Vinnum saman þvert á greinar

Haustráðstefna Samtaka áhugafólks um skólaþróun var haldin í Borgarholtsskóla 13. ágúst 2010. Þemað var: Vinnum saman þvert á greinar.

Fjallað var um skipulagningu heildstæðra viðfangsefna þar sem áhersla er á samþættingu námsgreina, þemanám, samvinnu, heimildaleit, rannsóknarvinnu og skapandi starf.

Árdegis voru fyrirlestrar og kynningar en eftir hádegi mál- og vinnustofur.

Þátttakendur voru 230

Dagskrá og ráðstefnugögn eru hér:

9.00–9.45 Lilja M. Jónsdóttir lektor við Kennaradeild Háskóla Íslands: Samþætting er málið!
Í fyrirlestrinum verða færð rök fyrir því að samþætting og sjálfstæð glíma nemenda við heildstæð og krefjandi viðfangsefni sé vænleg leið til að ná markmiðum nýrrar menntastefnu þar sem áhersla er lögð á læsi, lýðræði og mannréttindi, menntun til sjálfbærni, skapandi starf og jafnrétti.

9.45–10.10 Helgi Grímsson, skólastjóri: Farðu alla leið – þemanám á unglingastigi
Í Sjálandsskola fer öll kennsla á unglingastigi í samfélagsfræði, náttúrufræði, lífleikni, trúarbragðafræði, tölvu- og upplýsingatækni fram í þemum.

10.10–10.30 Kaffi

10.30–10.55 Sif Vígþórsdóttir skólastjóri: Smiðjur í Norðlingaskóla: Hugkvæmni – hæfileikar – hagnýting
Í Norðlingaskóla er allt að fimmtungi kennslutíma hverrar viku varið í smiðjur, sem eru samþætt þemaverkefni. Á hverju skólaári eru fimm til sex mismunandi smiðjur og er leitast við að hver þeirra uppfylli námsmarkmið í samfélagsgreinum, náttúrufræði, list- og verkgreinum og öðrum námsgreinum eftir atvikum.

10.55–11.20 Fríða Haraldsdóttir og Margrét Sólmundsdóttir, deildarstjórar við Laugalækjarskóla: Upplýsingaver í skólastarfi. Þverfagleg verkefni.
Í Laugalækjarskóla vinna nemendur í 7.–10. bekk þverfagleg verkefni í samstarfi við upplýsingaver. Lögð er áhersla á að nær öll kennsla á forrit, í upplýsingaöflun, meðferð upplýsinga og úrvinnslu fari fram við vinnu á þessum verkefnum. Nemendur í 10. bekk enda skólagöngu sína á viðamiklu rannsóknarverkefni í u.þ.b. fjórar vikur þar sem hefðbundin stundaskrá er leyst upp.

11.20–11.45 Sólrún Guðjónsdóttir kennari við Fjölbrautaskóla Snæfellinga: Samvinna – Frelsi – Sjálfstæði: „ … Að vera ekki svona niðurnjörvaður áfangi …“
Sagt er frá þriggja ára þróunaráfanga sem kenndur var í FSN í samstarfi við skóla í Svíþjóð og Finnlandi. Áfanginn hafði það að markmiði að samþætta námsgreinar og fella niður landamæri þeirra.

11.45-12.10 Jónas Helgason og Guðjón Hreinn Hauksson, kennarar við Menntaskólann á Akureyri: Íslandsáfangar: Samþætt nám á 1. ári í Menntaskólanum á Akureyri

Talsverð reynsla er fengin af samþættingarverkefnum við Menntaskólann á Akureyri. Nám í ferðamálafræði á málabraut hefur undanfarin ár verið skipulagt sem heildstætt verkefnamiðað nám. Nú undirbúa kennarar við Menntaskólann á Akureyri að helmingur náms á 1. ári verði í formi heildstæðra verkefna sem nemendur vinna að, einir eða í hópum. Annað misserið fást nemendur við viðfangsefni sem tengjast náttúru Íslands – en hitt  við sögu og samfélag. Mikil áhersla verður lögð á íslensku bæði misserin og upplýsingatækni verður tvinnuð saman við flest verkefnin.

12.10–12.40 Hádegishlé

12.40–14.30 Vinnu- og málstofur. Að erindum loknum gafst þátttakendum kostur á að taka þátt í eftiröldum málstofum / vinnustofum:

  • Tvær aðferðir til að virkja kennara og nemendur í samvinnu
    Leiðbeinandi: Hróbjartur Árnason lektor við Menntavísindasvið Háskóla Íslands
  • Fjölbreyttar leiðir við að samþætta
    Leiðbeinandi: Ingvar Sigurgeirsson, prófessor, Kennaradeild Menntavísindasviðs Háskóla Íslands
  • Samkomulagsnám sem leið í samþættingu
    Leiðbeinandi: Lilja M. Jónsdóttir lektor, Kennaradeild Menntavísindasviðs Háskóla Íslands
  • Samþætting og framhaldsskólinn
    Leiðbeinendur: Berglind Axelsdóttir, Hrafnhildur Hallvarðsdóttir og Sólrún Guðjónsdóttir, kennarar við FSn og Guðjón Hreinn Hauksson og Jónas Helgason kennarar við MA
  • Smiðjur á ýmsa lund
    Leiðbeinendur: Björn Gunnlaugsson, Fanney Snorradóttir og Þórey Gylfadóttir kennarar við Norðlingaskóla
  • Söguaðferðin – leið til samþættingar
    Leiðbeinandi: Björg Eiríksdóttir kennari við Kársnesskóla
  • Þemaverkefni um 20. öldina
    Leiðbeinendur: Erna Sif Auðunsdóttir og Ólafur Schram, kennarar við Sjálandsskóla

