Stóri leikskóladagurinn 23. maí 2014

Stóri leikskóladagurinn í Reykjavík var föstudaginn 23. maí í Ráðhúsi Reykjavíkur og í Iðnó. Í Ráðhúsinu var sett upp sýning þar sem leikskólar borgarinnar kynntu ýmis verkefni úr fagstarfinu. Fyrirlestrar voru haldnir í Iðnó. Samstarfaðilar samtakanna voru RannUng, Félag leikskólakennara og Félag stjórnenda í leikskólum standa að Stóra leikskóla eginum ásamt Reykjavíkurborg. Samtökin stóðu fyrir fyrirlestraröð:

 • Ég keyri svona úúúúú … komin í leikskólann. Rannsóknarvinna þar sem börnin unnu með heimili sitt, leikskólann og leiðina í leikskólann.
  Fyrirlesarar: Auður Ævarsdóttir og Móheiður Obel – Sæborg.
 • Gullin í grenndinni – Samstarfsverkefni leik- og grunnskóla Selfossi.
  Fyrirlesarar: Anna Gína Aagestad og Ólafur Oddsson – Álfheimum í Árborg.
 • Lýðræðisleg augnablik – Þróunarverkefni um lýðræðislega starfshætti í leikskólanum.
  Fyrirlesari: Kristín Eiríksdóttir – Árbær í Árborg.
 • Flæði í leikskólastarfi – Gefin innsýn í leikskólastarf þar sem fl-æði samkvæmt kenningu Csikszentmihalyi er haft að leiðarljósi.
  Fyrirlesari: Sara Margrét Ólafsdóttir.
 • Skína smástjörnur – Þróun gæðastarfs með ungum börnum í leikskólum í Reykjavík. Kynning á þróunarverkefni sem fengið hefur hvatningarverðlaun skóla- og frístundaráðs. Fyrirlesarar: Kristín Gunnarsdóttir, Eva Hrund Egilsdóttir, Unnur Brynja Guðmundsdóttir, Erla Ragnarsdóttir, Sigrún Ósk Gunnarsdóttir og Ólöf Jóna Sigurjónsdóttir.
 • Við viljum gefa börnunum þetta frelsi sem tjáningin er. Fjallað um leiklist í leikskólastarfi.
 • Fyrirlesari: Hildur L. Jónsdóttir – Laufskálum..
Scroll to Top