Verðlaunin verða veitt í fjórum flokkum (smellið á heiti þeirra sem tilnefnd eru til að fá nánari upplýsingar):
A. Framúrskarandi skólastarf eða menntaumbætur
- Frístundamiðstöðin Tjörnin, skóla- og frístundasviði Reykjavíkurborgar, er tilefnd fyrir framsækið og fjölbreytt þróunarstarf, frumkvæði og nýbreytni
- Leikskólinn Aðalþing er tilnefndur fyrir framsækið, skapandi skólastarf og lýðræðislega starfshætti
- Tónlistarskóli Grindavíkur er tilnefndur fyrir framúrskarandi tónlistarkennslu og þróunarstarf
B. Framúrskarandi kennari
- Anna Gréta Guðmundsdóttir, kennari við leikskólann Sæborg, er tilefnd fyrir skapandi og lýðræðislegt leikskólastarf
- Garðar Geirfinnsson, kennari við Grunnskólann í Þorlákshöfn, er tilnefndur fyrir áhugaverða og skapandi náttúrufræðikennslu
- Hanna Rún Eiríksdóttir, kennari við Klettaskóla, er tilnefnd fyrir framúrskarandi kennslu nemenda með fötlun, meðal annars fyrir að þróa nýjar leiðir til tjáskipta
- Heiðrún Hámundar, kennari við Brekkubæjarskóla og Tónlistarskólann á Akranesi, er tilnefnd fyrir metnaðarfulla og árangursríka tónmennta- og tónlistarkennslu
- Hilmar Friðjónsson, kennari við Verkmenntaskólann á Akureyri, er tilnefndur fyrir að þróa frjóar og áhugavekjandi leiðir í stærðfræðikennslu
C. Framúrskarandi þróunarverkefni
- Austur – Vestur: Sköpunarsmiðjur
Þróunarverkefni í Ingunnarskóla, Selásskóla og Vesturbæjarskóla sem beinist að því að efla skapandi hugsun, frumkvæði og nýsköpun - Leiðsagnarnám / Skóla- og frístundasvið Reykjavíkur / Nanna Kr. Christiansen
Þróunarverkefni um eflingu námsmenningar sem stuðlar að aukinni ábyrgð nemenda á eigin námi - Vendikennsla í raungreinum / Gauti Eiríksson
Þróunarverkefni sem byggist á gerð myndbanda fyrir náttúru- og stærðfræðkennslu fyrir nemendur í grunnskólum
Auk þess verða veitt hvatningarverðlaun