Sigrún Daníelsdóttir

Sigrún Daníelsdóttir, M.Sc, Cand.Psych, er sálfræðingur og verkefnastjóri geðræktar hjá Embætti landlæknis. Hún hefur leitt margvísleg verkefni á sviði stefnumótunar í geðheilbrigðismálum á undanförnum árum, svo sem vinnuhóp um geðrækt og forvarnir fyrir geðheilbrigðisstefnu og aðgerðaáætlun stjórnvalda til ársins 2020, aðgerðaáætlun til að fækka sjálfsvígum á Íslandi og áætlun um innleiðingu geðræktar, forvarna og stuðnings við börn og ungmenni í skólum. Hún leiðir einnig geðræktarþátt Heilsueflandi leik-, grunn- og framhaldsskóla og Heilsueflandi samfélags hjá Embætti landlæknis.