Málefni bráðgerra og hæfileikaríkra nemenda í íslenskum skólum – Dagskrá

Föstudagur 6. nóvember – dagskrá í Skriðu, fyrirlestrasal Menntavísindasviðs Háskóla Íslands

14.00 Setning

14.15-15.30 – fyrirlestrar

Kirsten Baltzer:
Including the Gifted and Talented – A research perspective on students’ and parents’ voices and didactic challenges in provision for these kids and youngsters.

Including the Gifted and Talented – A research perspective on students’ and parents’ voices and didactic challenges in provision for these kids and youngsters. Baltzer has developed the didactic approach ABC-differentation, a tool for  improving provision for able and more able learners in regular classrooms that she will introduce.

Kirsten Baltzer ph.d, cand.pæd.psych., lektor við Árósarháskóla. Hún fæst við rannsóknir á skóla án aðgreiningar og nám og kennslu nemenda sem mikla námshæfileika.

Anette Gjervig:
Working with more able and talented learners – A teacher’s perspective and experiences from Danish intervention programmes.

In the lecture Gjervig will talk about two major projects targeted the lower secondary schools in Denmark (MasterClass Junior and ScienceTalent Genius) and the experiences with these two projects. It will  also introduce the two pedagogical templates used and recommend planning the teaching at ScienceTalenter and in classrooms in general. Gjervig will also talk about the difference between talented students and highly abled (gifted) students – and why it is important we know there is a difference.

Anette Gjervig hefur verið kennsluráðgjafi við ScienceTalenter í Sorø Denmark og stýrir nú “ScienceTalent Genius” – verkefninu sem beinist að hæfileikaríkum nemendum á unglingastigi.

Gögn frá þeim Anette og Kirsten er að finna hér.

15.30  Kaffihlé

15.50-16.50

LEIKSKÓLAÞÁTTUR:

Anna Magnea Hreinsdóttir, sviðsstjóri fræðslu- og velferðarsviðs Borgarbyggðar:

Bráðger börn í leikskólum: Hver/hvar eru þau og hvernig er komið til móts við þarfir þeirra og áhugasvið?

Fjallað verður um helstu hugmyndir um þroska barna og hvernig leikskólinn kemur til móts við þarfir og áhugasvið fjölbreytts barnahóps. Gerð verður grein fyrir viðhorfum leikskólakennara til þroska barna og hvernig mat á námi barna tengist sýn kennara. Sagt verður frá því hvernig leikskólakennarar mæta þörfum hvers barns í daglegu starfi og varpað ljósi á sýn foreldra nokkurra barna á því hvernig þörfum þeirra var mætt í leikskóla. Að lokum verður varpað fram nokkrum hugmyndum um nám út frá sjónarmiði og áhugasviði barna.

GRUNNSKÓLAÞÁTTUR:

Hildigunnur Gunnarsdóttir, náms- og starfsráðgjafi í Kvennaskólanum í Reykjavík:

,,Það rætist stundum svo fljótt úr sumum nemendum.” Hvernig geta kennarar stutt við bráðgera nemendur í grunnskóla?

Í skóla án aðgreiningar er ætlast til að þörfum allra nemenda sé mætt. Bráðgerir nemendur í grunnskólum hafa stundum setið hjá garði því kennarar gera ef til vill ráð fyrir, í önnum dagsins, að þeir nemendur geti nokkurn veginn bjargað sér án mikillar aðstoðar. Námsþörfum þeirra er því ekki að fullu mætt og stundum fer að bera á neikvæðri hegðun ef þeir fá ekki verkefni við hæfi. Í erindinu verður farið yfir nokkur birtingareinkenni neikvæðrar hegðunar, styrkleika bráðgerra nemenda og gefin dæmi um kennsluhætti sem geta reynst árangursríkir til að koma til móts við bráðgera nemendur svo þeir fái að blómstra í skólanum ásamt öðrum nemendum.

FRAMHALDSSKÓLAÞÁTTUR:

Þórunn Jóna Hauksdóttir, stjórnsýslufræðingur:

Hröðun bráðgerra nemenda úr grunnskóla í framhaldsskóla: Árangur þeirra, námsframvinda, líðan og viðhorf.

Um nokkurn tíma hafa bráðgerir grunnskólanemendur átt þess kost að stunda nám á mörkum skólastiga. Þeir hafa verið í framhaldsskólanámi samhliða því að stunda nám í grunnskóla og margir þeirra hafa færst alveg yfir í framhaldsskóla áður en tíu ára grunnskólagöngu er lokið. Erindið fjallar um niðurstöður tilviksrannsóknar sem gerð var á námsárangri og námsframvindu hraðaðra nemenda, líðan þeirra, félagslegri stöðu og viðhorfi til hröðunar. Einnig verður komið inn á áhrif stefnumótunar um hröðun í námi mill grunn- og framhaldsskóla á námsframvindu bráðgerra nemenda.

