Íslensku menntaverðlaunin veitt að nýju
Stjórn Samtaka áhugafólks um skólaþróun hefur að undanförnu, í samvinnu við fjölmarga aðila, unnið að því að koma á fót viðurkenningu fyrir framúrskarandi menntaumbætur og þróunarverkefni. Þegar ljóst varð að mikill áhugi var á þessu máli var erindi með styrkbeiðni sent til mennta- og menningarmálaráðuneytis sem brást við með því að veita styrk til verkefnisins. …