Um lestur og læsi í grunn- og framhaldsskólum

Þann 1. apríl sl. var haldin í Hörpu ráðstefna um stöðu og framtíð íslenskukennslu í skólum landsins. Á ráðstefnunni voru kynntar niðurstöður umfangsmestu rannsóknar á stöðu íslenskukennslu sem gerð hefur verið hér á landi. Ritstjórn Skólaþráða falaðist eftir því að fá að birta þau erindi sem flutt voru, enda eiga þau erindi við fleiri en sótt gátu ráðstefnuna. Fyrsta erindið, sem fjallar um lestur og læsi í grunn- og framhaldsskólum, hefur nú verið birt í Skólaþráðum: Brynildur Þórarinsdóttir kallar grein sína „Það drap alveg minn yndislestur að vera í skóla“, sjá hér: http://skolathraedir.is/2019/04/14/thad-drap-alveg-minn-yndislestur-ad-vera-i-skola-um-lestur-og-laesi-i-grunn-og-framhaldsskolum/

Um rannsóknina má lesa í bókinni Íslenska í grunnskólum og framhaldsskólum sem út er komin hjá Háskólaútgáfuni.