Snjallir nemendur

Álfhildur Leifsdóttir grunnskólakennari við Árskóla ræddi um ávinning af tækni í skólastarfi, bæði fyrir nemendur og kennara. Fjallað var um hvaða möguleika tækni í kennslu opnar, t.d. hvað varðar námserfiðleika, einstaklingsmiðað nám og ekki síst aukin tækifæri nemenda til að skapa og nýta styrkileika sína til fulls í náminu.

Álfhildur er umsjónarkennari við Árskóla á Sauðárkróki. Hún hefur langa reynslu af því að nota upplýsingatækni í skólastarfi og heldur úti bloggsíðu um tækni og forritun, sjá hér: https://alfhildur.com/

Nýleg frétt um Álfhildi í Fréttablaðinu.

Aftur á aðalsíðu ráðstefnunnar