Kl. 16.50 Pallborðsumræða með íslensku fyrirlesurunum.

Að loknum pallborðsumræðum er boðið til móttöku í Bókasafni Menntavísindasviðs.


Laugardagur 7. nóvember – dagskrá í Háteigsskóla 

Kl 10.00-12.00 Vinnustofa undir stjórn Lilju M. Jónsdóttur, lektors við Kennaradeild Háskóla Íslands

Í vinnustofunni verður fjallað um hvað einkennir hæfileikaríka/bráðgera nemendur og hvaða leiðir hægt er að fara til að koma betur til móts við þá. Leitað verður m.a. í smiðju Carol Ann Tomlinson en hún er sá fræðimaður sem hefur skrifað einna mest um þetta efni. Einnig verður fjallað um gagnrýna og skapandi hugsun og tekin dæmi úr skólastarfi þar að lútandi.

12.30-14.30 Málstofur (hver málstofa er tvítekin): 

  • Ég get lesið: Grunnur að lestrarfærni barna lagður í leikskóla (Ólöf Guðmundsdóttir og Ingibjörg B. Hilmarsdóttir)
  • Einkenni afburðarnemenda samkvæmt PISA (Almar M. Halldórsson).
  • „Það er bara einfaldlega mjög skemmilegt að læra eitthvað nýtt, alltaf jafn gaman“ (Hilmar Már Arason).
  • „Stærðfræðikeppni framhaldsskólanema – sagan, staðan í dag og framtíðarsýn“ (Bjarnheiður Kristinsdóttir).
  • Reynslan af Ad Astra – verkefni við hæfi fyrir bráðger og námsfús börn (Brynja Halldórsdóttir).
  • Enginn námsleiði: Ferðakerfi mætir þörfum bráðgerra unglinga (Brynhildur Sigurðardóttir og Elena Einisdóttir).
  • Hugarfar, metnaður og árangur – íþróttaakademía GRV og ÍBV (Ingibjörg Jónsdóttir og Ian Jeffs).
  • Afburðarnemendur í Varmárskóla (Ásta Benediktsdóttir og Kristín Ásta Ólafsdóttir).

Nánar um málstofurnar:

Málstofa 1a

Ólöf Guðmundsdóttir, M.Ed. leikskólasérkennari/aðstoðarleikskólastjóri og Ingibjörg Bryndís Hilmarsdóttir, leikskólafulltrúi Reykjanesbæjar:

Ég get lesið: Grunnur að lestrarfærni barna lagður í leikskóla.

Framtíðarsýn Reykjanesbæjar í menntamálum leggur áherslu á læsi og stærðfræði í leik- og grunnskólum. Með innleiðingu hennar tóku leikskólarnir áherslur í námi og starfi til endurskoðunar og skoðuðu hvað væri hægt að gera betur og hvar sóknarfæri í námi barna væru. Í leikskólum Reykjanesbæjar er markvisst ummið að því að leggja grunn að góðri lestrafærni. Skólarnir eru sífellt að leita nýrra leiða til að virkja áhugahvöt barnanna og mæta þeim þar sem þau eru stödd hverju sinni. Unnið er með læsi og stærðfræði frá tveggja ára aldri í gegnum leikinn sem er aðalkennsluaðferða leikskólakennarans. Til að ná góðum árangri er lögð áhersla á að virkja foreldra í leikskólanámi barna sinna, þar sem hlutur foreldra í námsárangri og líðan barna er mikilvægur. Með breyttum áherslum í leikskólanum koma börnin betur undirbúin og með mun meiri þekkingu í farteskinu inn í grunnskólann.

Málstofa 1b

Almar Miðvík Halldórsson, sérfræðingur Menntamálastofnun:

Einkenni afburðarnemenda samkvæmt PISA.

Í PISA könnun OECD eru nemendur flokkaðir í hæfnisþrep eftir árangri. Nemendur á efsta þrepi eru í flestum löndum innan við 5% og teljast samkvæmt kenningaramma OECD hafa náð afburðarlæsi. Í erindinu er þessi hópur hérlendis borinn saman við nemendur á hinum Norðurlöndunum og kannað hvað einkennir hópinn miðað við nemendur á öðrum þrepum læsis.

Málstofa 2a

Hilmar Már Arason, skólastjóri Grunnskóla Snæfellsbæjar:
„Það er bara einfaldlega mjög skemmilegt að læra eitthvað nýtt, alltaf jafn gaman.“

Í erindinu er sagt frá tilurð og þróun fljótandi skólaskila á Íslandi. Sagt frá grunnskólagöngu eins bráðgers einstaklings sem var á fljótandi skólaskilum, með áherslu á síðustu þrjú ár hans í grunnskóla.

