
Dagskrá
Aðgangur að dagskrá í streymi
Ráðstefnustjóri: Rósa Ingvarsdóttir, skólastjóri Helgafellsskóla
9.00-9.10 Ávarp og setning
Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, ávarpar og setur ráðstefnuna.
9.10-10.10 Thomas Hatch, prófessor við Columbia háskóla:
The education we need for a future we can’t predict (sjá nánar um efnið og Thomas Hatch hér og glærur hans hér)
10.10-10.30 Kaffihlé
10.30-11.00 Málfríður Bjarnadóttir, deildarstjóri í Helgafellsskóla:
Skapandi skólastarf – lykill að framtíð (sjá nánar hér og glærur hér)
11.00-11.30 Hildur Arna Håkansson, kennari í Skarðshlíðarskóla:
Hlaðborð möguleikanna. Af hverju að fara upp úr hjólförunum og út fyrir þægindarammann? (sjá nánar hér og glærur Hildar hér)
11.30-12.00 Hjálmar Gíslason, stofnandi og framkvæmdastjóri GRID ehf:
Tæknin breytist og mannfólkið með (sjá nánar hér – og glærur hér)
12.00-13.00 Hádegishlé
Hver ráðstefnugestur getur valið að taka þátt í tveimur viðburðum síðdegis. Fyrirlestrar á sal eru einnig sendir út í streymi.
13.00-14.15 Málstofur, vinnustofur, fyrirlestrar og kynningar 1
- Fyrirlestrar á sal (dagskrá einnig send út í streymi):
- Hjalti Halldórsson og Þorleifur Örn Gunnarsson, kennarar í Langholtsskóla segja frá þróun kennsluhátta á unglingastigi þar sem byggt er á samþættum viðfangsefnum og auknum áhrifum nemenda á nám sitt.
- Anna Reynarsdóttir, Atli Jóhannsson, Sigríður Elsa Vilmundardóttir og Smári Þorbjörnsson, kennarar á unglingastigi í Vatnsendaskóla kynna þróunarverkefnið Sprett
- Vinnustofa Bergmanns Guðmundssonar, kennara og kennsluráðgjafa í Giljaskóla: Forrit og viðbætur til að aðstoða nemendur með sérþarfir og erlenda nemendur
- Guðlaug Stella Brynjólfsdóttir verkefnisstjóri Íslenskuþorpsins og Katrín Cýrusdóttir skólastjóri Húsaskóla: Viltu tala íslensku við mig? Kennsluverkefni í íslensku sem öðru máli (málstofa)
- Berglind Þráinsdóttir, Ingibjörg Stefánsdóttir, Íris Aðalsteinsdóttir og Ursula Ragna Ásgrímsdóttir, kennarar í Grundaskóla á á Akranesi, kynna verkefnamiðað nám á unglingastigi
- Vinnusmiðja um gervigreind á vegum Mixtúru, sköpunar- og upplýsingavers sfs (markhópur: kennarar á grunnskólastigi)
- Málstofa á vegum Miðju máls og læsis: Helga Ágústsdóttir og Ragnheiður V Sigtryggsdóttir: Málstefna í skóla- og frístundastarfi
- Þau sem voru á málstofum eða vinnusmiðjum hjá Miðju máls og læsis og vilja fá afrit af glærum eru beðin um að senda tölvupóst á mml@reykjavik.is til að fá glærurnar sendar?
- Málstofa á vegum Miðju máls og læsis: Magdalena Elísabet Andrésdóttir og Kriselle Suson Jónsdóttir: Brú milli landa: Samskipti við foreldra tví- og fjöltyngdra barna
- Þau sem voru á málstofum eða vinnusmiðjum hjá Miðju máls og læsis og vilja fá afrit af glærum eru beðin um að senda tölvupóst á mml@reykjavik.is til að fá glærurnar sendar?
