„var snemmendis bráðger“ Málefni bráðgerra og hæfileikaríkra nemenda í íslenskum skólum

Samtök áhugafólks um skólaþróun, í samstarfi við sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu, efna til ráðstefnu í tengslum við ársþing samtakanna dagana 6.-7. nóvember 2015 til að ræða málefni bráðgerra og hæfileikaríkra nemenda í íslenskum skólum. Á ráðstefnunni munu tveir Danir, Kirsten Baltzer og Anette Gjervig, halda aðalfyrirlestra. Auk þeirra munu íslenskir fræðimenn og skólafólk kynna sjónarmið sín til náms og skólastarfs fyrir bráðgera og hæfileikaríka nemendur á leik-, grunn- og framhaldsskólastigi. Meginmarkmiðið með ráðstefnunni er að ræða málefni þessa nemendahóps í skólastarfinu; hverjir þeir eru, hver sé ábyrgð skólakerfisins gagnvart þeim og hvaða leiðir og úrræði séu eða eigi að vera í skólunum fyrir þennan hóp.

Ráðstefnan verður haldin í Reykjavík, í Háskóla Íslands, Stakkahlíð (Skriðu, fyrirlestrar á föstudag 6. nóvember, frá kl. 14.00) og Háteigsskóla (vinnustofa og málstofur á laugardag 7. nóvember, frá kl. 10.00-14.30).

Dagskrá er hér!

Samhliða ráðstefnunni verða haldnar vinnustofur árdegis sömu daga og hún fer fram á um kennslu og nám bráðgerra og hæfileikaríkra nemenda í grunnskólum. Leiðbeinendur í vinnustofunum verða þær Kirsten Baltzer og Anette Gjervig. Vinnustofurnar eru ætlaðar skólastjórnendum grunnskóla og grunnskólakennurum á höfuðborgarsvæðinu. Sérstök skráning verður í þessar vinnustofur og verða upplýsingar um þær að finna á vefslóðinni http://ssh.menntamidja.is og hjá sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu þegar nær dregur.

Samtök áhugafólks um skólaþróun og samstarfshópur um símenntun grunnskólakennara á höfuðborgarsvæðinu.

Scroll to Top