Snjallt skólastarf – möguleikar og áskoranir nýrrar tækni

Þann 14. ágúst héldu Samtök áhugafólks um skólaþróun ágústráðstefnu sína í samstarfi við RANNUM. Þar var snjalltæknin til skoðunar, möguleikar hennar, áskoranir og sóknarfæri. Yfirskrift ráðstefnunnar var: Snjallt skólastarf – möguleikar og áskoranir nýrrar tækni. 

Daginn áður, þann 13. ágúst, flutti  dr. Jennifer Rowsell, prófessor við Háskólann í Bristol fyrirlestur í tengslum við ráðstefnuna, sem hún nefndi: Feeling Smart & Being Digital: Embracing the possibilities of digital pedagogy in challenging times (Verum snjöll: Tökum tækifærum upplýsingatækni í skólastarfi opnum örmum á ögrandi tímum). Sjá nánar um fyrirlesturinn hér.

Ráðstefnan var haldin í húsakynnum Menntavísindasviðs (áður Kennaraháskóli Íslands).

Nánari upplýsingar um ráðstefnuna.  


Myndina tók Björn Gunnlaugsson