á samvinnu kennara í þeim tilgangi að ná fram jákvæðu skólasamfélagi. Í leikskólanum er unnið með jákvæða sálfræði út frá hugmyndafræði Mihaly Csikszentmihalyi um Flæði (Flow). Umsjón: Margrét Halldóra Gísladóttir og Elín Friðriksdóttir. B. Samstarf leikskólans Gefnarborgar og grunnskólans Gerðaskóla Öflugt samstarf á sér stað á milli leikskólans Gefnarborgar og Gerðaskóla (sem er grunnskóli). Kennarar á báðum skólastigum heimsækja hinn skólann og fylgjast með starfi hvor annars. Skólarnir vinna einnig að ýmsum sameiginlegum verkefnum. Börnin í leikskólanum heimsækja og taka þátt í skólastarfi í öllum bekkjum grunnskólans. Einnig koma nemendur af öllum aldursstigum Gerðaskóla í heimsókn í leikskólann. Umsjón: Ingibjörg Jónsdóttir, leikskólanum Gefnarborg og Þórunn Katla Tómasdóttir, Gerðaskóla. Málstofa (vinnustofa) 11: Sterk saman – vinnustofa um samvinnunám Ávinningur samvinnunáms hefur lengi verið kunnur. Það gagnast vel í fjölbreyttum nemendahópum, eykur félagslega hæfni og áhuga nemenda og stuðlar að lýðræðislegum vinnubrögðum. Í þessari vinnustofu gefst tækifæri til að prófa nokkrar samvinnunámsaðferðir við fjölbreytt viðfangsefni og spegla eigið starf í þessum aðferðum og þeim umræðum sem skapast. Efnistökin miðast einkum við kennslu á mið- og unglingastigi en kennarar á öllum stigum geta engu að síður nýtt sér hugmyndir sem fjallað verður um. Byggt verður á verkferlum og tækjum sem unnin hafa verið af fjölbreyttum hópi menntunarfræðinga af öllum skólastigum víðsvegar um Evrópu undir formerkjum Pestalozzi Programmes Evrópuráðsins. Þátttakendum verður bent á fjölbreytt verkefni sem unnin hafa verið undir hatti Pestalozzi. Sjá einnig: http://www.coe.int/en/web/pestalozzi Umsjón: Aldís Yngvadóttir og Guðrún Ragnarsdóttir Pestalozzi leiðbeinendur. Málstofa 12: SKÍN (samstarfsverkefni Garðaskóla, Hofsstaðaskóla og Menntaklifsins í Garðabæ) SKÍN er samstarfsverkefni kennara og stjórnenda í Garðaskóla og Hofsstaðaskóla í Garðabæ. Verkefnastjórar eru starfsmenn Menntaklifsins sem er samstarfsnet skólasamfélagsins í Garðabæ. Markmið SKÍN verkefnisins eru að efla kennsluhætti og innra mat skólanna. Á fyrsta ári verkefnisins (2015-2016) var lögð áhersla á að gera námsmarkmið sýnilegri nemendum, þróa leiðir til að efla leiðsagnarmat innan skólanna og að þróa rýniheimsóknir kennara og stjórnenda í kennslustundir, bæði félagarýni og mat stjórnenda. Á málstofunni munu kennarar segja frá þeim verkfærum sem þeir tóku í notkun til að gera námsmarkmið sýnileg og segja frá áhrifum af notkun þeirra á nám og vinnubrögð nemenda. Dagskrá málstofunnar verður í grófum dráttum:
Góður tími verður gefinn í spurningar og umræður. Umsjón: Brynhildur Sigurðardóttir, skólastjóri Garðaskóla og Margrét Harðardóttir, skólastjóri Hofsstaðaskóla. Að kynningunni koma verkefnastjórar Menntaklifs auk kennara og stjórnenda beggja skóla. Málstofa 13: Strákaspjall Strákaspjall er samræðuverkefni ætlað strákum á mið- og unglingastigi grunnskóla. Meginmarkmið Strákaspjalls er að þátttakendur þjálfist í og læri að taka þátt í samræðum og byggi undir hæfni sem nýtist þeim í daglegum samskiptum. Verkefninu er ætlað að auka samræðu- og samskiptahæfni stráka. Það er bæði hugsað sem fyrirbyggjandi og einnig til þess að vinna úr samskiptavanda sem er til staðar. Verkefnið samanstendur af 5 –10 spjallfundum og er hvert spjall 40 mínútna langt. Á fundunum hittast strákahópur og samræðustjóri/stýra og ræða saman um allt milli himins og jarðar. Hvert spjall felur í sér leiki, samræður og ígrundun. Verkefnið getur hentað báðum kynjum og blönduðum hópi. Heimildir Dweck, C. (2006). Mindset: The new psychology of success. New York: Ballatine Books. Kvikmynd Carol Dweck ‘Mindset – the new psychology of success’ at Happiness & Its Causes 2013 https://www.youtube.com/watch?v=QGvR_0mNpWM