Skólaumbætur í deiglu

Málþing um starf og verkefni skólarannsókna- og skólaþróunardeildar menntamálaráðuneytisins 

í Veröld – húsi Vigdísar, laugardaginn 12. maí 2018, kl. 13.00-17.00


Málþinginu var ætlað að varpa ljósi á áhrif skólarannsókna- og skólaþróunardeildar menntamálaráðuneytisins 1966-1996 á skólastarf og skólaþróun í landinu. Skólarannsóknadeildin var sett á laggirnar 1966 (hét fyrst Skólarannsóknir, þá Skólarannsóknadeild og síðar Skólaþróunardeild). Hún fékk fljótlega það verkefni að annast heildarendurskoðun náms og kennslu í grunnskólum og var þetta verkefni eitt umfangsmesta skólaþróunarverkefni sem í hefur verið ráðist hér á landi. Fjöldi sérfræðinga kom að starfinu, námstjórar, námsefnishöfundar og ráðgjafar. Auk námsefnisgerðar unnu starfsmenn að námskrárgerð, viðamikilli endurmenntun í samstarfi við Kennaraháskólann og útgáfu handbóka og leiðbeininga, auk þess að heimsækja skóla til ráðgjafar og eftirlits. Talsverðar deilur urðu þegar á leið um sumt í þessu starfi, t.d. um námsefni í samfélagsgreinum.

Margir þeirra sem að þessu starfi komu eru enn á lífi, en flestir komnir á eftirlaunaaldur. Eitt af markmiðum ráðstefnunnar var að fá fram viðhorf sem flestra þeirra til þessa starfs og var leitað til sex fyrrverandi starfsmenn, sem allir gegndu stöðu námstjóra, um að horfa til baka í stuttum erindum: Aðalheiður Auðunsdóttir (heimilisfræði), Anna Kristjánsdóttir (stærðfræði), Sigurður Pálsson (kristin fræði og trúnarbragðafræði), Sigþór Magnússon (samfélagsfræði), Þorvaldur Örn Árnason (náttúrufræði) og Þórleif Drífa Jónsdóttir (mynd- og handmennt).

Þrír fræðimenn, sem þekkja vel þetta tímabil í íslenskri skólasögu, tóku að sér að varpa ljósi á starf, stefnur, strauma og áhrif deildarinnar, auk þess sem efnt var til pallborðsumræðna með þátttöku fræðimanna og fyrrverandi starfsmanna deildanna. Erindin fluttu Helgi Skúli Kjartansson sagnfræðingur og menntunarfræðingarnir Gerður G. Óskarsdóttir og Jón Torfi Jónasson. Pallborðsumræðunum stýrði Ingólfur Ásgeir Jóhannesson prófessor sem einnig hefur rannsakað starf skólarannsóknadeildar. Sjá nánar um aðalerindin og umræðurnar hér.

Dagskrá

Ráðstefnustjóri var Ólafur Helgi Jóhannsson.

Að málþinginu stóð hópur fyrrverandi starfsmanna í samstarfi við Rannsóknarstofu um þróun skólastarfs.

Mennta- og menningarmálaráðuneytið styrkti ráðstefnuna!

5 thoughts on “Skólaumbætur í deiglu”

 1. Write more, thats all I have to say. Literally, it seems as though you relied on the video to make your
  point. You definitely know what youre talking about, why waste your intelligence on just posting videos to your blog when you could be
  giving us something informative to read?

 2. Heya i’m for the first time here. I found this board and I find It really
  useful & it helped me out much. I hope to give something back and help others like you
  aided me.

 3. Nice blog right here! Also your website so much up fast!

  What web host are you using? Can I get your affiliate hyperlink in your host?

  I wish my site loaded up as quickly as yours lol

 4. Howdy great website! Does running a blog such as this require a
  large amount of work? I have no understanding of computer programming but
  I was hoping to start my own blog soon. Anyway, should you have any ideas or
  tips for new blog owners please share. I
  understand this is off topic but I simply needed to ask. Thanks a lot!

Leave a Comment

Your email address will not be published.

Scroll to Top