Málstofa 2b

Ásta Benediktsdóttir og Kristín Ásta Ólafsdóttir kennarar í Varmárskóla:

Afburðarnemendur í Varmárskóla.

Skólaárið 2014-2015 var sett í gang verkefnið „afburðarnemendur í Varmárskóla“. Unnið var með nemendur í 8. bekk í stærðfræði og íslensku. Sagt verður frá verkefninu það skólaár, þ.e. framkvæmd og árangur, og hvernig því verður haldið áfram á komandi skólaári (2015-2016).

Skjámyndir Ástu og Kristínar

Málstofa 3a

Bjarnheiður Kristinsdóttir, framhaldsskólakennari við MH:

„Stærðfræðikeppni framhaldsskólanema – sagan, staðan í dag og framtíðarsýn.“

Allt síðan stærðfræðikeppni framhaldsskólanema hóf göngu sína og Ísland hóf þátttöku í ólympíuleikunum í stærðfræði hefur nemendum sem skara fram úr í stærðfræði boðist að taka þátt og fá áhugaverð aukaverkefni sem og námsefni þeim að kostnaðarlausu. Kennslan og námsefnið hafa hvort tveggja verið unnin í sjálfboðavinnu nokkurra stærðfræðinga og stærðfræðikennara. Í þessu erindi verður gefið stutt yfirlit yfir það sem hefur verið gert og er gert í dag til stuðnings bráðgerum nemendum í stærðfræði og tengist keppninni. Auk þess er sagt verður frá hugmyndum sem bíða framkvæmdar og myndu styðja enn frekar við bráðgera nemendur á þessu sviði.

Skjásýning Bjarheiðar

Málstofa 3b

Brynja Björg Halldórsdóttir, lögfræðingur og fyrrum framkvæmdastjóri Ad Astra:

Reynslan af Ad Astra – verkefni við hæfi fyrir bráðger og námsfús börn.

Ad Astra ehf. var rekið árin 2007-2012 og stóð fyrir fjölbreytilegum námskeiðum fyrir bráðger og námsfús grunnskólabörn, í samstarfi við Háskólann í Reykjavík. Börnin upplifðu samkeppni í bland við samkennd og náðu þannig að virkja áhuga sinn og hæfileika á jákvæðan hátt.

Málstofa 4a

Brynhildur Sigurðardóttir, skólastjóri og Elena Einisdóttir, fagstjóri í stærðfræði, Garðaskóla:

Enginn námsleiði: Ferðakerfi mætir þörfum bráðgerra unglinga.

Í Garðaskóla er rekið ferðakerfi í kjarnagreinum þar sem nemendum er skipt í námshópa eftir námsgetu og námsáhuga. Kerfið er einstaklingsmiðað með því að gefa nemendum svigrúm til að velja ólíkar ferðir á ólíkum námssviðum. Þetta er hægt með því að nota stundatöflugerð sem er sambærileg við þá sem nýtt er í áfangakerfum framhaldsskólanna. Nemandi getur verið í hægferð í stærðfræði á sama tíma og hann tekur fjölbrautaáfanga í ensku. Slíkt flæði lágmarkar þá flokkun og stimplun sem hætta er á að fylgi getuskiptum bekkjarkerfum. Ferðakerfið í Garðaskóla opnar fjölbreytta möguleika fyrir alla nemendur. Bráðgerir nemendur njóta þess þar sem þeir fá ávallt nám við hæfi. Námsleiði nemenda er svo til óþekkt vandamál innan skólans og hæfileikaríkir nemendur finna gáfum sínum farveg um leið og þeir vinna í félagsskap við jafnaldra.

Málstofa 4b

Ingibjörg Jónsdóttir, aðstoðarskólastjóri Grunnskóla Vestmannaeyja (GRV) og Ian Jeffs, skólastjóri íþróttaakademíu GRV og ÍBV:

Hugarfar, metnaður og árangur – íþróttaakademía GRV og ÍBV.

Íþróttaakademía GRV og ÍBV hefur verið starfrækt síðan haustið 2011 og verið í stöðugri þróun síðan. Nemendur 9. og 10. bekkja hafa möguleika á að vera í akademíunni samhliða íþróttaiðkun sinni og er hún hugsuð sem aðlögun að íþróttaakademíu FÍV. Nemendum gefst tækifæri til að nýta sér íþróttaiðkun sína sem val inn í skólann og fá auk þess afslátt á íþróttatímum í skóla en fá þess í stað styrktarþjálfun einu sinni í viku og tækniæfingar þrisvar sinnum tvær til þrjár vikur hjá íþróttaþjálfara. Í erindinu er farið við yfir markmið, ávinning nemenda og fyrirkomulag á akademíunni. Kynntir samningar nemenda, viðurlög og verkferlar þeirra sem koma að verkefninu.