Umsjón: Sólveig Zophoníasdóttir og Ingibjörg Auðunsdóttir, sérfræðingar á Miðstöð skólaþróunar við Háskólann á Akureyri. Málstofa (vinnustofa) 14: Teymiskennsla brotin til mergjar! Í vinnustofunni verður farið í ýmis verkefni sem gott er að nota til stuðnings við teymisvinnu og teymiskennslu. Þátttakendur kryfja og ræða eigin sýn á skólastarf og skoða hvernig þeir eru í stakk búnir til að takast á við teymiskennslu. Leiðbeinandinn hefur langa reynslu af teymiskennslu, bæði sem kennari og stjórnandi í skólum þar sem teymiskennsla hefur verið innleidd. Umsjón: Þórhildur Helga Þorleifsdóttir, ráðgjafi um teymisvinnu. Málstofa 15: Teymiskennsla – hvað má læra af reynslu okkar? Kennarar og stjórnendur þriggja skóla sem hafa innleitt teymiskennslu munu segja frá reynslu sinni og ræða innleiðingu hennar, kosti hennar og annmarka. Umsjón: Ágúst Jakobsson, skólastjóri Hörðuvallaskóla (áður Naustaskóla á Akureyri), Örn Arnarson kennari við Heiðarskóla (Leik- og grunnskóla Hvalfjarðarsveitar) og stjórnendur og kennarar í Árskóla á Sauðárkróki. Málstofa 16: Þegar margir fagkennarar vinna saman – kennarar tveggja skóla, Holtaskóla og Hagaskóla miðla af reynslu sinni A. Kostir og gallar teymiskennslunnar – reynslan í 8. bekk Hagaskóla Skólaárið 2015‒2016 var ákveðið að fara af stað með teymiskennslu í 8. bekk. Ýmsar hindranir komu í veg fyrir að teymiskennslan færi af stað eins og lagt var upp með í byrjun. Í raun hefur ekki verið um eiginlega teymiskennslu að ræða heldur frekar mikla samvinnu kennara eins árgangs í bóklegum greinum. Um er að ræða 7 bekkjardeildir og umsjónarkennara þeirra. Þessi vinna er enn í þróun og ætlunin er að halda henni áfram og auka kennslu þvert á greinar og í blönduðum hópum. Reynslan sýnir að þetta fyrirkomulag hefur marga kosti, m.a. verður umhverfið lausnamiðaðra, kennarar fá stuðning hver frá öðrum og boðleiðir styttast. Á málstofunni munum við fara yfir kosti og galla þessa fyrirkomulags og segjum frá nokkrum verkefnum sem nemendur hafa unnið. Umsjón: Signý Gísladóttir o.fl. kennarar í 8. bekk Hagaskóla. B. Samþætt verkefni í náttúrufræði, íslensku, upplýsingamennt og heimilisfræði í Holtaskóla Sagt verður frá verkefnum nemenda 6. bekk, en þeir vinna stórt heimildaverkefni í náttúrufræði. Verkefninu lýkur með kynningu á sal skólans og er foreldrum boðið að koma. Verkefnið er unnið í „Google apps”. Kennari í náttúrufræði metur náttúrufræðihlutann, íslenskukennarar fara yfir málfar á minnispunktasíðum og meta kynningu á verkefninu. Kennari í upplýsingamennt metur glærur og alla tölvuvinnu. Náms- og starfsráðgjafi aðstoðar við að kenna uppsetningu heimildaskrár og æfa nemendur í flutningi fyrir kynningu. Nemendur í heimilsfræði baka fyrir hópinn og bjóða upp á veitingar að flutningi loknum. Nemendur fá einkunn í náttúrufræði, íslensku og upplýsingamennt fyrir verkefnið. Umsjón: Elínborg Herbertsdóttir, Erna Ósk Steinarsdóttir, Ingibjörg Jóhannsdóttir og Sigríður Bílddal, Holtaskóla Málstofa 17: Strákar í hegðunarvanda – innri hvati (intrinsic motivation) sem leið Mikið af þeim aðferðum sem eru notaðar í dag í vinnu með börnum miðast við ytri hvata (extrinsic motivation). Sannarlega er hægt að ná árangri með þeim aðferðum en ekki má þó gleyma að innri hvati er af mörgum talinn árangursríkari. Í málstofunni verður fjallað um innri og ytri hvata ásamt því að sagt verður frá aðferðum í vinnu með stráka í hegðunarvanda með áherslu á innri hvata. Í málstofunni verður einnig rætt um að breyta orðspori. Börn í félags- og hegðunarvanda eru oft með slæmt orðspor sem hefur mikil áhrif, jafnvel þó að sú hegðun sem orðsporið byggir á sé hætt. Til að breyta orðspori þarf oft að fara út í langvarandi vinnu með hópinn / bekkinn í heild. Umsjón: Vanda Sigurgeirsdóttir, lektor við Menntavísindasvið Háskóla Íslands. |