Ráðstefnan í Stapaskóla 12. ágúst: Streymisdagskrá

Kl. 9.00 Setning: Gróa Axelsdóttir, skólastjóri Stapaskóla og Aðalheiður Stefánsdóttir, varaformaður Samtaka áhugafólks um skólaþróun.

Kl. 9.10-10.10

  1. Elfa Ingvadóttir, Brynhildur Sigurðardóttir, Heiða Björg Árnadóttir,Linda María Jensen og Ninna Stefánsdóttir: Samþætting og sköpun í framsæknu skólaumhverfi. Fulltrúar úr unglingateymis Stapaskóla segja frá því hvernig tekist hefur til með samþættingu námsgreina, vinnu með skapandi heimanám, teymiskennslu og hvernig skólaumhverfið hefur áhrif á starfið.
  2. Starfsfólk Menntaskóla Borgarfjarðar kynnir skólaþróunarverkefnið Menntun fyrir störf framtíðar. Þar hefur farið fram endurskoðun á skólanámskrá með það að markmiði að efla þátt stafrænnar miðlunar, sköpunar og STEAM greina (vísindi, tækni, nýsköpun, listir og stærðfræði). Einnig er lögð stóraukin áhersla á lykilhæfni og lífsleikni (lífsnám). Þá er verið að þróa í skólanum svokallað Framtíðarver með aðstöðu til margs konar tæknivinnu, miðlunar og sköpunar.

Kl. 10.20-12.00

  1. Ólöf Ása Benediktsdóttir, kennari við Hrafnagilsskóla, segir frá fjölbreyttum verkefnum á unglingastigi skólans þar sem áhersla hefur verið lögð á samþættingu, samvinnu, samræður nemenda og skapandi skil. Ólöf Ása nefnir erindi sitt: Það er draumur að vera í skóla: Að auka hlutdeild nemenda í eigin námi með gleði og sköpun.
  2. Hörður Svavarsson, leikskólastjóri í leikskólanum Aðalþingi, flytur erindi sem hann kallar Vefarinn mikli og allt hans hafurtask og lýsir því svo að hann ætli að láta móðan mása um ýmislegt sem hann hefur mis mikið vit á en finnst gaman að tala um, eins og skapandi starf, misskilninginn um lýðræðið, þróunarstarf og Menntaverðlaunin sem björguðu skólanum.
  3. Oddný Sturludóttir, menntunarfræðingursegir frá Menntafléttunni, sem er samvinnuverkefni stjórnvalda, Háskóla Íslands, Háskólans á Akureyri og Kennarasambandsins – og eitt stærsta starfsþróunarverkefni síðari ára á Íslandi í erindi sem hún kallar „Það er svo gott að deila með öðrum“. Markmið Menntafléttunnar er að styðja við námssamfélög og teymi í skólum. En hvaða þrír þræðir mynda þessa fléttu? Oddný bregður birtu á það, dyggilega studd af Menntaflétturum um land allt.

13.00-14.15

  1. Erla Signý Sigurðardóttir og Herdís Rós Njálsdóttir, kennarar við Grunnskóla Vestmannaeyja: Kveikjum neistann – sagt frá þróunarverkefni í Grunnskóla Vestmannaeyja
  2. Hlín Ólafsdóttir, Bryndís María Olsen og Lukka Berglind Brynjarsdóttir, KrikaskólaALLA LEIÐ – árangursrík teymisvinna í Krikaskóla

14.30-15.45

  1. Guðbjörg Bjarnadóttir, deildarstjóri í Ingunnarskóla, Guðlaug Elísabet Finnsdóttir, deildarstjóri í Vesturbæjarskóla og Jónella Sigurjónsdóttir, skólasafnskennari og verkefnastjóri í upplýsinga- og tæknimennt: Frelsi til að hafa áhrif á eigið nám – um Austur-Vestur sköpunarsmiðjurnar
  2. Bryndís Valsdóttir og Jeannette Castioni, kennarar við Fjölbrautaskólann við Ármúla og Bjarki Gunnar Halldórsson arkitekt: Getur skólalóð orðið að skapandi umhverfi fyrir nemendur? Sagt frá hönnunaráfanga í Fjölbrautaskólanum við Ármúla