[divider]

Kynning á málstofum og smiðjum
1. Aðferðir til að virkja kennara og nemendur í samvinnu
Leiðbeinandi: Hróbjartur Árnason lektor við Menntavísindasvið Háskóla ÍslandsKynntar verða tvær aðferðir sem gefist hafa vel við að virkja nemendur og kennara í samvinnu, annars vegar hugarkort (e. mind mapping, sjá http://meistaranam.wetpaint.com/page/Hugarkort) og hins vegar „kortaspurningar“, sem er aðferð þar sem áherslan er á inntak hugmynda, en ekki á þá sem eiga þær. Gögn sem Hróbjartur benti á: http://meistaranam.wetpaint.com/page/Hugarkort+vi%C3%B0+kennslu2. Ólíkar leiðir við að samþætta
Ingvar Sigurgeirsson, prófessor, Kennaradeild Menntavísindasviðs Háskóla Íslands

Margar leiðir koma til greina við samþættingu. Hægt er að nálgast hana t.d. með hliðsjón af ólíkum námsgreinum, markmiðum, spurningum eða viðfangsefnum. Nota má hugarflug, þankavefi eða skipulagsramma, með eða án þátttöku nemenda. Á þessu verkstæði prófa þátttakendur að undirbúa nokkur samþættingarverkefni (að eigin vali) og nota við það ólíkar nálganir sem síðan er hægt að bera saman.

Gögn Ingvars: http://starfsfolk.khi.is/ingvar/Skolathroun/Samthaetting.htm

3. Samkomulagsnám sem leið í samþættingu
Lilja M. Jónsdóttir lektor, Kennaradeild Menntavísindasviðs Háskóla Íslands

Í málstofunni / verkstæðinu um samþættingu verður farið ofan í saumana á dæmum um verkefni sem skipulögð hafa verið út frá þeirri hugmyndafræði sem kynnt verður í fyrirlestrinum, m.a. hugmyndafræði svokallaðs samkomulagsnáms (Negotiating the Curriculum) en það gengur út frá því að vinna skipulega með hugmyndir frá nemendum og nýta í kennslu. Þátttakendur fá tækifæri til að glíma við að skipuleggja viðfangsefni út frá þessum aðferðum.

Gögn frá Lilju: Samkomulagsnám
Þátttakendur í smiðjunni sem hafa áhuga á öðru efni sem Lilja sýndi geta snúið sér til hennar: liljamj(hja)hi.is

4. Samþætting og framhaldsskólinn
Berglind Axelsdóttir, Hrafnhildur Hallvarðsdóttir og Sólrún Guðjónsdóttir, kennarar við FSn og Guðjón Hreinn Hauksson og Jónas Helgason kennarar við MA

Hvaða möguleikar eru til samþættingar í framhaldsskólum? Hverjar eru helstu hindranir og hvernig verða þær yfirstignar? Hvar eru helstu sóknarfæri? Umræða með hliðsjón af reynslunni í FSn og MA.

5. Smiðjur á ýmsa lund
Björn Gunnlaugsson, Fanney Snorradóttir og Þórey Gylfadóttir kennarar við Norðlingaskóla

Kynntar verða smiðjur sem nemendur á yngsta, mið- og unglingastigi hafa upplifað á undanförnum árum, markmið og leiðir útskýrðar og í lokin fá þátttakendur tækifæri til að spreyta sig í smiðjugerð.

6. Söguaðferðin – leið til samþættingar
Björg Eiríksdóttir kennari við Kársnesskóla

Söguaðferðin (e. storyline) er kennsluaðferð, sem er notuð við þemavinnu. Nafn sitt dregur hún af skipulaginu sem er eins og í sögu. Hún hefur ákveðna byrjun, söguþráðurinn skiptist í kafla sem tengjast og síðan er ákveðinn endir. Sjá nánar http://frontpage.simnet.is/storyline/. Þátttakendum gefst tækifæri á að koma með hugmyndir og spreyta sig á að skipuleggja þemaverkefni í anda söguaðferðarinnar. Miðað er við kennslu á miðstigi. Leiðbeinandinn, Björg Eiríksdóttir, hefur haldið fjölda námskeiða um söguaðferðina.

7. Þemaverkefni um 20. öldina
Ólafur Schram, tónmenntakennari við Sjálandsskóla

Í málstofunni verður fjallað um þemað 20. öldin sem viðfangsefni á unglingastigi. Þetta verkefni er samþættingarverkefni tónmennta og samfélagsfræði. Í þemanu er þróun tónlistar á 20. öld fléttað inn í almenna umfjöllun um sögu 20. aldar.