- Anna Magnea Hreinsdóttir og Jóhanna Benný Hannesdóttir leikskólastjóri Heiðarborgar: Hvernig gengur? Lýðræðislegt innra mat leikskóla
- Hólmfríður Helga Sigurðardóttir, Ingunn Ásta Sigmundsdóttir og Ragnar Jón Ragnarsson, kennarar við Háteigsskóla í Reykjavík: Menntun hugar og hjarta – Nemandinn sem manneskja
- Dóróthea Margrét Einarsdóttir, kennari við Menntaskólann á Ísafirði: Málstofa um hugsandi skólastofu í stræðfræði (e. thinking classroom)
14.15-14.30 Hlé
14.30-15.45 Málstofur, vinnustofur, fyrirlestrar og kynningar 2
- Fyrirlestrar á sal (dagskrá einnig send út í streymi):
- Brynja Baldursdóttir, deildarstjóri máls og læsis í Fellaskóla, Halldóra Björg Gunnlaugsdóttir, leikskólastjóri í leikskólanum Holti og Halldóra Sigtryggsdóttir, leikskólastjóri í leikskólanum Ösp: Mál og læsi í Fellahverfi
- Bragi Þór Svavarsson skólameistari og Signý Óskarsdóttir verkefnastjóri skólaþróunar, Menntaskólanum í Borgarfirði: Menntun fyrir störf framtíðar?
- Vinnusmiðja Bergmanns Guðmundssonar, kennara og kennsluráðgjafa í Giljaskóla: Tækni fléttuð inn í skólastarfið
- Fiona Elizabeth Oliver og Hildur Anna Seljan, kennarar í Víkurskóla segja frá Uglunum – samþættum verkefnum á unglingastigi
- Helgi Reyr Auðarson Guðmundsson kennari í Laugalækjarskóla: Skapandi skil á unglingastigi (vinnusmiðja)
- Vinnusmiðja á vegum Mixtúru, sköpunar- og upplýsingavers sfs: Guðrún S. Þorleifsdóttir, aðstoðarleikskólastjóri Kvistaborgar: Cricut fjölskerinn í leikskólastarfi
- Þau sem voru á málstofum eða vinnusmiðjum hjá Miðju máls og læsis og vilja fá afrit af glærum eru beðin um að senda tölvupóst á mml@reykjavik.is til að fá glærurnar sendar?
- Málstofa á vegum Miðju máls og læsis: Þóra Sæunn Úlfsdóttir og Sigrún Jónína Baldursdóttir: Gufa börn með málþroskaröskun DLD upp í skólakerfinu?
- Laufey Erlendsdóttir, kennari við Gerðaskóla í Suðurnesjabæ og Kolbrún Ýr Gunnarsdóttir, kennari við Víkurskóla í Reykjavík standa að vinnusmiðju um velferðarkennslu
- Guðlaug Pálsdóttir, aðstoðarskólameistari Fjölbrautaskóla Suðurnesja og Bryndís Jóna Magnúsdóttir, skólastjóri Heiðarskóla stýra málstofu: SkóSuð – Samstarf Fjölbrautaskóla Suðurnesja og grunnskólanna á Suðurnesjum
Ráðstefnugjald: Kr. 6.000.- fyrir félagsmenn í Samtökum áhugafólks um skólaþróun og kr. 9.500.- fyrir utanfélagsmenn. Gjaldið má greiða með því að leggja greiðslu inn á þennan reikning: 0323–26–002277, kt. 451205-0720 og senda tilkynningu um greiðslu á þetta netfang: skolastofan(hja)skolastofan.is
Árdegisdagskrá og síðdegisdagskrá í sal verða sendar út í streymi. Þeir félagar í Samtökum áhugafólks um skólaþróun sem vilja nýta sér það greiða kr. 4.000.- fyrir aðgang að streymi, en utanfélagsfólk, kr. 6.500.-
ÁRÍÐANDI ER AÐ TILKYNNA FORFÖLL MEÐ FORMLEGUM HÆTTI MEÐ TILKYNNINGU Á ÞETTA NETFANG: SKOLASTOFAN(HJA)SKOLASTOFAN.IS
Aðgangur að dagskrá í streymi 11. ágúst