Skólaþræðir
Samtök áhugafólks um skólaþróun gefa út veftímaritið Skólaþræði, sjá hér: www.skólarþræðir.is.
Í Skólaþráðum eru birtar greinar um þróunar- og umbótastarf í skólum og fréttir af áhugaverðu skólastarfi. Stefnt er að því að vefritið verði vettvangur fyrir skólafólk til að miðla góðum hugmyndum og fyrir gagnrýna umræðu um stefnur og strauma í skólastarfi. Ritinu er ætlað að þjóna öllum skólastigum og gert er ráð fyrir fjölbreyttu efni; löngum og stuttum greinum, fréttum, pistlum og umræðugreinum. Stefnt er að því að nýta kosti vefmiðils með því að birta einnig hljóð- og myndefni. Þá er gefinn kostur á ritrýndu efni.
Þeir sem vilja koma efni á framfæri geta snúið sér til ritstjórnar með því að senda tölvupóst á netfangið skolastofan(hja)skolastofan.is.
Ritstjórn er einnig þakklát fyrir ábendingar um áhugavert efni.
Ritið er öllum opið – en gegnir sérstöku hlutverki gagnvart félagsmönnum í Samtökum áhugafólks um skólaþróun, enda stendur félagið að útgáfunni.
- Íslensku menntaverðlaunin 2020 January 24, 2021
- Fréttabréf í nóvember 2020 November 29, 2020
- Afhending Íslensku menntaverðlaunanna 2020 November 13, 2020
- Hvað segja þátttakendur … October 30, 2020
- Hvatningarverðlaunin 2020 October 29, 2020
- Framúrskarandi kennari 2020 October 27, 2020
- Fréttabréf 22. október 2020 October 22, 2020
- Umsögn um tillögu að breytingu á viðmiðunarstundaskrá grunnskóla October 21, 2020
- Tilnefningar til Íslensku menntaverðlaunanna 2020 October 5, 2020
- Íslensku menntaverðlaunin 2020: Framúrskarandi skólastarf October 3, 2020
- Íslensku menntaverðlaunin 2020: Framúrskarandi kennari October 2, 2020
- Þórunn Elídóttir October 2, 2020
- Snillitímar í Gerðaskóla September 30, 2020
- Pólski skólinn – Szkoła Polska w Reykjaviku September 29, 2020
- Björn J. Sighvatz September 25, 2020
Samtök áhugafólks um skólaþróun
Pósthólf 30, 270 Mosfellsbær
Sími 896 3829