
Dagskrá ráðstefnunnar er í undirbúningi. Aðalfyrirlestrar í árdegisdagskrá hafa verið ákveðnir (sjá hér fyrir neðan). Þeir sem vilja bjóða fyrirlestra, kynningar, málstofur eða vinnusmiðjur í síðdegisdagskrá geta haft samband við undirbúningshópinn á þessu netfangi: skolastofan(hja)skolastofan.is
Takið ráðstefnudaginn (11. ágúst) frá – opnað verður fyrir skráningu hér þegar dagskrá er fullmótuð.
Dagskrárdrög
9.00-9.10 Setning
9.10-10.10 Thomas Hatch, prófessor við Columbia háskóla:
The education we need for a future we can’t predict (sjá nánar hér)
10.10-10.30 Kaffihlé
10.30-11.00 Málfríður Bjarnadóttir, deildarstjóri í Helgafellsskóla:
Skapandi skólastarf – lykill að framtíð (sjá nánar hér)
11.00-11.30 Hildur Arna Håkansson, kennari í Skarðshlíðarskóla:
Hlaðborð möguleikanna. Af hverju að fara upp úr hjólförunum og út fyrir þægindarammann? (sjá nánar hér)
11.30-12.00 Hjálmar Gíslason, stofnandi og framkvæmdastjóri GRID ehf:
Tæknin breytist og mannfólkið með (sjá nánar hér)
12.00-13.00 Hádegishlé
13.00-14.15 Málstofur, vinnustofur, fyrirlestrar og kynningar 1
14.15-14.30 Hlé
14.30-15.45 Málstofur, vinnustofur, fyrirlestrar og kynningar 2